Fara í efni

Skagfirðingabraut 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1602048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 283. fundur - 15.02.2016

Sigurjón Þórðarson eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 13 við Skagfirðingabraut leggur fram fyrirspurn um byggingarleyfi til að byggja 50 til 60 m² bílskúr í norðaustur horni lóðarinnar. Fram kemur í erindinu að fyrirhuguð bílgeymsla yrði byggð í sama ”stíl“ og íbúðarhúsið og með sömu utanhússklæðningu. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjenda svo að hægt sé að taka afstöðu til erindisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 283. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 335. fundur - 05.12.2018

Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr og aðstöðuhús á lóðinni Skagfirðingabraut 13. Meðfylgjandi eru útilitsteikning sem gerir nánari grein fyrir erindinu. Samþykkt að óska eftir nánari skýringum frá umsækjanda á erindinu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 339. fundur - 31.01.2019

Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr og aðstöðuhús á lóðinni Skagfirðingabraut 13 og svör hans við fyrirspurn nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í byggingu bílgeymslu á lóðinn en bendir á að fyrirhuguð bygging fer út úr ystu byggingarlínu að austaverðu og útfæra þarf uppdrætti í samræmi við það. Skoða þarf vegghæð og mænishæð fyrirhugaðrar byggingar með tilliti til aðliggjandi lóða.

Skipulags- og byggingarnefnd - 353. fundur - 01.08.2019

Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni Skagfirðingabraut 13.
Framlagður aðaluppdráttur er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639
Með vísan í 44. grein skipulagslaga 123/2010 er samþykkt að grenndarkynna erindið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 358. fundur - 01.10.2019

Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni Skagfirðingabraut 13. Framlagður aðaluppdráttur er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Með vísan í 44. grein skipulagslaga 123/2010 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Frestur til að skila umsögnum var til og með 26. september 2019. Á auglýstum umsagnartíma barst ein umsögn, og var hún án athugasemda við framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrihugaðan byggingarreit á lóðinni í samræmi við kynnt gögn.