Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

358. fundur 01. október 2019 kl. 11:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fosshóll í Sæmundarhlíð - 145971 Umsókn um landsskipti

Málsnúmer 1909246Vakta málsnúmer

Jón Sæmundsson kt. 040639-4629, þinglýstur eigandi Fosshóls í Sæmundarhlíð, (landnr. 145971), óskar heimildar skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7870-01, dags. 23. sept. 2019. Þá er óskað eftir að lóðin fái heitið Fosshóll 1.
Ennfremur er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Fosshóli (landnr. 145971) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Þrastarstaðir 146605 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1909148Vakta málsnúmer

Rúnar Þór Númason kt. 130486-5349 og Valdís Brynja Hálfdánardóttir kt. 270981-4889 þinglýstir eigendur Þrastarstaða (landnr. 146605), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna nýjan byggingarreit á landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Númer uppdráttar er S-101 í verki 3083. Uppdráttur dagsettur 10. september. 2019. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn Minjavarðar.

3.Hvalnes 145892 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1909186Vakta málsnúmer

Bjarni Egilsson kt. 240155-3469 og Egill Þórir Bjarnason kt. 060889-3769 fh. Hvalnesbúsins ehf þinglýsts eiganda Hvalness á Skaga, (landnr. 145892), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit á jörðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7556-01, dags. 11. sept.2019. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar norðurlands vestra. Erindið samþykkt.

4.Lóð 22 á Nöfum (143908) - Umsókn um stækkun svæðis

Málsnúmer 1909090Vakta málsnúmer

Kristján Bjarni Halldórsson kt 090966-4999 formaður Golfklúbbs Sauðárkróks óskar eftir að gert verði ráð fyrir stækkun golfvallarins á Hlíðarenda í framtíðarskipulagi sveitarfélagsins. Erindinu vísað til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags sveitarfélagsins.

5.Stjórnsýslukæra vegna Ásholt

Málsnúmer 1909240Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála móttekið 23. september sl, stjórnsýslukæra, þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar, að fella niður fyrri ákvörðun er varðar byggingarlóðina Ásholt í Skagafirði. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu með greinargerð.

6.Fellstún 17 Sauðárkróki - Umsókn um breikkun heimkeyrslu

Málsnúmer 1907148Vakta málsnúmer

Atli V. Hjartarson kt. 110366-5829 sækir um leyfi til að breikka bílastæði við Fellstún 17, um 6,3 metra til suðurs og steypa stétt fyrir framan húsið að austanverðu. Þá er einnig sótt um leyfi til að reisa steyptan vegg frá norðurenda bílskúrs, 10 metra í vestur og 5 metra til suðurs og koma fyrir heitum potti á lóðinni. Erindið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 1. ágúst sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda og undir eftirliti tæknideildar.

7.Skagfirðingabraut 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1602048Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr á lóðinni Skagfirðingabraut 13. Framlagður aðaluppdráttur er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Með vísan í 44. grein skipulagslaga 123/2010 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Frestur til að skila umsögnum var til og með 26. september 2019. Á auglýstum umsagnartíma barst ein umsögn, og var hún án athugasemda við framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrihugaðan byggingarreit á lóðinni í samræmi við kynnt gögn.

8.Helluland land B lóð 2 - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 1809128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi Helgu Óskarsdóttur kt. 310184-3659 og Guðjóns Sveins Magnússonar kt. 250572-4929 varðandi nafngift lóðarinnar Helluland land B lóð 2, í Hegranesi.
Óska þau heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að nefna lóðina Aðalból. Í lögum um örnefni segir að ný örnefni skuli vera í samræmi við staðhætti og örnefnahefð. Ekki er hefð fyrir því að nafn eins og Aðalból sé gefið jörð eða býli sem er skipt úr annarri jörð.
Bæjarheiti með forliðinn aðal- eru upphafleg býli eða höfuðból sveitarinnar. Af þeim sökum myndi nafnið Aðalból sem heiti á lóð úr landi Hellulands í Hegranesi teljast brjóta í bága við þær venjur sem hafa ráðið nafngiftum býla hér á landi og gefa villandi sögulegar upplýsingar.
Af ofangreindum ástæðum hafnar Skipulags- og byggingarnefnd nafninu Aðalból á landinu og óskar eftir nýrri tillögu um nafn á lóðina.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir umsækjendum á að skjóta má málinu til Örnefnanefndar, sem samkvæmt lögum um Örnefnanefnd hefur hún það hlutverk að að úrskurða um nýtt eða breytt bæjarnafn, götunafn eða annað það nafn sem notað er til skráningar á staðfangi hafi risið ágreiningur um það efni og honum verið skotið til nefndarinnar.“

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 94

Málsnúmer 1909012FVakta málsnúmer

94. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 95

Málsnúmer 1909024FVakta málsnúmer

95. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.