Fara í efni

Sólvangur 146579 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1604208

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 286. fundur - 06.05.2016

Halldóra Magnúsdóttir kt. 021041-2899 og Hartmann Páll Magnússon kt. 290744-7259, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sólvangur landnúmer 146579, sækja um leyfi til að skipta landspildu úr landi jarðarinnar. Sótt er um að heiti útskiptu landspildunnar verði Sólvangur land. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Númer uppdráttar er S-01 í verki númer 7759, dagsettur 20. apríl 2016. Einnig óska umsækjendur eftir því að útskipta spildan verði leist úr landbúnaðarnotum. Hlunnindi jarðarinnar fylgja áfram jörðinni Sólvangur, landnr. 146579. Þá óska umsækjendur eftir því að skipulagsyfirvöld staðfesti landamerki jarðarinnar Sólvangs (146579) að jörðunum, Brekkukot (146510) Ósland (146578) og Ósland land (216119).
Fylgjandi umsókn er yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki undirrituð af hlutaðeigandi. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 286. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.