Fara í efni

Hlíðarendi - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1604141

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 286. fundur - 06.05.2016

Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209 þinglýstur eigandi jarðarinnar Hlíðarendi landnúmer 146537, Óslandshlíð í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar. Sótt er um að heiti útskiptu spildunnar verði Hlíðarendi lóð 1. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 72061, dagsettur 14. apríl 2016. Innan lóðarinnar standa, íbúðarhús með matsnúmer 214-3175 og bílskúr með matsnúmer 232-5888. Einnig óska umsækjendur eftir því að útskipta spildan verði leist úr landbúnaðarnotum. Fram kemur í umsókn að öll hlunnindi jarðarinnar ásamt lögbýlarétti fylgi áfram jörðinni Hlíðarendi, landnr. 146537. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 286. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.