Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

260. fundur 22. ágúst 2014 kl. 08:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður tæknisviðs
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deplar (146791)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1408083Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 9 október 2013 var veitt leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsi jarðarinnar. Einnig er sótt um að breyta notkun íbúðarhúss og að aðlaga það að starfsemi veiði og gistiskála. Þá var einnig heimiluð rif á hlöðu og enduruppbygging.
Framlagðir uppdrættir á fundinum voru gerðir á teiknistofunni Kollgátu af Loga Má Einarssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 3. september 2013. Nú liggur fyrir umsókn um áframhaldandi uppbyggingu, áfanga 2 í samræmi við framlagða uppdrætti sem gerðir eru á teiknistofunni Kollgátu af Loga Má Einarssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 29. júlí 2014.
Hér er um verulegar breytingar á áframhaldandi uppbyggingu að ræða frá fyrri umsókn.
Því fer Skipulags- og byggingarnefnd fram á að unnið verði deiliskipulag af jörðinni. Í samræmi við 38. og 40. grein Skipulagslaga heimilar Skipulags- og byggingarnefnd að landeigandi láti vinna deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda.

2.Geldingarholt (146028) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1408081Vakta málsnúmer

Sigurjón Tobíasson kt 081244-5969 og Gerður Hauksdóttir kt. 100549-2719, þinglýstir eigendur jarðarinnar Geldingaholts í Skagafirði (landnr. 146028), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, sem fær heitið Geldingaholt III. Stærð spildunnar er 41.355 m2 og er afmörkun hennar sýnd á meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7162, dags. 13. ágúst 2014. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Geldingaholti, landnr. 146028. Óskað er eftir því að íbúðarhús með fastanúmer 214-0424 og véla/verkfrærageymsla með fastanúmer 214-0425, verði skráð á hið útskipta land. Ennfremur er óskað eftir því að hið útskipta land verði leyst úr landbúnaðarnotum. Samþykkt

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngubrú yfir Fljótaá

Málsnúmer 1407072Vakta málsnúmer

Veiðifélag Miklavatns og Fljótaár sækir um framkvæmdaleyfi til að setja niður göngubrú fyrir veiðimenn yfir Fljótaá í landi Hólakots og Stóru-Þverá samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki RARIK sem er eigandi jarðanna Stóru-Þverár og Hólakots.

4.Skarð land 207858 - Lóðarmál

Málsnúmer 1406190Vakta málsnúmer

Í samræmi við samkomulag milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins Skagafjarðar, dagsett 26. mai 2014, sem gert var vegna lagningu Þverárfjallsvegar samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að Steinull hf verði úthlutuð lóðinni Skarð - land landnúmer 207858. Lóðin er 10.563 m2 að stærð og liggur að lóð Steinullar hf. sunnan Gönguskarðsár.

5.Suðurgata 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1405139Vakta málsnúmer

Hólmfríður Runólfsdóttir eigandi einbýlishúss nr 11 við Suðurgötu sækir hér með um leyfi til að gera breytingu á núverandi geymsluhúsi á lóðinni. Breytingin felst í að stækka geymsluhúsið og hækka þak. Meðfylgjandi uppdrættirnir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing og eru þeir dagsettir 15.05.2014 í verki 0514 teikn.nr. 01.
Stærð húss eftir stækkun verður 21,6 fermetrar. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11 júlí sl var samþykkt að grendarkynna erindið. Niðurstaða grenndarkynningar liggur fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

6.Ríp 2 (146396)- Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1406005Vakta málsnúmer

Birgir Þórðarson kt 070660-5479 þinglýstur eigendur Rípur II, (landnr. 146396) óskar hér með eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhúsi, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 28. maí 2014. Númer uppdráttar er S 101 í verki nr. 7564. Samþykkt

7.Drekahlíð 4 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1405130Vakta málsnúmer

Hjalti Magnússon og Sigurlaug Reynaldsdóttir eigendur einbýlishússins Drekahlíð 4 á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 2,3 metra breikkun til norðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins eins og fram kemur á meðfylgjandi fylgigögnum. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. júlí sl var afgreiðslu erindisins frestað. Erindinu hafnað. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á fyrirhugaða breikkun innkeyrslu þar sem hún hefur í för með sér fækkun almennra bílastæða í götunni.

8.Skipulagsdagurinn 29. ágúst 2014

Málsnúmer 1406261Vakta málsnúmer

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum verður haldinn 29. ágúst næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni Skipulagsdagurinn 2014. Til fundarins er boðið sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í skipulagsnefndum sveitarfélaga, skipulagsfulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem annast skipulagsmál. Fundurinn er að venju haldinn í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að þeir nefndarmenn sem kost eiga sæki fundinn.

9.Eyrarvegur 18 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1406256Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkt 20. ágúst sl byggingaráform vegna viðbyggingar við aðalinngang starfsmannahúss FISK Seafood ehf. Einnig vegna breytinga á innangerð hússins, starfsmanna aðstöðu.

10.Skagfirðingabraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1408033Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 13. ágúst byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga á húsinu. Breytingin felst í að einangra og klæða utan tvíbýlishúsið sem stendur á lóðinni.

11.Umsókn um leyfi fyrir heitum potti Smáragrund 13

Málsnúmer 1407079Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 11. júlí sl leyfi fyrir heitum potti á lóðinn.

12.Víðihlíð 11- Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1406198Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilaði 20 júní sl útlitsbreytingu á einbýlishúsinu að Víðihlíð 11. Breytingin felst í að breyta póstasetningu í þremur gluggum á austurhlið hússins.

13.Deplar 146791 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 1406187Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilaði 24 júní sl niðurrif á gömlu hlöðunni og fjárhúsunum að Deplum. Matshlutar 06, 08 og 12 á jörðinni, matsnúmer 214-3911, 214-3912 og 214-3915.

14.Sæmundargata (143825)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1405220Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 16. júní sl byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga á slökkvistöðinni við Sæmundargötu.

15.Bústaðir II 193157 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1404191Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 23. júní sl byggingaráform vegna byggingar aðstöðuhúss á jörðinni.

16.Ánastaðir 146144 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1405065Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 23. júní sl byggingaráform vegna byggingar íbúðarhúss á jörðinni.

17.Raftahlíð 41 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1405221Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilaði 20 júní sl útlitsbreytingu á raðhúsinu að Raftahlíð 41 Breytingin felst í að heimila glugga á suðurstafn hússins.

18.Hólmagrund 8 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1406096Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 16. júní sl byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga á íbúðarhúsinu nr 8 við Hólmagrund. Breytingin fellst í að að einangra og klæða utan húsið.

19.Brautarholt 146788 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1405182Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 16. júní sl byggingarleyfi vegna útlitsbreytinga á Íbúðarhúsinu að Brautarholti í Haganesvík í Fljótum. Breytingin fellst í að að einangra og klæða utan húsið.

20.Sjávarborg I (145953)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1405116Vakta málsnúmer

Skipulags og byggingarfulltrúi gaf 15. ágúst sl leyfi til að setja niður 9,6 m2 fuglaskoðunarhús í landi Sjávarborgar I (145953).

21.Borgarmýri 5,Gæran - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

Málsnúmer 1407081Vakta málsnúmer

Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi vegna Tónlistarhátiðarinnar Gærunnar 2014. Ekki var gerð athugasemd við umsóknina.

22.Suðurbraut 9 K.S. - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1406173Vakta málsnúmer

Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi Kaupfélags Skagfirðinga fyrir útibú KS. Ekki var gerð athugasemd við umsóknina.

23.Hlíðarendavöllur (143908) - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1406170Vakta málsnúmer

Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Golfklúbb Sauðarkróks að Hlíðarenda, Ekki var gerð athugasemd við umsóknina.

24.Stóra-Seyla - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1405192Vakta málsnúmer

Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Steinunnar F. Ólafsdóttur kt.300157-4169 um rekstrarleyfi fyrir Heimagistingu að Stóru - Seylu. Ekki var gerð athugasemd við umsóknina.

25.Ásgarður (vestri) 178739 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1405125Vakta málsnúmer

Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Önnu Þóru Jónsdóttur kt. 230965-3499 um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Ásgarði-Vestri Ekki var gerð athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:00.