Fara í efni

Geldingarholt (146028) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1408081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 260. fundur - 22.08.2014

Sigurjón Tobíasson kt 081244-5969 og Gerður Hauksdóttir kt. 100549-2719, þinglýstir eigendur jarðarinnar Geldingaholts í Skagafirði (landnr. 146028), óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, sem fær heitið Geldingaholt III. Stærð spildunnar er 41.355 m2 og er afmörkun hennar sýnd á meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7162, dags. 13. ágúst 2014. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Geldingaholti, landnr. 146028. Óskað er eftir því að íbúðarhús með fastanúmer 214-0424 og véla/verkfrærageymsla með fastanúmer 214-0425, verði skráð á hið útskipta land. Ennfremur er óskað eftir því að hið útskipta land verði leyst úr landbúnaðarnotum. Samþykkt

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014

Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.