Fara í efni

Deplar (146791)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1408083

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 260. fundur - 22.08.2014

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 9 október 2013 var veitt leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsi jarðarinnar. Einnig er sótt um að breyta notkun íbúðarhúss og að aðlaga það að starfsemi veiði og gistiskála. Þá var einnig heimiluð rif á hlöðu og enduruppbygging.
Framlagðir uppdrættir á fundinum voru gerðir á teiknistofunni Kollgátu af Loga Má Einarssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 3. september 2013. Nú liggur fyrir umsókn um áframhaldandi uppbyggingu, áfanga 2 í samræmi við framlagða uppdrætti sem gerðir eru á teiknistofunni Kollgátu af Loga Má Einarssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 29. júlí 2014.
Hér er um verulegar breytingar á áframhaldandi uppbyggingu að ræða frá fyrri umsókn.
Því fer Skipulags- og byggingarnefnd fram á að unnið verði deiliskipulag af jörðinni. Í samræmi við 38. og 40. grein Skipulagslaga heimilar Skipulags- og byggingarnefnd að landeigandi láti vinna deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014

Afgreiðsla 260. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.