Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

229. fundur 02. nóvember 2011 kl. 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Dagskrárliðir frá 15-25 eru afgreiðslur byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar.

1.Svæðisskipulag - Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2001 - 2023

Málsnúmer 1110025Vakta málsnúmer

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023. Fyrir liggur erindi Bjarna Kristjánssonar formanns Samvinnunefndar um Svæðisskipulaga Eyjafjarðar. Erindið dagsett 2. okt 2011, og varðar það lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir hvaða áherslur nefndin hefur við gerð skipulagsins, forsendum þess og fyrirliggjandi stefnu og hvernig kynningu verði háttað í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt fram til kynningar.

2.Ysti-Mór (146830) - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1110087Vakta málsnúmer

Ysti-Mór (146830) - Umsókn um uppsetningu minnisvarða. Herdís Á Sæmundardóttir sækir um leyfi fyrir minnisvarða um Flóka Vilgerðarson Hrafna Flóka. Fyrirhuguð staðsetning minnisvarðans er í landi Ysta-Mós vestan vegar númer 787. Framlögð gögn gera grein fyrir staðsetningu og uppbyggingu minnisvarðans og næsta nágrenni hans. Fyrir liggur samþykki landeiganda og umsögn vegagerðar. Erindið samþykkt.

3.Stóra-Holt lóð 1- byggingarreitur, framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1107127Vakta málsnúmer

Stóra-Holt lóð 1- byggingarreitur. Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5039 eigandi lóðarinnar Stóra-Holt 1 220306 í Fljótum sæki um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni. Á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem gerður á Stoð ehf, verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni er gerð grein fyrir byggingarreitnum. Uppdrátturinn er í verki númer 7579 og er hann númer S02, dagsettur 21. júlí 2011. Fyrir liggur umsögn minjavarðar. Erindið samþykkt.

4.Lambanes land 191896- umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1107128Vakta málsnúmer

Lambanes land 191896- umsókn um byggingarreit. Björn R. Arason kt. 310162-4859 eigandi lóðarinnar Lambanes lóð, landnúmer 191896, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni. Á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem gerður á Stoð ehf, verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni er gerð grein fyrir byggingarreitnum. Uppdrátturinn er í verki númer 7164 og er hann númer S 01, dagsettur 21. okt 2011. Fyrir liggur umsögn minjavarðar. Nefndin vill taka fram að ekki er tekin afstaða til aðkomu að lóðinni eins og hún er sýnd á uppdrætti þar sem aðkoman fer yfir lóðir í svokölluðum Valgarðslundi. Erindið samþykkt með framangreindum fyrirvara.

5.Keldudalur 146390 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1110218Vakta málsnúmer

Keldudalur í Hegranesi, Umsókn um byggingarreit. Þórarinn Leifsson kt. 230866-4309, f.h. Keldudals ehf. sem er eigandi jarðarinnar Keldudals (landnr. 146390) Hegranesi Skagafirði, óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit undir mykjutank. Framlagður yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7130, dags. 18. október 2011. Fyrir liggur umsögn minjavarðar. Erindið samþykkt.

6.Ríp 1 146393 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1110244Vakta málsnúmer

Ríp 1 146393 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Birgir Þórðarson kt 070660-5479 og Halldór B. Gunnlaugsson kt. 300969-4699 sækja um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýrrar heimreiðar að íbúðarhúsunum að Ríp I og Ríp II og Rípurkirkju. Framlagður uppdráttur gerir grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi umsagaraðila. Erindið samþykkt.

7.Lóð 51 á Nöfum-Umsókn um lóð

Málsnúmer 1107119Vakta málsnúmer

Lóð 51 á Nöfum (143953)- Sigurður Aadnegard sækir um stækkun lóðarinnar númer 51 á Nöfum. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir þeirri stækkum sem beðið er um. Erindið samþykkt.

8.Fjörður ehf - Umsókn um stöðuleyfi í Varmahlíð

Málsnúmer 1110018Vakta málsnúmer

Fjörður ehf - Umsókn um stöðuleyfi í Varmahlíð. Jón Sigurðsson fh. Fjarðar ehf. sækir um leyfi til að geyma átta vinnubúðaeiningar á landi sveitarfélagsins sunnan lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði 146141. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir staðsetningu gámaeininganna. Stöðuleyfi veitt til eins árs.

9.Ásgeirsbrekka land A (220568) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1109036Vakta málsnúmer

Ásgeirsbrekka land A (220568) - Umsókn um landskipti. Arna Björg Bjarnadóttir kt. 250476-3109 og Halldór Magnússon kt. 020176-5719, þinglýstir eigendur jarðarinnar Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, Skagafirði, landnr, 146402, sækja um með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 6,0 ha. landspildu út úr framangreindri jörð. Landið sem um ræðir, land A, er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 30. ágúst 2011, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169, landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Uppdrátturinn er í verki númer 1130. Erindið samþykkt. Lögbýlarétturinn fylgir áfram landnúmeri 146402.

10.Tumabrekka land 206009 - Umsókn um eyðingu lands.

Málsnúmer 1110260Vakta málsnúmer

Tumabrekka land 206009 - Umsókn um sameiningu lands. Sigrún Hartmannsdóttir kt. 080826-2229 þinglýstur eigandi landsins Tumabrekku land landnúmer 206009 og Hartmann Ásgrímur Halldórsson kt. 010357-4979 þinglýstur eigandi jarðarinnar Tumabrekku, landnúmer 146597 sækja með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að sameina Tumabrekku land, landnúmer 206009, jörðinni Tumabrekku, landnúmer 146597. Á landinu með landnúmerið 206009 sem fyrirhugað er að sameina landnúmerinu 146597 eru skráðar eftirtaldar fasteignir. 214-3515 Einbýli byggt 1949. 214-3526 Hesthús byggt 1979 og 214-3527 Hlaða byggð 1988. Erindið samþykkt.

11.Tumabrekka land 1 (220569) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1110261Vakta málsnúmer

Tumabrekka land 1 (220569) - Umsókn um landskipti. Hartmann Ásgrímur Halldórsson kt. 010357-4979 þinglýstur eigandi jarðarinnar Tumabrekku, landnúmer 146597 sækir með vísan til II og IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að Skipta út, Tumabrekku land 1, 255,20 m² landi út úr jörðinni Tumabrekku, landnúmer 146597. Á 255,20 m² landinu stendur íbúðarhús byggt árið 1949, fastanúmer 214-3515. Undir umsóknina skrifar Sigrún Hartmannsdóttir kt. 080826-2229 þinglýstur eigandi íbúðarhússins. Einnig óskað eftir lausn landsins úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun fylgja landinu með landnúmerið 146597.Erindið samþykkt.

12.Tumabrekka land 2 (220570) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1110262Vakta málsnúmer

Tumabrekka land 2 (220570) - Umsókn um landskipti. Hartmann Ásgrímur Halldórsson kt. 010357-4979 þinglýstur eigandi jarðarinnar Tumabrekku, landnúmer 146597 sækir með vísan til II og IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að Skipta út, Tumabrekku land 2, 31.122,4 m² landi út úr jörðinni Tumabrekku, landnúmer 146597. Landið sem hér um ræðir er án húsa og annarra mannvirkja. Einnig óskað eftir lausn landsins úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun fylgja landinu með landnúmerið 146597. Erindið samþykkt.

13.Staða vinnu við nýja byggingarreglugerð

Málsnúmer 1110247Vakta málsnúmer

Jón Örn gerði grein fyrir fundi byggingarfulltrúa í Reykholti á haustdögum og stöðu vinnu við gerð nýrrar byggingarreglugerðar.

14.Lög um mat á umhverfisáhrifum - beiðni um umsögn.

Málsnúmer 1110217Vakta málsnúmer

Lög um mat á umhverfisáhrifum - beiðni um umsögn. Bréf Írisar Bjargmundardóttur fh. ráðherra Umhverfisráðuneytisins dagsett 20. október sl. lagt fram til kynningar. Erindið varðar drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Lagt fram til kynningar.

15.Enni 146406 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1110105Vakta málsnúmer

Enni í Viðvíkursveit, Skagafirði (146406). Byggingarleyfisumsókn Eindísar Kristjánsdóttur kt. 150152-3489, dagsett 6. október 2011. Umsókn um leyfi til að byggja aðstöðuhús á jörðinni. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 11. október 2011.

16.Kirkjutorg -Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109123Vakta málsnúmer

Kirkjutorg (143550) á Sauðárkróki. Byggingarleyfisumsókn Vicki Marlene O" Sheakt. kt. 021158-2249, dagsett 13. september 2011. Umsókn um leyfi til að breyta útliti og innra skipulagi hússins, sem áður hýsti pósthús. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 10. október 2011.

17.Melkot (212964)-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1110085Vakta málsnúmer

Melkot (212964) í Skagafirði. Byggingarleyfisumsókn Birnu Halldórsdóttur kt. 031147-3369 dagsett 3. október 2011. Umsóknin um leyfi fyrir bygginu bílageymslu ásamt tengibygginu við núverandi einbýlishús. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20.10.2011.

18.Skólagata 1-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1108211Vakta málsnúmer

Skólagata 1 á Hofsós. Byggingarleyfisumsókn Ingvars Daða Jóhanssonar kt. 060982-5979, f.h. björgunarsveitarinnar Grettis kt. 600488-1399, dagsett 24. ágúst 2011. Umsókn um leyfi til að byggja við húsnæði björgunar og slökkvistöðvar. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 25.10.2011.

19.Starrastaðir land 1(220303)-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1109274Vakta málsnúmer

Starrastaðir land 1 (220303). Byggingarleyfisumsókn Maríu I Reykdal kt. 250258-4109, dagsett 20. sept. 2011. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Starrastaðir land 1 (220303) sem verið er að stofna úr landi Starrastaða(146225) í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 24.10.2011.

20.Lónkot 146557 -Umsagnarbeiðni rekstarleyfi

Málsnúmer 1109272Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina

21.Stóra-Vatnsskarð- umsagnarb.vegna rekstarleyfi

Málsnúmer 1109093Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina

22.Borgarmýri 1-Umsagnarb.vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1108333Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina

23.Bjarnargil -umsókn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1109252Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina

24.Heimavist FNV-umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1109285Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina

25.Bakkaflöt lóð - Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1107009Vakta málsnúmer

Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr 85/2007. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina

Fundi slitið.