Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

672. fundur 18. september 2014 kl. 09:00 - 09:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fundir með sveitarstjórnum haustið 2014

Málsnúmer 1409136Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 16. september 2014, varðandi fundi sveitarstjórna með nefndinni haustið 2014 í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2015.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að fá fundartíma 8. október n.k. fyrir hádegi. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að vera í samskiptum við nefndasvið Alþingis.

2.Aðalfundarboð 2014

Málsnúmer 1409109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð samtakanna Landsbyggðin lifir. Aðalfundurinn verður haldinn 28. september 2014. Sjá nánar á heimasíðu samtakanna http://landlif.is

3.Umsókn um afslátt af sorpgjöldum

Málsnúmer 1409145Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Margréti Ernu Blomsterberg, kt. 031242-3479, dagsett 27. ágúst 2014, þar sem hún óskar eftir afslætti af sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi vegna fasteignarinnar Skógarstígur 4 (214-0810), Varmahlíð.
Byggðarráð hafnar beiðni um lækkun sorpgjalda.

4.Umsókn um styrk til útgáfu Króksbókar II

Málsnúmer 1409152Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 16. september 2014, frá Króksbókarnefnd Rotaryklúbbs Sauðárkróks um styrk til útgáfu Króksbókar II.
Byggðarráð samþykkir að veita klúbbnum útgáfustyrk að upphæð 320.000 kr. sem tekinn er af fjárhagslið 21890.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

5.Verið Vísindagarðar - aðalfundarboð 2014

Málsnúmer 1409132Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. september 2014, þar sem boðað er til aðalfundar Versins Vísindagarða ehf. þann 2. október 2014.
Byggðarráð samþykkir að Gunnsteinn Björnsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum, vegna upphaflegs hluts sveitarfélagsins og hluts sem Skagafjarðarveitur ehf. keyptu í upphafi og er nú í eigu sveitarfélagsins.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Leiðrétting vegna nýrra kjarasamninga 2014

Málsnúmer 1409103Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun 2014.
Lagt er til að hækka laun og launatengd gjöld fjárhagsáætlunar 2014 um 51 milljón króna vegna nýrra kjarasamninga sem gerðir hafa veríð á árinu og hækka útsvarstekjur um sömu upphæð. Niðurstaða breytinganna á rekstrarreikning 2014 er 0 kr.

Málaflokkur 00-Skatttekjur, útsvarstekjur hækka um 51 milljón króna.

Laun og launatengd gjöld breytast í eftirtöldum málaflokkum. Upphæðir í þúsundum króna:
02-Félagsþjónusta, hækkun 15.084
04-Fræðslu- og uppeldismál, hækkun 50.789
05-Menningarmál, hækkun 4.932
06-Æskulýðs- og íþróttamál, hækkun 4.554
07-Brunamál og almannavarnir, hækkun 1.053
09-Skipulags- og byggingarmál, hækkun 1.080
10-Umferðar- og samgöngumál, hækkun 18
11-Umhverfismál, hækkun 1.152
13-Atvinnumál, hækkun 747
21-Sameiginlegur kostnaður, hækkun 6.534
22-Breyting lífeyrisskuldbindinga, hækkun 15.000
27-Óvenjulegir liðir, lækkun 56.000
31-Eignasjóður, hækkun 549
33-Þjónustustöð, hækkun 1.305
41-Hafnarsjóður, hækkun 432
53-Fráveita, hækkun 873
67-Skagafjarðarveitur, hækkun 2.898

Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

7.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 1409111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu, dagsett 11. september 2014, þar sem tilkynnt er um að Hafnarsjóður Skagafjarðar fái greiddar 950.901 kr. vegna innheimtu á sérstöku strandveiðigjaldi til hafna á tímabilinu 1. maí - 31. ágúst 2014.

8.Stóra-Brekka 146903 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1409150Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 15. september 2014, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Stóru-Brekku, landnúmer 146903. Seljandi er Arnbjörg Lúðviksdóttir, kt. 141061-2759. Kaupandi er Fljótabakki ehf., kt. 531210-3520.

9.Tímatákn ehf - ársreikningur 2013

Málsnúmer 1409098Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Tímatákns ehf. fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 09:55.