Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

420. fundur 12. janúar 2022 kl. 16:15 - 16:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson 1. varam.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Regína Valdimarsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Bjarni Jónsson taka þátt í fundi í gegnum fjarfundabúnað.
Í upphafi fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum fundargerð frá 998. fundi byggðarráðs sem haldinn var fyrr í dag. Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 996

Málsnúmer 2112022FVakta málsnúmer

Fundargerð 996. fundar byggðarráðs frá 22. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 996 Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar; Guðlaugur Skúlason, Sveinn F. Úlfarsson og Steinar Skarphéðinsson auk Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps. Einnig Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri. Öll tóku þau þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað nema Steinar.
    Rætt um framtíðar tilhögun sorpmála í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi og væntanlega könnun hjá íbúum í dreifbýli í Skagafirði um framkvæmd sorphirðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 996. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 996 Lagt fram minnisblað um endanlegar niðurstöður úr útboði trygginga fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð en yfirferð tilboðsgagna er lokið.
    Lægstbjóðandi var Vátryggingafélag Íslands og lagt er til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
    Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, VÍS, og felur sveitarstjóra að undirrita tryggingasamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 996. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • 1.3 2112160 Allir vinna
    Byggðarráð Skagafjarðar - 996 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjárlaganefnd Alþingis og þingmenn alla að beita sér fyrir framlengingu á átakinu Allir vinna til a.m.k. eins árs. Í verkefninu felst 100% endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnið hefur skilað auknum umsvifum og atvinnu með afar jákvæðum hætti á mjög mikilvægum tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Bókun fundar Afgreiðsla 996. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 996 Lagt fram ódagsett bréf frá húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar, móttekið 14. desember 2021, varðandi fjármál félagsheimilisins og tekjutap vegna viðvarandi samkomutakmarkana.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 996. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 996 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. desember 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2021, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana (leyfisveiting til bráðabirgða)". Umsagnarfrestur er til og með 05.01.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 996. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 996 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2021 frá Persónuvernd, þar sem kynnt er að ársskýrsla Persónuverndar 2020 sé komin út og hana að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Í ársskýrslunni má meðal annars finna tölfræðilegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk formála forstjóra, þar sem farið er yfir helstu verkefni og það sem efst var á baugi á árinu. Þar er jafnframt að finna helstu verkefni Persónuverndar vegna COVID-19 árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 996. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 997

Málsnúmer 2201001FVakta málsnúmer

Fundargerð 997. fundar byggðarráðs frá 5. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 997 Tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur. "Í ljósi covid stöðunnar í samfélaginu og sérstaklega í ljósi þess að starfsmenn leikskóla og grunnskóla sveitarfélaganna hafa fæstir fengið 3ja skammt bóluefnis og eiga ekki að fá þann örvunarskammt fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar, þá legg ég til að Sveitarfélagið Skagafjörður geri skýlausa kröfu á að þessir starfsmenn fái 3ju bólusetningu umsvifalaust."

    Gísli Sigurðsson, Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson óska bókað:
    Í ljósi umræðu um að hraða bólusetningum starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sér í lagi þeim er vinna í grunn- og leikskólum, viljum við leggja fram eftirfarandi bókun.

    Mikilvægi bólusetninga hefur sannað sig á síðustu mánuðum og er er afar brýnt að starfsmenn sveitarfélagsins verði sem fyrst bólusettir með örvunarskammti gegn COVID-19. Um það eru allir sammála.
    Þann 26. desember sl. sendi áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði, fulltrúum þess og sveitarstjóra, tölvupóst þess efnis að kallað yrði til byggðarráðsfundar sem fyrst til að óska eftir við heilbrigðisyfirvöld að bólusetningum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, sér í lagi í leik- og grunnskólum, yrði flýtt umfram þær áætlanir sem heilbrigðisyfirvöld hafa þegar gefið út.
    Daginn eftir, þann 27. desember, svarar formaður byggðarráðs tölvupóstinum eftir samtal við sveitarstjóra og leggur til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir upplýsingum um stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki (HSN) sem og að málið verði tekið fyrir á almannavarnarnefndarfundi þar sem það eigi betur heima þar. Sama dag samþykkir áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra tillögur formanns byggðarráðs.
    Seinna sama dag, 27. desember, koma umbeðnar upplýsingar frá HSN þar sem fram kom staða bólusetninga og örvunarbólusetninga meðal starfsmanna leik- og grunnskóla. Fundur í almannavarnarnefnd var haldinn daginn eftir þar sem sóttvarnalæknir HSN fór yfir stöðu mála og útskýrði m.a. ástæður þess að umræddur tími væri á milli bólusetninga. Einnig kom fram á þeim fundi að sóttvarnalæknir HSN teldi sig ekki geta farið gegn fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis og heilbrigðisyfirvalda varðandi tímasetningar bólusetninga og bólusetningaráætlun.
    Að mati undirritaðra var, eftir fund almannavarnarnefndar þar sem áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra á sæti, komin niðurstaða í umrædda beiðni enda ljóst að ekki var hægt að breyta bólusetningaráætlun sóttvarnayfirvalda eingöngu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    Það sem kemur fram í færslu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra á Facebook þann 29. desember um málið, þar sem því er haldið fram að ekki hafi verið vilji hjá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista að taka málið fyrir, er því rangt og skilningur undirritaðra var að samstaða væri um þann feril sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra hafði samþykkt 27. desember.
    Byggðarráð og sveitarstjórn hafa frá upphafi Covid-faraldursins lagt sig fram um að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda í einu og öllu, enda mikið undir hjá sveitarfélaginu og samfélaginu öllu að faglega verði unnið gegn þessari miklu vá. Um þetta hefur verið einhugur í sveitarstjórn. Það er mikilvægt að sveitarstjórn og byggðarráð haldi áfram á þeirri vegferð og standi með heilbrigðisyfirvöldum næstu mánuði sem vonandi verða þeir síðustu í baráttunni við COVID-19. Því verður að teljast sérstakt að þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar frá HSN á fundi almannavarnanefndar skuli fulltrúi Vinstri grænna og óháðra birta færslu sína og halda áfram að ræða um að mikilvægt sé að byggðarráð þrýsti á að heilbrigðisyfirvöld í Skagafirði breyti út af þeirri áætlun sem sóttvarnalæknir hefur gefið út og fari þannig jafnframt á skjön við öll önnur sveitarfélög landsins. Að mati undirritaðra er réttur ferill slíkra mála á borði Kennarasambandsins, þar sem fulltrúi Vinstri grænna og óháðra á aðkomu, eða á borði stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem oddviti Vinstri grænna og óháðra í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar situr.
    Jafnframt er athyglisvert að lesa að fulltrúi Vinstri grænna og óháðra haldi því fram að engin læknisfræðileg rök séu fyrir ákvörðuninni um tímasetningar örvunarbólusetningar og má velta fyrir sér hvaða rök áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í byggðarráði og fulltrúi sveitarfélagsins í almannavarnarnefnd haldi að ráði þar för.
    Það er mikilvægt að byggðarráðsfulltrúar fari með rétt mál og því miður var ekki svo í umræddu tilfelli. Það er ekki góður bragur á því fyrir byggðarráðsfulltrúa að þurfa að sverja af sér sakir í bókunum byggðarráðs en stundum ganga menn of langt í skrifum sínum og var það raunin að þessu sinni hjá fulltrúa Vinstri grænna og óháðra.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Bókun vegna bókunar þriggja byggðaráðsfulltrúa í fundargerð byggðaráðs Skagafjarðar 997 liður 1
    Í 26. grein sveitarstjórnarlaga er kveðið á um rétt fulltrúa til „að fá bókaðar í fundargerð stuttar athugasemdir um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru.“ Sú greinargerð sem færð var inn í fundargerð er ekki slík bókun, en þar var í löngu máli fjallað með heldur rislitlum hætti um byggðaráðsfulltrúann Álfhildi Leifsdóttur í bland við fróðleiksmola úr hirslum höfunda um sóttvarnarfræði og bólusetningar sem báru þess augljós merki að mega við frekari lestri heimilda.
    Fyrir það fyrsta vill undirritaður mótmæla því að skilningur sveitarstjórnarlaganna varðandi ritun bókanna í fundargerðir sé ekki virtur og hvetur fulltrúa til að láta af slíku og þá sem þess eiga að gæta á fundum, að fundargerðir séu færðar í samræmi við samþykktir, hefðir og reglur um þau efni. Í öðru lagi er gerð athugasemd við þá háttsemi að leggja svo að einum fulltrúa í greinargerðinni, sem raun ber vitni og minnt á mikilvægi þess að fulltrúar fjalli málefnalega um fundarefni og auðsýni hverjir öðrum virðingu í umfjöllun sinni.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum

    Stefán Vagn Stefánsson tók til máls.

    Afgreiðsla 997. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 997 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2021 frá Lionshreyfingunni á Íslandi og Blindrafélaginu. Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu "Rauða fjöðrin". Nú hefur Lionshreyfingin og Blindrafélagið tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Biðlað er til sveitarfélaganna í landinu um að leggja málinu lið með fjárframlagi við leggjum áherslu á að sem flestir taki þátt og átakið verði því þjóðarátak, varðandi fjárhæð þá höfum við horft til kr. 50.000 til kr. 250.000. framlagi frá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Í framhaldinu verður leitað til fyrirtækja og að lokum til almennings með sölu á rauðu fjöðrinni. Þörfin er brýn.
    Byggðarráð samþykkir að leggja 100.000 kr. til átaksins og tekið af fjárhagslið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 997. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 997 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 570 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Lántaka langtímalána 2022" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 997 Lögð fram Húsnæðisáætlun 2022 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Húsnæðisáætlun 2022 - Sveitarfélagið Skagafjörður" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 997 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. desember 2021 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 233/2021, "Áform um lagasetningu um breytingu á lögum um póstlögum ef þörf verður á.". Umsagnarfrestur er til og með 09.01.2022.
    Byggðarráð leggur áherslu á að við breytingar á lögum um póstþjónustu verði horft til jöfnunar á kostnaði við dreifingu póstsins óháð landsvæðum, þannig að kostnaður sé sá sami um land allt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 997. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 997 Lagður fram til kynningar kaupsamningur milli Ó.K. gámaþjónustu ehf. og sveitarfélagins um kaup á eignum Flokku ehf. ásamt leigusamningi milli framangreindra aðila á fasteigninni Borgarteigur 12 þar sem Ó.K. gámaþjónusta ehf. mun starfrækja móttökustöð úrgangs þar til niðurstaða hefur fengist í væntanlegt útboð vegna sorpmála í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 997. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 998

Málsnúmer 2201006FVakta málsnúmer

Fundargerð 998. fundar byggðarráðs frá 12. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 998 Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar Háskólans á Hólum, Erla Björk Örnólfsdóttir rektor og Bjarni Kristófer Kristjánsson og Stefán Óli Steingrímsson til viðræðu um starfsemi skólans. Bókun fundar Afgreiðsla 998. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • 3.2 2201081 Viljayfirlýsing
    Byggðarráð Skagafjarðar - 998 Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa unnið að undirbúningi breytinga húsnæðis og lóðar fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð. Hófst vinnan í kjölfar samþykktar viljayfirlýsingar í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga frá haustinu 2019 um að stefnt skyldi að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir skólana á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Sérstök verkefnisstjórn hefur haft umsjón með vinnunni en hún er skipuð skólastjórum skólanna þriggja, fræðslustjóra, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, auk framkvæmdastjóra beggja sveitarfélaga.
    Afurð vinnunnar er nú að líta dagsins ljós en í kjölfar þarfagreiningar, vinnslu nýrra raunteikninga af byggingu og lóð, kynnisferðar í nokkra skóla og íbúafunda þar sem allir íbúar og hagaðilar gátu komið sínum sjónarmiðum og áherslum á framfæri, liggja nú fyrir aðaluppdrættir af breytingum á húsnæði Varmahlíðarskóla ásamt nýrri viðbyggingu. Þar er áhersla lögð á fjölbreytt og öflugt skólastarf í takt við kröfur og þarfir nútímans og til fyrirsjáanlegrar framtíðar, ásamt því sem hönnunin miðar að því að byggingarnar veiti svigrúm til þess að þær geti þjónað sem ákveðinn miðpunktur samfélagsins í framhéraði Skagafjarðar og verði vettvangur þar sem kynslóðir geti mæst. Enn fremur er horft til þess að íbúaþróun verði jákvæð og til uppbyggingar í Varmahlíð en samkvæmt nýju aðalskipulagi á að úthluta um 30 nýjum lóðum þar á næstu misserum. Gerir hönnun nýrra skólamannvirkja ráð fyrir að nemendafjöldi skólanna geti aukist um allt að 50% frá því sem nú er, en nemendur í leikskólanum Birkilundi eru í dag 37 og 104 stunda nám í Varmahlíðarskóla. Er þessi áætlun um aukinn nemendafjölda jafnframt í anda áherslu sveitarfélaganna á að Varmahlíð verði áfram miðstöð og þjónustukjarni framhéraðs Skagafjarðar þar sem á annað þúsund íbúar búa í dag. Hönnunaruppdrættir verða á næstu dögum lagðir fram til kynningar á heimasíðum sveitarfélaganna tveggja, auk þess sem þeir munu verða til sýnis í húsnæði skólanna í Varmahlíð.
    Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Núverandi sveitarstjórnir eru sammála um að leiði niðurstaða kosninga á meðal íbúa til sameiningar þeirra þá muni þau sameiningarfjárframlög sem renna til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til þess að hraða uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Sveitarfélögin eru jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrkja ekki aðeins hraðari uppbyggingu í Varmahlíð heldur veita þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðárkróki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.
    Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur til að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Viljayfirlýsing" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 998 Unnið er að stofnun veiðifélags með Sjálfseignarstofnuninni Eyvindarstaðaheiði um Aðalsmannsvatn (Bugavatn) (ISN93: 479.628, 525.432) , Bugalæk, (Vopnalækur, Opnilækur) Bugakvísl-eystri og vestri. Blönduvatn ( ISN93: 475.171, 517.300), Þúfnavatn (ISN93: 477.385, 507.638) og Þúfnalæk (Þúfnavatnslækur).
    Byggðarráð samþykkir stofnun veiðifélagsins og að Björn Ólafsson og Kári Gunnarsson verði aðalmenn í stjórn félagsins og Björn Grétar Friðriksson og Aron Pétursson til vara. Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 998 Lögð fram bókun 417. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 18. nóvember 2022. Byggðarráð hefur fjallað um erindið sem varðar umsókn Kaupfélags Skagfirðinga um lóðina Aðalgötu 16c og sameiningu lóðarinnar við lóð Aðalgötu 16b. Verði af þessu er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c, auk þess sem komið hefur fram í svörum frá félaginu að það hyggist útbúa bílastæði á lóðinni sem myndu þjóna herbergjum sem ætluð eru fötluðu fólki í gistiheimili á Aðalgötu 16b. Byggðarráð leitaði jafnframt álits atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á málinu en í bókun frá 95. fundi nefndarinnar kemur fram að hún taki vel í hugmyndir um flutning Maddömukots af núverandi lóð. Að höfðu samráði við forstöðumenn Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga leggur nefndin til að skoðað verði að flytja húsið á Tengilsreitinn, Aðalgötu 24. Nefndin leggur til að skýrsla um framtíðarsýn um sýningarhald Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem var til umfjöllunar á 93. fundi nefndarinnar þann 21. október sl. verði höfð til hliðsjónar við hönnun svæðisins. Jafnframt bendir nefndin á að skylt er að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands þar sem húsið er aldursfriðað. Nefndin óskar eftir því að vinna tillöguna um heildarhönnun svæðisins og nýtingu Maddömukots í samráði við byggðarráð.
    Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti mögulegan flutning hússins og vísar skoðun þess efnis til deiliskipulagsgerðar svæðisins í kringum Aðalgötu 24 sem unnin verður á vegum skipulags- og byggingarnefndar. Byggðarráð leggur til að hönnun svokallaðs Tengilsreits verði unnin í samráði við atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það í huga að Maddömukot geti nýst sýningarhaldi á vegum Byggðasafns Skagfirðinga. Þá áréttar byggðarráð að skylt sé að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands þar sem húsið er aldursfriðað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 998. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 998 Byggðarráð samþykkir að svohljóðandi tillögu verði vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar:
    Lagt er til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps laugardaginn 19. febrúar 2022 verði eftirtaldir:
    Skagasel, Bóknámshús FNV, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Félagsheimilið Ketilás.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Kjörstaðir v sameiningar, 19. febr. 2022" síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 998 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. janúar 2022 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 238/2021, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011". Umsagnarfrestur er til og með 14.01.2022. Áformað er að breyta sveitarstjórnarlögum á þann veg að mælt verði með skýrari hætti fyrir um hvaða reglur skuli gilda um íbúakosningar.
    Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 998. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • 3.7 2104179 Orkufundur 2021
    Byggðarráð Skagafjarðar - 998 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. janúar 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga, sem stóð til að halda í maí á síðasta ári en var frestað, verður haldinn í fjarfundi föstudaginn 14. janúar 2022 milli 10:00 - 12:00. Yfirskrift fundarins er Orka og matvælaframleiðsla. Bókun fundar Afgreiðsla 998. fundar byggðarráðs staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. Janúar 2022 með níu atkvæðum.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 95

Málsnúmer 2112021FVakta málsnúmer

Fundargerð 95. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 95 Erindinu vísað frá 922. fundi byggðarráðs þann 01. desember 2021 til umsagnar með tilliti til verndarsvæðis í byggð og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í hugmyndir um flutning Maddömukots af núverandi lóð. Að höfðu samráði við forstöðumenn Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga leggur nefndin til að skoðað verði að flytja húsið á Tengilsreitinn, Aðalgötu 24. Nefndin leggur til að skýrsla um framtíðarsýn um sýningarhald Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem var til umfjöllunar á 93. fundi nefndarinnar þann 21. október sl. verði höfð til hliðsjónar við hönnun svæðisins. Jafnframt bendir nefndin á að skylt er að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands þar sem húsið er aldursfriðað. Nefndin óskar eftir því að vinna tillöguna um heildarhönnun svæðisins og nýtingu Maddömukots í samráði við byggðarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 95 Tekinn fyrir samningur um rekstur félagsheimilisins Bifrastar við Króksbíó ehf., dagsettur 10. desember 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 95 Tekinn fyrir samningur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs við Miðtón ehf., dagsettur 30. nóvember 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 95 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Írísi Jónsdóttur f.h Jólatrésnefndar Fljótamanna dagsett 1.desember 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefnd Fljótamanna um 50.000 kr. með fyrirvara um að viðburðurinn verði haldinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 95 Lögð fram fundargerð frá samráðsfundi Fagráðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra með sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.

5.Félags- og tómstundanefnd - 297

Málsnúmer 2112002FVakta málsnúmer

Fundargerð 297. fundar félags- og tómstundanefndar frá 22. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Kynntar voru reglur um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021. Styrkurinn er veittur af félagsmálaráðuneytinu og er afmörkuð og tímabundin ráðstöfun til að bregðast við áhrifum COVID-19. Upphæð styrksins getur numið allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn. Félags- og tómstundanefnd hvetur foreldra og forráðamenn til að kynna sér forsendur og viðmið styrksins og sækja um eftir atvikum. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Rætt um starf félagsmiðstöðvar á Hofsósi. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að endurskoða starfið í samráði við nemendurna sjálfa, forráðamenn og starfsmenn grunnskólans. Nefndin samþykkir málið. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Kynnt var fundargerð Ungmennaráðs frá 26. október s.l. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða Ungmennaráðinu til fundar í janúar n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Sviðstjóri kynnti skipulag sviðsins ásamt starfsáætlun næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 297 Tvö mál lögð fyrir nefndina. Öðru synjað og hitt samþykkt, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 174

Málsnúmer 2112003FVakta málsnúmer

Fundargerð 174. fundar fræðslunefndar frá 14. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 174 Fræðslustjóri kynnti umbætur í leikskólanum Ársölum og sagði frá breytingum sem hafa verið innleiddar og það sem framundan er. Nefndin fagnar þessum umbótum og hlakkar til að fá að fylgjast með framvindu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar fræðslunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 174 Ályktun bæjarráðs Árborgar lögð fram til kynningar. Hún fjallar um þau stóru verkefni sem framundan eru í fjölgun leikskólarýma í landinu með hliðsjón af lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar fræðslunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 174 Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna lagðar fram til kynningar. Heilt yfir eru niðurstöður kannana mjög jákvæðar fyrir starfsemi leikskólanna. Fræðslunefnd þakkar það góða starf sem unnið er í leikskólum Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar fræðslunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 174 Starfsáætlanir leikskólanna lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar fræðslunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 174 Kynntar voru niðurstöður ytra mats Menntamálastofnunar í umboði menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á starfi Varmahlíðarskóla. Ytra mat þetta er framkvæmt í samræmi við grunnskólalög. Heilt yfir kemur matið mjög vel út og skólastarf er til mikillar fyrirmyndar samkvæmt niðurstöðum matsins. Fræðslunefnd þakkar gott skólastarf sem unnið er í Varmahlíðarskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar fræðslunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 174 Sviðstjóri kynnti starfsemi og skipulag fjölskyldusvið sem og starfsáætlun næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar fræðslunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 420

Málsnúmer 2112013FVakta málsnúmer

Fundargerð 420. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 7.1 2105295 Sveinstún
    Skipulags- og byggingarnefnd - 420 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Sveinstún á Sauðárkróki.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjafa frá Stoð að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 420. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 420 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Árkíll 2 á Sauðárkróki. Um er að ræða skipulagsbreytingu vegna stækkunnar á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Árkíll 2 Deiliskipulag, síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 420 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Skólagötu á Hofsós sem er tilkomið vegna fyrirhugaðra framkvæmda við leik- og grunnskólann á lóðinni.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjafa frá Stoð að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 420. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 420 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag fyrir Flæðagerði.
    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 420. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 421

Málsnúmer 2112019FVakta málsnúmer

Fundargerð 421. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 22. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 421 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna ásamt hönnuði úr innsendum athugasemdum í samræmi við ákvörðun nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 421 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi þann 10. september 2021, tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og var tillagan auglýst frá og með 20. október 2021 til og með 3. desember 2021 samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Ábendingar og eða athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:

    Samgöngustofu

    Umhverfisstofnun

    Veðurstofu Íslands

    Drangey- smábátafélags Skagafjarðar

    Vegagerðin

    Dögun rækjuvinnsla

    Farið var yfir samantekt á innsendum ábendingum/athugasemdum við auglýsta deiliskipulagstillögu.
    Í samræmi við 42. gr. skipulagslaga var Skipulagsstofnun send tillagan.
    10.12.2021 barst Sveitarfélaginu Skagafirði bréf Skipulagsstofnunar varðandi tillöguna þar sem stofnunin gerir athugasemdir í samræmi við 42.gr skipulagslaga.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur ráðgjöfum og skipulagsfulltrúa að vinna úr framkomnum athugasemdum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 421 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að fara yfir tillöguna á grundvelli innsendra athugasemda/ábendinga. Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 422

Málsnúmer 2112024FVakta málsnúmer

Fundargerð 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 7. janúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2107132 - Brúarland L146511 - Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt
    Guðmundur Sverrisson kt. 291066-3219 sækir fh.Makíta ehf. Kt 6510171300 sem er eigandi lögbýlisins Brúarland L146511 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 39,0 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði dagsettur 4.8.2021 gerður af Skógræktinni, Bergsveini Þórssyni. Skipulagsfulltrúi hefur óskað umsagnar Minjavarðar Norðurlands vestra varðandi ætlaða framkvæmd og barst svar 10.desember sl. Í svari minjavarðar kemur m.a. fram að fara skuli fram fornleifaskráning á samningssvæði skógræktar til þess að hægt sé að taka afstöðu til áhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á minjar.

    Þar sem ekki liggur fyrir fornleifaskráning á fyrirhuguðu samningssvæði til skógræktar frestar nefndin afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2109129 - Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði
    Málið áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefnd 1.10.2021, þá bókað:
    „Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.“
    Í dag liggur fyrir tölvupóstur frá Helga Degi Gunnarssyni formanni Víðigrundar 14-16, dagsettur 1.12. sl. Þar sem m.a kemur fram ósk um að afstaða verði tekin til hluta erindis sem var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 1.10. sl., sem er tillaga á færslu gangstéttar um 3 metra til vesturs til að liðka fyrir umferð um Víðigrundina vegna aðkomu að leikskóla á lóðinni númer 7B við Víðigrund og vegna vinnu við endurbætur hússins Víðigrund 14-16 sem séu að hefjast.

    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á því svæði sem liggur austan Skagfirðingabrautar og afmarkar lóðir fjöleignahúsa við Víðigrund.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliða"Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði"síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2106050 - Sauðárkrókur 218097 - Túnahverfi, opið svæði

    Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 25.ágúst og 4. nóvember 2021. Þá bókað. "Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir reisingu leiksvæðis á svæði austan Gilstúns. Meðfylgjandi teikning, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu dagssett 7.okt 2021 og sýnir staðsetningu leiktækisins og einnig er meðfylgjandi velvild íbúa sem eiga aðliggjandi lóðir að opna svæðinu þar sem leiktækið mun standa. Leiktækin eru vottuð og af viðurkenndri gerð. Nefndin frestar afgreiðslu."
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2103327 - Varmahlíð iðnaðarsvæði 146141 ? Lóðarmál
    Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. apríl 2019, þá bókað: „Fyrirliggjandi er umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs fh. sveitarfélagsins um heimild til girða af núverandi móttökusvæði, gámasvæði, fyrir sorp í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nákvæmari tillögu að staðsetningu og skoða jafnframt lóðarmál þeirra fasteigna sem eru á umræddu svæði.“
    Málið aftur á dagskrá nefndarinnar 1. október 2021, þá bókað:
    „Lagðar fram tillögur að lóðarblöðum fyrir lóðirnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 og Varmahlíð iðnaðarsvæði L146142 auk afstöðumyndar með hæðarlegu vegna Sorpmóttökulóðar í Varmahlíð. Þá liggur fyrir fundarsamþykkt lóðarhafa lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 dags. 17. mars s.l. þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við afmörkun þeirrar lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.“
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar Varmahlíð iðnaðarsvæði L146141 eins og hún kemur fram á lóðarblaði sem dagsett er 6. janúar 2022 og felur skipulagsfulltrúa að endurnýja lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2111104 - Elivogar 146024 - Umsókn um landskipti

    Undirrituð, Elín H. Sæmundsdóttir kt. 010352-3049, Herdís Á. Sæmundardóttir kt.300754-4309, Hafsteinn Sæmundsson kt.180256-3939, Gunnhildur M. Sæmundsdóttir kt.220557-4729, Margrét Sæmundsdóttir kt.271260-5639, Hermann Sæmundsson kt.190665-3139, Anna E. Sæmundsdóttir kt.141166-4929, Ágúst Jónsson kt.030751-7369, Bryndís Bjarnadóttir kt.271253-3119, Elvar E. Einarsson kt.141172-3879 og Sigríður Fjóla Viktorsdóttir kt.061173-4989. Þinglýstir eigendur jarðarinnar Elivoga í Skagafirði, landnúmer 146024, sækja um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta tveim landspildum úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing kt. 120379-4029. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7016, dags. 20. sept. 2021. Óskað er eftir að útskiptu landspildurnar fái heitin Elivogar 1 og Elivogar 2.
    Elivogar 2 er 79,1 ha.
    Elivogar 1 er 59,7 ha.
    Elivogar, landnúmer 146024, verður 163,4 ha, eftir útskiptingu landsins.
    Ofangreind landskipti samræmast Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Einar Eðvald Einarsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2110234 - Hyrnan L229511 - Umsókn um byggingarreit og byggingarleyfi
    Björn Ófeigsson kt. 181251-2399 eigandi Hyrnunar L 229511 óskar eftir heimild til þess að stofna byggingarreit fyrir geymsluskýli á landinu. skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 731702 dags. 19.09.2021. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni.
    Meðfylgjandi eru yfirlýsingar eigenda aðliggjandi landa þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd. Einnig meðfylgjandi jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422


    Thelma Sif Magnúsdóttir kt. 1002874049, fh. Sif snyrtistofu kt. 5302200440 og Magnús Ingvarsson kt. 1711613249, eigendur Borgarteigs 1A óska eftir að gerð verði bílastæði, skammtímastæði sunnan lóðarinnar Borgarteigs 1. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu. Einnig meðfylgjandi yfirlýsing eigenda annarra séreignahluta í húsi þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemdir við ætlaðar framkvæmdir.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

    Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.


    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2112088 - Sjávarborg I 145953 - Umsókn um landskipti
    Undirritaðar, Heiðbjört Kristmundsdóttir kt. 1908493179, Guðrún B Kristmundsdóttir kt. 1910534949 og Bryndís H Kristmundsdóttir kt. 1109587069 þinglýstir eigendur jarðarinnar , Sjávarborg I í Borgarsveit (landnr.145953), óskum hér með eftir heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að stofna þrjár lóðir úr landi jarðarinnar með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum nr. 1459/151 og laga nr 123/2010. Sótt er um að útskiptu lóðirnar fái heitin.

    „Sjávarborg 1A “. Innan lóðarinnar standa MHL 05, fjöleignahús og MHL 13, bílskúr.
    „Sjávarborgarkirkja “. Innan lóðarinnar stendur Sjávarborgarkirkja , í dag skráð MHL 07 í landi Sjávarborgar III, landnr. 145956
    „Sjávarborg-fuglaskoðunarhús “. Engin mannvirki skráð innan lóðarinnar.

    Meðfylgjandi lóðarblöð gera grein fyrir umbeðnum landskiptum:
    Sjávarborg 1A, lóðarblað dagsett 01.12.2021, unnið á Eflu Verkfræðistofu (verk 8836-001), af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur kt. 311273-3109.
    Sjávarborg-fuglaskoðunarhús, lóðarblað dagsett 01.12.2021, unnið á Eflu Verkfræðistofu (verk 8836-001), af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur kt. 311273-3109.
    Sjávarborgarkirkja, lóðarblað dagsett 24.06.2020 unnið af Ríkiseignum.
    Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
    Landheiti útskiptra lóða vísa í heiti upprunalands. Ekki eru önnur landnúmer í sveitarfélaginu skráð með sömu staðvísum.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
    Lögbýlaréttur fylgir áfram jörðinni Sjávarborg L145953.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.



    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2112089 - Litla-Gröf land 213680 - Umsókn um landskipti
    Ómar B. Jensson kt. 190468-4299 og Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 sækja fh. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Litla-Gröf L213680 um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 31,8 ha. landspildu út úr landi jarðarinnar. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 6.12.2021 gerður af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389 hjá FRJ ehf. Uppdrátturinn er í verki nr. VV014 útgáfa 02. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.




    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 2112114 - Hof 1 (228171) - Umsókn um breytta skráningu lands
    Friðrik Steinsson kt. 1209683199, og Judith Lucia Bischof kt. 2011854169, eigendur mannvirkja og ábúendur á landinu Hof 1, L228171 óska eftir að landið verði skráð jörð. Einnig skrifar undir erindið Marvin Ívarsson fyrir hönd landeigna, Ríkissjóðs Íslands.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.






    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 Efni: Áform um stækkun íbúðarhúss á Suðurgötu 22 á Sauðárkróki
    Undirrituð, Þórunn Halldórsdóttir kt. 180259-5709, lóðarhafi Suðurgötu 22 á Sauðárkróki (landnúmer 143799 og fasteignanúmer 2132289) áformar að að stækka núverandi íbúðarhús að Suðurgötu 22. Íbúðarhúsið á Suðurgötu 22 er byggt 1920 og er 66,2 m² að stærð. Lóðin er ekki innan verndarsvæðis í byggð en er innan hugsanlegrar stækkunar á því. Samkvæmt ofanflóðahættumati er hættumatslína A ofanvert á lóðinni. Fyrirhugað er að stækka húsið um allt að 120 m² á einni til tveimur hæðum. Við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar verður hugað að því að hún falli vel að arkitektúr núverandi íbúðarhúss og yfirbragði svæðisins. Viðbygging verður að öllu leyti innan byggingarreits og utan hættumatslínu A. Einnig er gert ráð fyrir möguleika á bílastæði innan lóðar. Undirrituð óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til ofangreindra áforma. Ef sveitarfélagið er jákvætt gagnvart stækkuninni verður hafist handar við hönnun hússins og í framhaldinu leitað viðeigandi leyfa til framkvæmda. Virðingarfyllst Þórunn Halldórsdóttir Kt. 180259-5709 Skildinganesi 18, 102 Reykjavík

    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og leggur til að skipulagsfulltrúi afli frekari gagna varðandi ofanflóðahættu á lóðinni hjá Veðurstofu Íslands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 422 Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar varðandi starfrænt skipulag. Bókun fundar Afgreiðsla 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 186

Málsnúmer 2112009FVakta málsnúmer

Fundargerð 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. desember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 420. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. StefánVagn Stefánsson, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Fundargerðir nr. 437, 438, 439 og 440 frá stjórn Hafnarsambands Íslands lagðar fram til kynningar. Einnig var farið yfir dóm frá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 8. nóvember sl. þar sem úrskurðað var um ágreining Hafnarsjóðs Norðurþings og rekstraraðila í Húsavíkurhöfn.

    Hafnarstjóri og sviðsstjóri fara yfir dóminn. Dómur þessi hefur fordæmisgildi.

    Dagur Þór Baldvinsson sat fundinn undir þessum lið
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 227/2021, Áform um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2013.

    Hafnarstjóri fór yfir breytingar á hafnarlögum. Hafnarsamband Íslands skilar inn umsögn um málið fyrir allar hafnir.
    Nefndin gerir ekki athugasemdir við verklagið.

    Dagur Þór Baldvinsson sat fundinn undir þessum lið
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Vegagerðin svaraði fyrirspurn sveitarfélagsins þann 11.11.2021 og gerir ekki athugasemdir við framkomnar hugmyndir en bendir á að sækja þarf um formlegt leyfi til framkvæmda.

    Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Steinull og skipulagsfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur fjallað um þær breytingar sem framundan eru í úrgangsmálum í kjölfar nýlegra lagabreytinga. Stjórnin áréttar að mikilvægt er fyrir sveitarfélögin að hefja nú þegar undirbúning að gildistöku lagabreytinganna og uppfærslu svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim og nýlega samþykktri stefnu um meðhöndlun úrgangs. Öll útboð sem framundan eru, er varða söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs, þurfa að taka tillit til umræddra lagabreytinga.

    Nefndin felur sviðsstjóra að upplýsa þá sem koma að útboðsgerð sorphirðu í Skagafirði um þessar umræddu lagabreytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Vegagerðin tilkynnir niðurfellingu eftirtalinna vega af vegaskrá þar sem þar er ekki lengur föst búseta
    Brennigerðisvegur (7486-01)
    Messuholtsvegur (7788-01)
    Sleitustaðavegur (7750-01)
    Hraunavegur (7899-01)

    Umhverfis- og samgöngunefnd minnir á að þegar engin föst búseta er lengur á býlum, falla afleggjarar út af vegaskrá. Flytji fólk aftur á býlin ber þeim að tilkynna Vegagerðinni strax um breytinguna og mun þá vegurinn aftur verða tekinn inn í vegaskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Málið var áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar á 184. fundi þann 20. okt. síðastliðinn og á dagskrá á fundi nr. 416 sveitarstjórnar þann 27. okt.

    Sviðsstjóri og sveitarstjóri funduðu með Vegagerðinni og fengu frekari upplýsingar um stöðu skilavega og skilin á Hofsósbraut til sveitarfélagsins. Vegagerðin endurtók tilboð sitt um skilin á veginum með þeim viðhaldsframkvæmdum og fjármunum til viðhalds á ljósastaurum og umferðaröryggismannvirkjum eins og áður hefur komið fram.

    Nefndin lýsir ánægju sinni með framvindu málsins og felur sviðsstjóra og sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • 10.7 2112066 Styrkbeiðni
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Erna Geirsdóttir f.h. Skógræktarfélgs Skagafjarðar sækir um styrk að upphæð 500.000 kr. til skógarhöggs og stígagerðar í reit félagsins norðan Hofs í Varmahlíð og til plöntunar í Brúnaskógi.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 186 Á 991. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. nóvember 2021 var tekið fyrir neðangreint erindi.

    Lagt fram bréf dagsett 15. nóvember 2021 frá Norðurá bs. þar sem stjórn Norðurár bs. óskar samþykkis aðildarsveitarfélaganna, að Norðurá bs. verði mótaðili Flokkunar Eyjafjörður ehf. við gerð svæðisáætlunar sem taki við af þeirri sem nú er í gildi fyrir tímabilið 2015-2026.

    Byggðarráð samþykkti erindið fyrir sitt leiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 186. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022 með níu atkvæðum.

11.Lántaka langtímalána 2022

Málsnúmer 2201038Vakta málsnúmer

Samþykkt á 997. fundi byggðarráðs þann 5. janúar 2022 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 570 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Húsnæðisáætlun 2022 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2112166Vakta málsnúmer

Vísað frá 997. fundi byggðarráðs frá 5. janúar 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð Húsnæðisáætlun 2022 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkæðum.

13.Viljayfirlýsing

Málsnúmer 2201081Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa unnið að undirbúningi breytinga húsnæðis og lóðar fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð. Hófst vinnan í kjölfar samþykktar viljayfirlýsingar í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga frá haustinu 2019 um að stefnt skyldi að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir skólana á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Sérstök verkefnisstjórn hefur haft umsjón með vinnunni en hún er skipuð skólastjórum skólanna þriggja, fræðslustjóra, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, auk framkvæmdastjóra beggja sveitarfélaga.

Afurð vinnunnar er nú að líta dagsins ljós en í kjölfar þarfagreiningar, vinnslu nýrra raunteikninga af byggingu og lóð, kynnisferðar í nokkra skóla og íbúafunda þar sem allir íbúar og hagaðilar gátu komið sínum sjónarmiðum og áherslum á framfæri, liggja nú fyrir aðaluppdrættir af breytingum á húsnæði Varmahlíðarskóla ásamt nýrri viðbyggingu. Þar er áhersla lögð á fjölbreytt og öflugt skólastarf í takt við kröfur og þarfir nútímans og til fyrirsjáanlegrar framtíðar, ásamt því sem hönnunin miðar að því að byggingarnar veiti svigrúm til þess að þær geti þjónað sem ákveðinn miðpunktur samfélagsins í framhéraði Skagafjarðar og verði vettvangur þar sem kynslóðir geti mæst. Enn fremur er horft til þess að íbúaþróun verði jákvæð og til uppbyggingar í Varmahlíð en samkvæmt nýju aðalskipulagi á að úthluta um 30 nýjum lóðum þar á næstu misserum. Gerir hönnun nýrra skólamannvirkja ráð fyrir að nemendafjöldi skólanna geti aukist um allt að 50% frá því sem nú er, en nemendur í leikskólanum Birkilundi eru í dag 37 og 104 stunda nám í Varmahlíðarskóla. Er þessi áætlun um aukinn nemendafjölda jafnframt í anda áherslu sveitarfélaganna á að Varmahlíð verði áfram miðstöð og þjónustukjarni framhéraðs Skagafjarðar þar sem á annað þúsund íbúar búa í dag. Hönnunaruppdrættir verða á næstu dögum lagðir fram til kynningar á heimasíðum sveitarfélaganna tveggja, auk þess sem þeir munu verða til sýnis í húsnæði skólanna í Varmahlíð.

Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Núverandi sveitarstjórnir eru sammála um að leiði niðurstaða kosninga á meðal íbúa til sameiningar þeirra þá muni þau sameiningarfjárframlög sem renna til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til þess að hraða uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Sveitarfélögin eru jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrkja ekki aðeins hraðari uppbyggingu í Varmahlíð heldur veita þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðárkróki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.
Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur til að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 1901165Vakta málsnúmer

Unnið er að stofnun veiðifélags með Sjálfseignarstofnuninni Eyvindarstaðaheiði um Aðalsmannsvatn (Bugavatn) (ISN93: 479.628, 525.432) , Bugalæk, (Vopnalækur, Opnilækur) Bugakvísl-eystri og vestri. Blönduvatn ( ISN93: 475.171, 517.300), Þúfnavatn (ISN93: 477.385, 507.638) og Þúfnalæk (Þúfnavatnslækur).
Byggðarráð samþykkir stofnun veiðifélagsins og að Björn Ólafsson og Kári Gunnarsson verði aðalmenn í stjórn félagsins og Björn Grétar Friðriksson og Aron Pétursson til vara. Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til staðfestingar sveitarstjórnar

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

15.Kjörstaðir v sameiningar, 19. febr. 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Vísað frá fundi byggðarráðs frá 12. janúar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað.
"Byggðarráð samþykkir að svohljóðandi tillögu verði vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar:
Lagt er til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps laugardaginn 19. febrúar verði eftirtaldir:
Skagasel, Bóknámshús FNV, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Félagsheimilið Ketilás."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Staðfesting kjörskrár við sameiningarkosningar 19. febr 2022

Málsnúmer 2201086Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna kosninga um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps laugardaginn 19. febrúar 2022: Að staðfesta kjörskrá, úrskurða um breytingar á kjörskrá og leiða til lykta önnur þau mál sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar vegna kosninganna.

17.Árkíll 2 Deiliskipulag

Málsnúmer 2111140Vakta málsnúmer

Visað frá 420. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. janúar 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Árkíll 2 á Sauðárkróki. Um er að ræða skipulagsbreytingu vegna stækkunnar á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er framlögð deiliskipulagstillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

18.Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði

Málsnúmer 2109129Vakta málsnúmer

Visað frá 422. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. Janúar 2022 til afgeiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Málið áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefnd 1.10.2021, þá bókað:
„Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.“
Í dag liggur fyrir tölvupóstur frá Helga Degi Gunnarssyni formanni Víðigrundar 14-16, dagsettur 1.12. sl. Þar sem m.a kemur fram ósk um að afstaða verði tekin til hluta erindis sem var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 1.10. sl., sem er tillaga á færslu gangstéttar um 3 metra til vesturs til að liðka fyrir umferð um Víðigrundina vegna aðkomu að leikskóla á lóðinni númer 7B við Víðigrund og vegna vinnu við endurbætur hússins Víðigrund 14-16 sem séu að hefjast.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á því svæði sem liggur austan Skagfirðingabrautar og afmarkar lóðir fjöleignahúsa við Víðigrund.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að hafin verði deiliskipulagsvinna á því svæði sem liggur austan Skagfirðingabrautar og afmarkar lóðir fjöleignahúsa við Víðigrund, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Endurtilnefning varaáheyrnarfulltr. Byggðalista í veitunefnd

Málsnúmer 2112115Vakta málsnúmer

Á 419. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2021 var Jón Einar Kjartansson ranglega kjörinn varaáheynarfulltrúi Byggðalista í Veitunefnd. Þetta leiðréttist hér með og Jón Einar Kjartanssson er tilnefndur varamaður Byggðalista í Veitunefnd.

Samþykkt með níu atkvæðum.

20.Fundagerðir FNV 2021

Málsnúmer 2101007Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 13. október 2021 lögð fram til kynningar á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022

21.Fundagerðir Norðurá 2021

Málsnúmer 2101008Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Norðurár bs. frá 2. september 2021 og fundargerð 100. fundar stjórnar Norðurár bs. frá 14. desember 2021 lagðar fram til kynningar á 420. fundi sveitararstjórnar 12. janúar 2022

22.Fundagerðir stjórnar SÍS 2021

Málsnúmer 2101003Vakta málsnúmer

904. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. desember 2021 lögð fram til kynningar á 420. fundi sveitarstjórnar 12. janúar 2022

Fundi slitið - kl. 16:52.