Fara í efni

Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði

Málsnúmer 2109129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 413. fundur - 01.10.2021

Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.

Skipulags- og byggingarnefnd - 422. fundur - 07.01.2022

2109129 - Víðigrund 14 og 16 - Lóðarmál og bílastæði
Málið áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefnd 1.10.2021, þá bókað:
„Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.“
Í dag liggur fyrir tölvupóstur frá Helga Degi Gunnarssyni formanni Víðigrundar 14-16, dagsettur 1.12. sl. Þar sem m.a kemur fram ósk um að afstaða verði tekin til hluta erindis sem var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 1.10. sl., sem er tillaga á færslu gangstéttar um 3 metra til vesturs til að liðka fyrir umferð um Víðigrundina vegna aðkomu að leikskóla á lóðinni númer 7B við Víðigrund og vegna vinnu við endurbætur hússins Víðigrund 14-16 sem séu að hefjast.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á því svæði sem liggur austan Skagfirðingabrautar og afmarkar lóðir fjöleignahúsa við Víðigrund.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 420. fundur - 12.01.2022

Visað frá 422. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 7. Janúar 2022 til afgeiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Málið áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefnd 1.10.2021, þá bókað:
„Lagt fram til kynningar erindi formanna húsfélaga fjöleignahúss númer 14 og 16 við Víðigrund dagsett 13. september 2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.“
Í dag liggur fyrir tölvupóstur frá Helga Degi Gunnarssyni formanni Víðigrundar 14-16, dagsettur 1.12. sl. Þar sem m.a kemur fram ósk um að afstaða verði tekin til hluta erindis sem var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 1.10. sl., sem er tillaga á færslu gangstéttar um 3 metra til vesturs til að liðka fyrir umferð um Víðigrundina vegna aðkomu að leikskóla á lóðinni númer 7B við Víðigrund og vegna vinnu við endurbætur hússins Víðigrund 14-16 sem séu að hefjast.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á því svæði sem liggur austan Skagfirðingabrautar og afmarkar lóðir fjöleignahúsa við Víðigrund.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að hafin verði deiliskipulagsvinna á því svæði sem liggur austan Skagfirðingabrautar og afmarkar lóðir fjöleignahúsa við Víðigrund, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.