Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

20. fundur 13. desember 2023 kl. 16:25 - 19:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit að taka fyrir með afbrigðum mál nr. 2310018 Gjaldskrá gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis og þjónustugjöld 2024.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 70

Málsnúmer 2311012FVakta málsnúmer

Fundargerð 70. fundar byggðarráðs frá 15. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagt fram minnisblað, dagsett 7. nóvember 2023, þar sem farið er yfir rafrænar undirritanir sem til stendur að taka upp í skjalakerfi sveitarfélagsins OneSystems. Kaupa þarf viðbótareiningu OneSign sem mun nýtast starfsmönnum og nefndum til undirritunar á skjölum, teikningum og fundargerðum.
    Sigfús Ólafur Guðmundsson kom til fundarins undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir yfirfærslu í rafrænt undirritunarkerfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Málið áður á dagskrá 69. fundar byggðarráðs þann 8. nóvember 2023. Magnús Jónsson veðurfræðingur óskar eftir styrk vegna kaupa og uppsetningu á sólskinsmæli sem áformað er að setja upp í Skagafirði. Rekstur tækjanna yrði í umsjá Veðurstofu Íslands.
    Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru sólskinsstundamælingar einungis gerðar á fjórum stöðum á landinu í dag, í Reykjavík, á Akureyri, við Mývatn og á Höfn í Hornafirði. Þeir mælar voru kostaðir og eru reknir af Veðurstofu Íslands. Áform um frekari mælingar hafa verið reifaðar en ekki komist til framkvæmda vegna takmarkaðra fjárráða Veðurstofunnar.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja kaupin að upphæð kr. 300 þúsund gegn mótframlagi annarra aðila sem tilgreindir eru í styrkumsókn. Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. nóvember 2023, frá forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra með beiðni um að fá lánaðan hvítabjörn sem felldur var í Fljótunum 1986. Hugmyndin er að hafa hann til sýnis í salnum í húsakynnum Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
    Byggðarráð fagnar frumkvæðinu og samþykkir lán fyrir sitt leyti. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning þar að lútandi við Náttúrustofu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. nóvember 2023, frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem tilkynnt er að búið sé að opna fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Framlögin eru veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.
    Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 22. janúar 2024.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa umsóknir í sjóðinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lögð fram umsókn um endurnýjun samnings, dagsett 8. nóvember 2023, um rekstur sundlaugarinnar á Sólgörðum frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026 frá Sótahnjúki ehf.
    Byggðarráð samþykkir að boða umsækjendur til fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 13. nóvember 2023, frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem fulltrúar frá sveitarfélaginu Skagafirði eru boðaðir til fundar með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Fundurinn verður haldinn 17. nóvember 2023 kl 9 þar sem fjallað verður um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna þátttakendur frá byggðarráði inn á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 17. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. nóvember 2023.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lögð fram gjaldskrá fráveitu- og tæmingu rotþróa fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 19. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 9. nóvember 2023.
    Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Erindið var fullafgreitt á fundi sveitarstjórnar þann 15. nóvember 2023
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar-, og Egilsstaðaflugvelli, 127. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist berist eigi síðar en 24. nóvember nk.
    Byggðarráð fagnar þingsályktunartillögunni og áréttar að sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeilt að lendingarskilyrði á vellinum eru með því besta sem gerist á landinu. Þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu. Þá má benda á í ljósi mögulegs eldsumbrotatímabils sem gæti varað næstu áratugi á Reykjanesskaga að það er þjóðhagslega mikilvægt og brýnt til að tryggja öryggi í millilandaflugi að bæta aðstæður á Alexandersflugvelli og byggja hann upp sem varaflugvöll. Hann gæti sem slíkur þjónað bæði farþegaflugi og flugfrakt komi upp alvarlegt rof á samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, sem hljóðar eftirfarandi:
    Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar-, og Egilsstaðaflugvelli, 127. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist berist eigi síðar en 24. nóvember nk.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar fagnar þingsályktunartillögunni og áréttar að sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeilt að lendingarskilyrði á vellinum eru með því besta sem gerist á landinu. Þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu. Þá má benda á í ljósi mögulegs eldsumbrotatímabils sem gæti varað næstu áratugi á Reykjanesskaga, að það er þjóðhagslega mikilvægt og brýnt til að tryggja öryggi í millilandaflugi að bæta aðstæður á Alexandersflugvelli og byggja hann upp sem varaflugvöll. Hann gæti sem slíkur þjónað bæði farþegaflugi og flugfrakt komi upp alvarlegt rof á samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli.
    Samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2023 þar sem félags- og vinnumálaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 230/2023 „Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks“.
    Umsagnarfrestur er til og með 23. nóvember 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 231/2023 „Áform um lagasetningu um breytingu á ýmsum lögum vegna þjóðlendna (starfslok óbyggðanefndar o.fl.)“.
    Umsagnarfrestur er til og með 20. nóvember 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 70 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2023 þar sem félags- og vinnumálaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 232/2023 „Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks“.
    Umsagnarfrestur er til og með 8. desember 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 71

Málsnúmer 2311022FVakta málsnúmer

Fundargerð 71. fundar byggðarráðs frá 20. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 2.1 2311162 Trúnaðarmál
    Byggðarráð Skagafjarðar - 71 Eitt mál tekið fyrir, sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 71. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 72

Málsnúmer 2311023FVakta málsnúmer

Fundargerð 72. fundar byggðarráðs frá 22. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Fjallað um mögulegar nýframkvæmdir 2024. Undir þessum dagskrárlið komu til fundarins Ingvar Páll Ingvarsson og Jón Örn Berndsen frá veitu- og framkvæmdasviði. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2024. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis og þjónustugjöld 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár sem samþykkt var á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lögð fram gjaldskrá vegna kauptaxta veiðimanna refa og minka en gjaldskráin var samþykkt á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lagt fram erindi frá Friðbirni Ásbjörnssyni framkvæmdastjóra FISK Seafood ehf., dags. 22. nóvember 2023, þar sem sveitarfélaginu Skagafirði er boðinn forkaupsréttur að Lundey SK-4.
    Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál, frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 1. desember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 230/2023, "Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Umsagnarfrestur er til og með 23.11.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að til umfjöllunar sé á Alþingi þingsályktun sem fjallar um þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Um afar mikilvægt mál er að ræða.
    Ekki er síður brýnt áður en Alþingi lýkur umfjöllun sinni um þingsályktunartillöguna að tryggt sé að málið sé allt unnið í nánu samstarfi við sveitarfélögin í landinu sem bera eins og málum er skipað í dag ríka ábyrgð í þjónustu við fatlað fólk. Málefni fatlaðs fólks voru flutt frá ríki til sveitarfélaga 2011. Þá var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur af hálfu Íslands 2016 en fullgilding hans kallaði m.a. á breytingar á lögum um þjónustu við fatlað fólk. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október 2018 og leystu af hólmi eldri lög frá 1992.
    Í dag liggur fyrir að veruleg vanfjármögnun er af hálfu ríkisins þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk og er um fleiri milljarða króna að ræða á ári hverju. Í sveitarstjórnarlögum er lögð sú skylda á ríkið að kostnaðarmeta þau verkefni sem sveitarfélögum er falið að sinna með lögum enda megi ætla að um fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin verði að ræða. Þjónustan innan þessa mikilvæga málaflokks er stórlega vanfjármögnuð af hálfu ríksins og hefur slæm áhrif á sjálfbærni sveitarfélaganna í rekstri. Ljóst er að lítill ávinningur er af því fyrir ríkið og samfélagið í heild að sveitarfélög reki verkefni með halla eða taki að sér verkefni sem ekki eru fjármögnuð.
    Í þingsályktunartillögunni er að finna fjölmargar aðgerðir og verkefni sem að óbreyttu verða unnin af hálfu sveitarfélaganna í landinu. Fram kemur í tillögunni að stefnt sé að því að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili og til undirbúnings því hafi verið skipaður vinnuhópur fulltrúa fjölmargra ráðuneyta og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Athygli vekur að enginn fulltrúi er tilgreindur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni á þeirri tilhögun og ítrekar nauðsyn náins samráðs allra hlutaðeigandi aðila og að fjármögnun allra aðgerða sem innleiða á séu kostnaðarmetnar og tryggðar að fullu. Það liggur ekki fyrir í þessu máli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • 3.9 2301002 Ábendingar 2023
    Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ábendingar sem hafa borist í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins sl. mánuð og viðbrögð við þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. nóvember 2023, þar sem upplýst er um vinnu sem unnin hefur verið af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stöðunnar sem upp er komin í Grindavík. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 72 Lagður fram til kynningar póstur frá Jafnréttisstofu, dags. 10. nóvember 2023, þar sem vakin er athygli á mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 73

Málsnúmer 2311028FVakta málsnúmer

Fundargerð 73. fundar byggðarráðs frá 29. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Auglýst var eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði með umsóknarfresti til og með 22. nóvember sl. Alls bárust 9 umsóknir um stöðuna.
    Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið en Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tók þátt í afgreiðslunni sem varamaður hennar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við þrjá af umsækjendunum og boða þá á fund byggðarráðs á næstu vikum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundar við byggðarráð undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi og rekstur fornleifadeildar safnsins undanfarin ár og fjallaði um það sem framundan er og forsendur rekstrar næstu ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Ingvar Páll Ingvarsson og Jón Örn Berndsen frá veitu- og framkvæmdasviði koma til fundarins undir þessum dagskrárlið þar sem fjallað var um mögulegar nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni á árinu 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lagt fram erindi frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Flugklasans Air 66N, dags. 24. nóvember 2023. Í erindinu er greint frá því að Akureyrarbær og nokkur önnur sveitarfélög hafi endurskoðað afstöðu sína til áframhaldandi fjárhagslegs stuðnings við Flugklasann á árinu 2024. Er í því ljósi óskað eftir því að Skagafjörður taki fyrri ákvörðun sína til endurskoðunar og haldi áfram að styðja Flugklasann á árinu 2024.
    Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun að skipa eigi starfshóp sem vinnur að beinu flugi um Akureyrarflugvöll til framtíðar með áherslu á sértækt markaðsstarf, innviði og vöruþróun. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og vísar ákvörðuninni til gerðar fjárhagsáætlunar. Skagafjörður hefur styrkt Flugklasann frá árinu 2011. Ekki verður um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks, dags. 22. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir því að gerður verði skriflegur samningur á milli félagsins og sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot fjáreigendafélagsins af hólfi vestan Sauðárkróks en félagið hefur haft afnot af hólfinu um margra ára skeið.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lagt fram erindi frá verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 22. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að loka fyrir bílaumferð við Skagfirðingabraut og Aðalgötu, frá Ráðhúsi að gatnamótum Aðalgötu og Sævarstígs, sem og Bjarkarstíg að gatnamótum við Skógargötu, laugardaginn 2. desember nk. frá kl. 15-17 vegna hátíðarhalda í tengslum við tendrun ljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi. Fyrir liggur samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir þessari lokun.
    Einnig tekin fyrir beiðni verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 20. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að loka hluta Bjarkarstígs á Sauðárkróki í desember og fyrstu vikuna í janúar líkt og gert var fyrir ári síðan vegna jólaports við bakaríið. Forsvarsmenn Sauðárkróksbakarís, myndlistarfélagins Sólons og Sauðárkrókskirkju hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu sinni til þessarar tímabundnu lokunar.
    Byggðarráð samþykkir umbeðnar götulokanir fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lögð fram samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl.
    Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samþykkt um hunda- og kattahald , síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lögð fram gjaldskrá vegna kauptaxta veiðimanna refa og minka en gjaldskráin var samþykkt á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir að gjaldskráin hækki um 4,9% á árinu 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Byggðarráð beinir því jafnframt til landbúnaðarnefndar að vinna drög að reglum um refa- og minkaveiði í Skagafirði sem í kjölfarið verði teknar til afgreiðslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kauptaxti veiðimanna, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skattekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar, t.d. hvað varðar landstærð, fjölda þéttbýliskjarna, tekjugrundvöll o.fl.
    Eins og birtingarmynd nýs líkans er í dag virðast millistór, fjölkjarna og landmikil sveitarfélög ekki fá hærri framlög en í eldra kerfi sem vekur nokkra undrun. Þá gerir nýtt líkan ekki ráð fyrir að hagkvæmni stærri sveitarfélaga með íbúafjölda 20-40 þúsund íbúa sé mikið meiri en millistóru, fjölkjarna, landmiklu sveitarfélaganna. Það vekur jafnframt furðu.
    Með hliðsjón af nýju framlagi vegna höfuðstaðaálags / til sveitarfélaga með borgarvægi, vill byggðarráð Skagafjarðar minna á að nokkur sveitarfélög á landsbyggðinni eru í dag að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til. Rökstyðja þarf betur hverjar þær sérstöku aðstæður eru hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ sem kalla á sérstakt framlag umfram það sem ætti að veita til annarra sveitarfélaga vítt og breytt um landið. Einnig kallar álagsprósentan á sérstakan rökstuðning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál, frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
    Byggðarráð Skagafjarðar gerir athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.
    Í fyrsta lagi er eðlilegt að frumvarpið endurspegli stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi gistináttagjalds í samvinnu við ferðaþjónustuna og sveitarfélög landsins með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af gjaldtökunni.
    Í öðru lagi vinnur frumvarpið mjög gegn því að dreifa ferðamönnum um landið, álagi vegna þeirra og tekjum, með því að fella á brott tollfrelsi til handa skemmtiferðaskipum í innanlandssiglingum. Þar er átt við skip sem taka farþega um borð hér á landi, sigla með þá á milli hafna hér á landi og skila þeim aftur í land hér á landi, oft kölluð leiðangursskip. Verði frumvarpið að lögum er viðbúið að þessi minni skip hætti að koma til landsins. Dreifing ferðamanna um landið mun þannig minnka verulega, tekjur hafna og ferðaþjónustufyrirtækja skerðast og tekjur ríkisins í formi vitagjalds mun einnig skerðast. Minni hafnir landsins og svæði eins og Norðurland vestra verður af mikilvægum tekjum af komu ferðamanna sem mun hafa áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á svæðum sem síst mega við slíkri tekjuskerðingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 238/2023, "Skilgreining á opinberri grunnþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 07.02. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2023, "Drög að reglugerð um áætlun eignarmarka". Umsagnarfrestur er til og með 07.12.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 245/2023, "Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg". Umsagnarfrestur er til og með 22.12.2023.
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir skoðun smábátafélagsins Drangeyjar og FISK Seafood á áhrifum af drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg á fiskveiðar og fiskvinnslu í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 73 Lagt fram til kynningar minnisblað, dags. 21. nóvember 2023, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað er um nýja spá Hagstofu Íslands um efnahagsþróun til næstu ára. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 74

Málsnúmer 2312001FVakta málsnúmer

Fundargerð 74. fundar byggðarráðs frá 6. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Ingvar Páll Ingvarsson og Jón Örn Berndsen frá veitu- og framkvæmdasviði komu til fundarins undir þessum dagskrárlið þar sem fjallað var um mögulegar nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni á árinu 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Farið yfir fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2024-2027 eftir yfirferð fagnefnda yfir fjárhagsáætlun frá því að fyrri umræða hennar var samþykkt í sveitarstjórn. Ásta Ólöf Jónsdóttir, aðalbókari sveitarfélagsins, og Anna Karítas Ingvarsdóttir, bókari, komu til fundarins undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
    Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 25. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Þrjár ábendingar bárust.
    Byggðarráð samþykkir stefnuna með áorðnum breytingum í kjölfar ábendinga sem bárust inn frá íbúum. Stefnan verður endurskoðuð árlega lögum samkvæmt í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Snemma árs 2007 tók óbyggðanefnd til meðferðar svæði 7A, vestanvert Norðurland, syðri hluti. Með úrskurði nefndarinnar í máli 5/2008, dags. 19. júní 2009, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ákveðið land innan þess svæðis væri þjóðlenda. Með bréfi óbyggðanefndar, dags. 1. júlí 2020, var íslenska ríkinu tilkynnt að nefndin hefði ákveðið að nýta heimild sína skv. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1009, sbr. 4. gr. laga nr. 34/2020, og taka til meðferðar tiltekin svæði í landshlutum þar sem málsmeðferð nefndarinnar er annars lokið, þar sem óbyggðanefnd hafi gert athugasemd við kröfugerð ráðherra í tilteknum málum. Í kjölfarið skilaði íslenska ríkið kröfulýsingu, dags. 18. janúar 2021, þar sem þess er m.a. krafist að landsvæði sem nefnt er norðurmörk þjóðlendunnar Hraunanna sé þjóðlenda.
    Byggðaráð mótmælir framkomnum kröfum íslenska ríkisins og bendir á að málsmeðferð á þessu svæði hafi verið lokið með úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, sem kveðinn var upp þann 19. júní 2009. Hið umþrætta landsvæði „Norðurmörk Hraunanna“ féll utan kröfugerðar ríkisins í því máli og hefur ríkið því viðurkennt beinan eignarrétt sveitarfélagsins að því. Hefur Lögmannstofu Ólafs Björnssonar verið falið að annast vörn f.h. sveitarfélagsins fyrir óbyggðanefnd, og halda eignaréttindum sveitarfélagsins að hinu umþrætta svæði „Norðurmörk Hraunanna“ til haga.“
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Fræðslunefnd hefur undanfarin misseri haft til skoðunar fyrirkomulag skólahalds starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal og framhaldið því sl. vikur í samræmi við bókun nefndarinnar frá 17. apríl sl. þar sem nefndin samþykkti að skoða hvernig skólastarfi verði best fyrir komið á Hólum. Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Í ljósi fárra nemenda við yngsta stig starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska framangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á. Þá þarf jafnframt að líta til rekstrarlegra og kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að byggja upp og reka þrjá öfluga grunnskóla og er sameining Grunnskólans austan Vatna undir eina starfsstöð liður í því. Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og að frá og með skólaárinu 2024-2025 muni kennsla grunnskólabarna eingöngu fara fram á Hofsósi. Fræðslunefnd mun á næstu mánuðum leggja fram tillögur um hvernig hægt verði að tryggja gott samstarf á milli leik - og grunnskóla og aukið aðgengi að frístundaiðkun fyrir alla nemendur. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs og leggur jafnframt til við ráðið að í fjárhagsáætlun 2024 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við lagfæringu aðgengismála við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem lokið verði við sumarlok 2024. Samhliða verði lokið við hönnun á nýju íþróttahúsi og gagngerum endurbótum á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Þá verði svo fljótt sem hægt er hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahúss í samræmi við sjónarmið sem komu fram á fundi með starfsfólki Grunnskólans austan Vatna og foreldrum fyrir skemmstu."
    Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að frá og með skólaárinu 2024-2025 verði starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir jafnframt að ráðast í ákveðnar lagfæringar á aðgengismálum við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi á árinu 2024 og gerir ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun þess árs sem og fjármögnun á lokahönnun aðaluppdrátta endurgerðar skólahúss, íþróttahúss og lóðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skólahald á Hólum, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Vísað frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar 20. nóvember 2023 með eftirfarandi bókun:
    "Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.
    Hildur Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram svohljóðandi breytingatillögu: Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
    Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra og samþykkir upphaflega tillögu um 4,9% hækkun og vísar henni til Byggðarráðs.
    Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið."
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
    Tillagan felld með 2 atkvæðum meirihluta B- og D-lista sem leggja fram eftirfarandi bókun:
    "Við gerð rekstaráætlunar vegna ársins 2024 hjá Skagafirði hefur verið lagður metnaður í að halda hækkunum á gjaldskrám í lágmarki. Í flest öllum gjaldskrám hefur verið stuðst við áætlaða hækkun vísitölu á árinu 2024, útgefna af Hagstofu Íslands í júní 2024, en þar var gert ráð fyrir 4,9% verðbólgu á árinu 2024. Ljóst er að þessi hækkun á gjaldskrám er almennt lægri en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum landsins, en mörg þeirra eru að hækka gjaldskrár almennt um 6-10%. Við teljum hinsvegar rétt að halda þessum hækkunum í lágmarki með það að markmiði að draga úr þensluáhrifum þeirra í þjóðfélaginu. Til að það gangi eftir þurfa hækkanir að ganga jafnt yfir bæði tekjur og gjöld. Vonum við því að breið sátt náist um lágmarkshækkanir á þeim kjarasamningum sem framundan eru en með því móti verður stuðlað að meiri stöðugleika í verðlagi og launum."
    Gjaldskráin er samþykkt með 2 atkvæðum og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá skipulagsfulltrúa framkvæmda- og þjónustugjöld 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun dvalargjalda leikskóla og 4,9% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 43.760 krónum í 45.903 krónur eða um 2.143 krónur á mánuði. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hafa haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár.
    Það er þó ljóst að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Með þessu veljum við að hækka gjöld lítillega og fremur halda uppi því þjónustustigi sem er í leikskólum fjarðarins enda er starfsemi leikskóla einn af hornsteinum samfélagsins.
    Tillaga um gjaldskrárhækkanir samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs."
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
    Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá leikskóla 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 249 krónum í 268 krónur eða um 19 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 516 krónum í 556 krónur eða um 40 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 671 krónu í 723 krónur eða um 52 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 293 krónum í 311 krónur eða um 20 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hefur haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár. Það er þó ljóst að fæðisgjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun.
    Tillagan samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs."
    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
    Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá grunnskóla 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.845 krónum í 7.181 krónur á mánuði eða um 336 krónur. Fullt nám hækkar úr 10.267 krónum í 10.770 krónur eða um 503 krónur á mánuði. Gjaldskrá Hringekju hækkar einnig um 4,9% og fer úr 20.536 kr. í 21.542 kr. og sömuleiðs er um að ræða 4.9% hækkun á leigu á hljóðfræum sem fer úr 14.225 kr. í 14.923 kr. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Tónlistarskóla 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 17. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar 28. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Vísað til nefndarinnar af 69. fundi byggðaráðs. Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2024 uppfærð í samræmi við athugasemdir. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar almennt upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsbókasafn Skagfirðinga 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2024 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna þ.e. 80,4 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 4,9 % úr 669 kr. í 702 kr. fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Iðju hæfingar 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2024 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2023 kr. 43.700.
    Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 37.145 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 32.775 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 21.850 pr. sólarhring.
    Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði miðað við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2023 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá heimaþjónustu 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 4,9 %. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2024. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2024. Vísað til byggðaráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
    "Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2024 verði 631 kr. Vísað til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, frá velferðarnefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 8. desember 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Lagt fram til umsagnar 509. mál á Alþingi, húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt 5 ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, frá velferðarnefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 11. desember 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að húsnæðisstefnu, framtíðarsýn og markmiðum. Áherslur á aukið framboð á hagkvæmum íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði fyrir fólk undir tilteknum tekju- og eignamörkum á sama tíma og horft er til áherslna sem geta aukið flækjustig og haft hærri kostnað í för með sér, samanber strangar kröfur til byggingarefna og lífsferilsgreininga fyrir byggingar, ríma þó líklega ekki saman. Byggðarráð lýsir sig aftur á móti sérstaklega sammála aðgerðum sem ætlað er að ýta undir að íbúðum í þéttbýli sem ekki eru nýttar til fastrar búsetu verði frekar nýttar sem slíkar í framtíðinni, meiri skilvirkni hlutdeildarlána, endurskoðun og einföldun ferla í skipulags- og byggingarmálum þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, aukinni réttindavernd neytenda vegna byggingargalla og auknum áherslum á aðgengi fyrir alla, svo nokkur atriði séu nefnd. Byggðarráð vekur jafnframt athygli á því að víðast hvar á landsbyggðinni eru íbúðarhús byggð af einstaklingum eða íbúðafélögum, þar sem ekki er verktökum til að dreifa sem eru í þeirri starfsemi að byggja íbúðir til sölu. Horfa þarf sérstaklega til aukinna hvata til að stuðla að fjölgun íbúða sem verktakar byggja á eigin ábyrgð til endursölu og/eða að hafa það einfalt fyrir einstaklinga að semja um hlutdeildarlán á þeim svæðum þar sem verktakar eru ekki leiðandi afl í byggingu slíkra húsa. Jafnframt er full ástæða til að endurskoða fyrirkomulag stofnframlaga þannig að kostnaðarþök endurspegli raunbyggingarkostnað á hverju svæði fyrir sig.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Lagt fram til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 73. mál, sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Umsagnarfrestur er til 11. desember 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 74 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2023, "Drög að reglugerð um áætlun eignarmarka". Umsagnarfrestur er til og með 07.12.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 75

Málsnúmer 2312003FVakta málsnúmer

Fundargerð 75. fundar byggðarráðs frá 8. desember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 75 Farið yfir áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja.
    Byggðarráð samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum sem verður hluti af fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 75 Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027, til síðari umræðu.
    Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2024-2027, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 75 Lagt fram til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis, 402. mál, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra. Umsagnarfrestur er til 11. desember 2023.
    Byggðaráð tekur undir mikilvægi þess að öll börn fái holla og góða næringu í heilnæmu umhverfi þar sem horft verður til þess að stuðla að góðum og heilbrigðum matarvenjum. Byggðarráð áréttar einnig að nauðsynlegt er að öll börn fái jafnan aðgang að næringarríkum mat enda það hluti að jafnræði á milli barna og stuðlar að aukinni lýðheilsu.
    Flest sveitarfélög hafa þann háttinn á að veita tekjuminni foreldrum stuðning með það að markmiði að öll börn fái aðgang að skólamáltíð óháð stöðu. Það að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir alla foreldra, óháð tekjum er mun stærra verkefni. Liggja þarf fyrir samstaða á milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig verkefnið er unnið, hvaða þætti ber að horfa til og með hvaða hætti ríkið muni koma að fjármögnun verkefnisins til lengri tíma. Rétt er að benda á að oft hefur hallað verulega á sveitarfélögin fjárhagslega þegar ákvörðun um aukna þjónustu sveitarfélaga er bundin í lög. Fagnaðarefni er ef ríkisvaldið hyggst tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en ef tillagan gengur út á að annað stjórnsýslustig landsins sé enn og aftur að ganga á rétt hins með fyrirmælum um kostnaðarauka er því mótmælt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar byggðarráðs staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 17

Málsnúmer 2311017FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 28. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 17 Vísað til nefndarinnar af 69. fundi byggðaráðs. Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2024 uppfærð í samræmi við athugasemdir. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar almennt upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 17 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2024 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 17 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2024 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

8.Félagsmála- og tómstundanefnd - 18

Málsnúmer 2311010FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 16. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember nk. Nefndin samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði sækir um styrk til starfsemi sinnar sem áður kom árlega frá Akrahreppi. Mikill kostnaður er vegna ráðningu söngstjóra og vegna rútukostnaðar þegar farið er í söngferðir utan héraðs.
    Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Drög að Reglum Skagafjarðar um akstursþjónustu við fatlað fólk lagðar fram til kynningar. Reglunar eru settar skv. 29.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsmála - og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram með drögin út frá því sem fram kom á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2023 þar sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 226/2023, "Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk". Til skoðunar er að bæta úr ýmsum atriðum laganna í ljósi fenginnar reynslu af framkvæmd þeirra. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að skýra ákvæði um hlutverk og heimildir persónulegra talsmanna. Þá er talin þörf á að skoða ákvæði V. kafla laganna um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, m.t.t. þess hvernig betur megi tryggja réttarvernd þeirra einstaklinga sem þar eiga í hlut. Umsagnarfrestur var til og með 15. nóvember 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. nóvember 2023 þar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 215/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (endurgreiðslur)". Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á 15. gr. barnaverndarlaga í því skyni að skýra nánar þær reglur sem gilda um endurgreiðslur ríkissjóðs vegna barnaverndarþjónustu sem er veitt samkvæmt lögunum til barna sem ekki hafa fasta búsetu á Íslandi eða barna sem eru án forsjáraðila sinna og hafa hlotið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi.
    Umsagnarfrestur var til og með 15. nóvember 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Í ferli er að bjóða út annars vegar akstur á heimsendum mat innan Sauðárkróks og hins vegar akstur í Dagdvöl aldraðra. Samið hefur verið við Consensa ehf um að annast útboðið fyrir hönd Skagafjarðar.
    Nefndin samþykkir að starfsmenn vinni áfram að gerð útboðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Starfsmenn fóru yfir stöðu á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 í málaflokki 02 - Félagsþjónusta. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Starfsmenn fóru yfir stöðu á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 í málaflokki 06 - Æskulýðs- og íþróttamál. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 18 Lögð fram tvö mál. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

9.Félagsmála- og tómstundanefnd - 19

Málsnúmer 2311030FVakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 30. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokkui og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Fjárhagsáætlun fyrir frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2024 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna þ.e. 80,4 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 4,9 % úr 669 kr. í 702 kr. fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2024 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2023 kr. 43.700.
    Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 37.145 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 32.775 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 21.850 pr. sólarhring.
    Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði miðað við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2023 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 4,9 %. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2024. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2024. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2024 verði 631 kr. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Félagsmálastjóri kynnti stöðu verkefnisins og þá vinnu sem unnin hefur verið frá því að nefndin fjallaði síðast um málið. Nefndin felur starfsfólki að kanna aðrar mögulegar útfærslur og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • 9.11 2310148 Aflið - Styrkbeiðni
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Lögð fram beiðni um styrk frá Aflinu á Akureyri sem eru samtök fyrir þolendur ofbeldis, sinna einstaklingsviðtölum og hópastarfi, fólki að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir að styrkja Aflið um 150.000 krónur vegna starfsins á árinu 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember þar sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 230/2023, "Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem nú er lögð fram sem landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, byggir á þeirri framtíðarsýn og þeim meginreglum sem fram koma í samningnum. Markmið landsáætlunar er þannig samhljóðandi við fyrstu grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks; að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess.
    Umsagnarfrestur var til og með 23.11.2023. Byggðarráð Skagafjarðar sendi inn umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. nóvember 2023 þar sem Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 239/2023, "Heildarendurskoðun á barnalögum". Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna sifjalaganefnd til þess að vinna að endurskoðun á barnalögum og hjúskaparlögum og hefur nefndin þegar tekið til starfa.
    Umsagnarfrestur er til og með 12. desember 2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Lögð fram tillaga um opnunartíma íþróttamannvirkja 2024. Nefndin samþykkir framlagða tillögu. Opnunartímar verða birtir á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Tekið fyrir erindi þar sem óskað er eftir endurskoðun á opnunartíma Sundlaugar Sauðárkróks þannig að sundlaugin opni fyrr á virkum morgnum. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Lagður fram til kynningar spurningalisti sem sendur var á stjórnir deilda og félaga innan UMSS. Starfshópur um framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði tók til starfa í sumar, en honum er falið að framkvæma stöðumat með því að afla upplýsinga sbr. greinagerð er samþykkt var á ársþingi UMSS árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • 9.17 2311295 Vinnuskóli 2023
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Lögð fram til kynningar skýrsla um Vinnuskóla og V.I.T. sumarið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 19 Málið er tekið inn með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 16. nóvember 2023 þar sem afgreiðslu var frestað. Nefndin samþykkir erindið og felur starfsfólki að gera viðauka við samning við Félag eldri borgara í Skagafirði til að mæta kostnaði við sönghóp félags eldri borgara sem og vegna félagsstarfs eldri borgara á Löngumýri. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

10.Fræðslunefnd - 21

Málsnúmer 2311029FVakta málsnúmer

Fundargerð 21. fundar fræðslunefndar frá 29. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 21 Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2024. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Fundagerð skólaráðs Árskóla frá 1. nóvember 2023 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Lagður fram til kynningar póstur frá Jafnréttisstofu, dags. 10. nóvember 2023, þar sem vakin er athygli á mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Lögð fram styrkbeiðni frá Bergi Þór Jónssyni vegna forvarnaverkefnis fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Nefndin sér ekki fært að verða við beiðninni. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun dvalargjalda leikskóla og 4,9% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 43.760 krónum í 45.903 krónur eða um 2.143 krónur á mánuði. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.

    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hafa haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár.
    Það er þó ljóst að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Með þessu veljum við að hækka gjöld lítillega og fremur halda uppi því þjónustustigi sem er í leikskólum fjarðarins enda er starfsemi leikskóla einn af hornsteinum samfélagsins.

    Tillaga um gjaldskrárhækkanir samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 249 krónum í 268 krónur eða um 19 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 516 krónum í 556 krónur eða um 40 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 671 krónu í 723 krónur eða um 52 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 293 krónum í 311 krónur eða um 20 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.

    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hefur haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár. Það er þó ljóst að fæðisgjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun.

    Tillagan samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.845 krónum í 7.181 krónur á mánuði eða um 336 krónur. Fullt nám hækkar úr 10.267 krónum í 10.770 krónur eða um 503 krónur á mánuði. Gjaldskrá Hringekju hækkar einnig um 4,9% og fer úr 20.536 kr. í 21.542 kr. og sömuleiðs er um að ræða 4.9% hækkun á leigu á hljóðfræum sem fer úr 14.225 kr. í 14.923 kr. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
    Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Starfsáætlanir grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Starfsáætlanir leikskóla fyrir skólaárið 2023-2024 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 21 Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • 10.11 2304013 Skólahald á Hólum
    Fræðslunefnd - 21 Fræðslunefnd hefur undanfarin misseri haft til skoðunar fyrirkomulag skólahalds starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal og framhaldið því sl. vikur í samræmi við bókun nefndarinnar frá 17. apríl sl. þar sem nefndin samþykkti að skoða hvernig skólastarfi verði best fyrir komið á Hólum.
    Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd.
    Í ljósi fárra nemenda við yngsta stig starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska framangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á. Þá þarf jafnframt að líta til rekstrarlegra og kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að byggja upp og reka þrjá öfluga grunnskóla og er sameining Grunnskólans austan Vatna undir eina starfsstöð liður í því. Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og að frá og með skólaárinu 2024-2025 muni kennsla grunnskólabarna eingöngu fara fram á Hofsósi. Fræðslunefnd mun á næstu mánuðum leggja fram tillögur um hvernig hægt verði að tryggja gott samstarf á milli leik - og grunnskóla og aukið aðgengi að frístundaiðkun fyrir alla nemendur.
    Nefndin vísar málinu til byggðaráðs og leggur jafnframt til við ráðið að í fjárhagsáætlun 2024 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við lagfæringu aðgengismála við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem lokið verði við sumarlok 2024. Samhliða verði lokið við hönnun á nýju íþróttahúsi og gagngerum endurbótum á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Þá verði svo fljótt sem hægt er hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahúss í samræmi við sjónarmið sem komu fram á fundi með starfsfólki Grunnskólans austan Vatna og foreldrum fyrir skemmstu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar fræðslunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

11.Skipulagsnefnd - 38

Málsnúmer 2311018FVakta málsnúmer

Fundargerð 38. fundar skipulagsnefndar frá 16. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 38 Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd Fljótabakka ehf. sem er lóðarhafi lóðanna að Efra-Haganes I (lóð 3) L146801 og Brautarholts-Mýri L219260 í Haganesvík, óska eftir að lóðirnar verði merktar með landnotkun sem Verslunar- og þjónustulóðir með gulum lit eins og sýnt er á meðfylgjandi úrklippu úr Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, tillaga að nýjum gulmerkingum lóðanna er sýnd innan rauðrar strikalínu til aðgreiningar. Áætlað er að reka gistiþjónustu og hljóðupptökuver á þessum stöðum.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Efra-Haganes I - Brautarholt-Mýri - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 38 Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd Fljótabakka ehf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagsstöðu jarðarinnar að Stóru Brekku í Fljótum L146903 fyrir hönd lóðarhafa. Óskað er eftir því að jörðin fái skilgreinda landnotkun sem athafnarsvæði með ljósgráum lit eins og sýnt er á meðfylgjandi úrklippu úr Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, tillaga að nýrri merkingu jarðarinnar er sýnd innan rauðrar strikalínu til aðgreiningar. Í Stóru-Brekku er stuðningstarfsemi við ferðaþjónustustarfsemi í Fljótunum og breyting þessi gerir eigendum kleift að styrkja enn frekar starfsemi sýna í Stóru-Brekku hvað varðar geymslur, verkstæði og þjónustu við tæki og bifreiðar fyrirtækisins ásamt annarri stoðþjónustu.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

    Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur/framkvæmdaraðilar geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010. Skulu landeigendur/framkvæmdaraðilar þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Stóra-Brekka í Fljótum L146903 - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 38 Þann 24. nóvember 2022 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar umsókn landeiganda Helgustaða, landnr. 192697, um að landeigandi léti vinna deiliskipulag fyrir Helgustaði á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að svæðið verði skilgreint í landnotkunarflokk (VÞ) verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.
    Þegar hefur verið auglýst skipulagslýsing, sem sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 15. febrúar 2023, vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem koma fram helstu meginforsendur landnotkunar á Helgustöðum. Skipulagslýsingin var auglýst frá 17. febrúar til 8. mars 2023. Landeigandi telur því að heimilt sé að falla frá auglýsingu skipulagslýsingar í samræmi við ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
    Jakobína H. Hjálmarsdóttir þinglýstur eignandi sumarbústaðarlandsins Helgustaðir landnr. 192697, í Unadal, Skagafirði óskar eftir því við skipulagsnefnd að nefndin taki fyrir meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi útg. 1.0, dags. 21.02.2023 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer skipulagsuppdráttar er DS01 í verki 782701. Að fengnu samþykki nefndar og staðfestingar sveitarstjórnar er óskað eftir því að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
    Þá er einnig óskað eftir því að landeignin verði leyst úr landbúnaðarnotkun.
    Jafnframt er óskað eftir undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013:
    - Gr. 5.3.2.14 um skipulag við vötn, ár og sjó. Umbeðin undanþága á við um gróðurhús sem reist hafa verið innan skipulagsmarka og eru staðsett skemur en 50 metra frá Unadalsá. Töluverður halli er frá ánni og að gróðurhúsum. Aðgengi verður tryggt að bökkum Unadalsár og er sýnt á deiliskipulagsuppdrætti.
    - Gr. 5.3.2.5, d) lið Fjarlægð milli bygginga og vega. Vísað er í heimild til að víkja frá 50 metra fjarlægðarreglu þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar. Um er að ræða byggingarreit fyrir sem er skemur en 50 metra frá Hólakotsvegi (7827). Svæðið verður skilgreint í aðalskipulagi VÞ Verslunar
    og þjónustusvæði með aðalskipulagsbreytingu sem er í vinnslu fyrir svæðið.
    Einnig er erindið áritað fyrir hönd Dalaseturs ehf., sem er skráður eigandi fasteigna á Helgustöðum.

    Skipulagsnefnd fellst á beiðni um undanþágu gr. 5.3.2.14 og 5.3.2.5 d) lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun verði samþykkt og nefndin felst á að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar vegna deiliskipulags í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 .
    Einnig leggur skipulagsnefnd til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Unadal í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 og auglýsa tillöguna samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 38 Michal Lukasz Sikorski og Sigurjón Rúnar Rafnsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafar Aðalgötu 20, L143126, Sauðárkróki óska eftir skiptingu lóðar skv. framlögðum gögnum sem eru:
    -
    30152001AM_Adalgata_20b-Skipting_lodar
    -
    30152001AM_Adalgata_20b_23.10.2023, unnið af Magnúsi Frey Gíslasyni
    -
    Auk fylgiskjals með umsókn lóðarhafa, dags, 22.09.2023, um skiptingu lóðar, skrá 30152002YFIRL Aðalgata 20 lóðamörk dags.
    09.11.2023 unnið af Birni Magnúsi Árnasyni, gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Innan lóðarinnar eru tvær fasteignir, fasteignanr. F2131141 og F2131143.

    Skipulagsnefnd samþykkir þá umbeðnu afmörkun og skiptingu lóðarinnar eins og hún kemur fram á fylgiskjali, 30152002YFIRL Aðalgata 20 lóðamörk.
    Nefndin bendir jafnframt á að í gangi er deiliskipulagsvinna fyrir umrætt svæði og gætu lóðarmörk tekið breytingum í þeirri vinnu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamninga við hluteigandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 38 Lagt fram til kynningar samkomulag lóðarhafa Melatúns 3, L228436, Kleifatúns 6, fnr. L208445 og Melatúns 1 fnr. L228434 varðandi hlaðinn steinvegg sem byggður hefur verið er á milli framangreindra lóða.
    Skipulagsnefnd samþykkir framkomið samkomulag og felur skipulagsfulltrúa undirritun þess fh. sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 38 Arnór Hafstað landeigandi Dýjabekks L146008 sækir um leyfi til þess að byggja aðstöðuhús/gestahús, norðan og norðvestan við íbúðarhúsið að Dýjabekk, á 100 m2 byggingarreit sem sýndur er á meðfylgjandi afstöðuupdrætti dags. 06.11.2023, unninn af Ingunni Hafstað arkitekt. Byggingar á reitnum eru ætlaðar til geymslu á verkfærum og öðrum munum og eftir atvikum sem gestahús. Hámarkshæð bygginga frá jörð er 3,5m. Í fyrsta áfanga er ætlunin að sækja um leyfi til að byggja 20-30 m2 geymslu.
    Með fylgir undirritað samþykki meðeigenda jarðarinnar þeirra Ingibjargar Hafstað og Ingunnar Helgu Hafstað að þær geri ekki athugasemdir við umbeðinn byggingarreit.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið um að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 38 Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, Helgi Ingimarsson og Inga Dóra Ingimarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Starrastaðir land, landnúmer 146226 óska eftir heimild til að stofna 1600 m2 spildu úr landi jarðarinnar, sem "Kvíholt", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75760300 útg. 13.10.2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Óskað er eftir að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10) með heitið "Kvíholt" í fasteignaskrá.
    Öll hlunnindi tilheyra áfram Starrastöðum land lnr. 146226. Landið er ekki skráð í lögbýlaskrá 2023.
    Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.
    Kvöð er um yfirferðarrétt að útskiptri spildu, um Starrastaði land (lnr. 146226) og Starrastaði (lnr. 146225) um núverandi heimreið (vegur nr. 7533) og vegslóða eins og sýnt er á meðf. afstöðuuppdrætti. Landeigendur Starrastaða lnr. 146225 árita erindið til samþykktar.

    Undirritaðir þinglýstir eigendur Starrastaða lands. lnr. 146226 óska jafnframt eftir heimild til að stofna 625 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús, líkt og sýnt er á meðf. uppdrætti. Um er að ræða byggingarreit fyrir um 100 m2 íbúðarhús. Byggingarreiturinn er innan útskiptrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum.

    Skipulagsnefnd samþykkir landskiptin og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 38 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2024 og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 39

Málsnúmer 2311032FVakta málsnúmer

Fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar frá 30. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 39 Lögð fram tillaga að þremur óverulegum breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, dags. 28.11.2023 sem unnar voru hjá VSÓ ráðgjöf.
    Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar við Lækjarbakka - Steinaborg á Steinsstöðum (ÍB-801), íbúðarbyggðar við Ránarstíg - Hegrabraut á Sauðárkróki (ÍB-404) og Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401).

    Skipulagsnefnd telur að breytingarnar séu óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að þar sem breytingarnar eru það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.- 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að senda þær til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 36. gr. sömu laga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 39 Björn Magnús Árnason hjá Stoð ehf. verkfræðistofu kom á fund skipulagsnefndarinnar og fór yfir vinnslutillögur fyrir deiliskipulag fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 39 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 27. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þórði Karli Gunnarssyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að gera breytingar á húsnæði sem stendur á lóðinni númer 20b við Aðalgötu á Sauðárkróki. Um er að ræða breytingar á innangerð og útliti hússins, ásamt því að breyta notkun þess í starfsmannaíbúðir.
    Meðfylgjandi er aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir í verki 30152001, númer A-100, A-100b, A-101, og A-102, dagsettir 28. júní 2023.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi geri frekari grein fyrir erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 39 Fyrir liggur erindi frá Kaupfélagi Skagfirðinga er varðar úthlutuðum lóðum við Borgarflöt á Sauðárkróki. Lóðum nr. 23 og 25 var úthlutað á 10. fundi skipulagsnefndar 20.10.2022, úthlutun staðfest af sveitarstjórn 16.11.2022. Lóð 29 var úthlutað á 23. fundi skipulagsnefndar 27.04.2023, úthlutun staðfest af sveitarstjórn Skagafjarðar 10.05.2023.

    Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir því að reiturinn sem lóðirnar standa á auk lóðar nr. 27 við Borgarflöt, verði úthlutað sem þróunarreit, í samræmi við 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði dags. 14.09.2022.

    Fram kemur í erindi umsækjanda að fyrirætlanir Kaupfélags Skagfirðinga um þróunarreit á lóðum nr. 23, 25, 27 og 29 við Borgarflöt á Sauðárkróki er að gera heildarskipulag um framtíðarsýn vegna mögulegrar staðsetningar byggingarvöruverslunar KS á reitnum.

    "Byggingarverslun KS er nú staðsett á Eyrarvegi 21. Iðnaðar og athafnalóðir á Skarðseyrinni eru að verða fullnýttar og er þörf fyrirtækjana á svæðinu fyrir auknu athafnasvæði mikil. Byggingavöruverslunin er að mörgu leyti óskyld annari starfsemi á Eyrinni og er ekki endilega ákjósanlegasti staðurinn fyrir verslun er varðar sýnileika og aðgengi. Það kemur því vel til greina að KS láti eftir hluta af lóð sinni að Eyrarvegi 21 og víki með byggingarvöruverslun sína annað ef til þess kæmi að önnur fyrirtæki á svæðinu myndu leitast eftir auknu athafnarsvæði.

    Lóðirnar við Borgarflöt eru ákjósanlegur staður fyrir byggingavöruverslun að okkar mati. Staðsetningin er í alfaraleið og aðgengi gott og myndi bæta þjónustun við íbúa svæðisins frá því sem nú er auk þess að vera mun sýnilegri þeim sem um Strandveginn fara á leið sinni norður og suður.

    Byggingavöruverslunin á Eyrinni er með um 3.000 fermetra undir þaki í dag, sem ætla má að væri um það bil sú stærð sem byggð yrði á reitnum."

    Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa ásamt Sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um fyrirhugaða uppbyggingu svæðisins og ætlaðan framkvæmdatíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 39 Brynjar S. Sigurðarson sækir um raðhúsalóðina Birkimel 34-40 í Varmahlíð.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 39 Svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni:
    Svæðisskipulag Suðurhálendis, nr. 0862/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/862.
    Kynningartími er til 14.1.2024.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 39 Hörgársveit hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: Endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, nr. 0825/2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/825. Kynningartími er til 13.12.2023.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagslýsingu Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsagnarbeiðni; Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, nr. 0825 2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag), síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 39 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 27 þann 17.11.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar skipulagnefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember með níu atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 20

Málsnúmer 2311019FVakta málsnúmer

Fundargerð 20. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 20 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til seinni umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

    Farið var yfir seinni tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 20 Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

    Hildur Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram svohljóðandi breytingatillögu:
    Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.

    Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra og samþykkir upphaflega tillögu um 4,9% hækkun og vísar henni til Byggðarráðs.

    Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 20 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2024 ásamt forsendum rammans til seinni umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd.

    Farið var yfir seinni tillögu að fjárhagsáætlun umhverfis-, hreinlætis-, umferðar og samgöngumála og fráveitu 2024. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 20 Samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

    Umhverfis ? og samgöngunefnd felur formanni nefndarinnar að uppfæra samþykktirnar í samræmi við umræður á fundinum og vísa þeim því næst til byggðaráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 20 Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024.

    Í ljósi þess að gjald sem innheimt er á að vera sem næst raunkostnaði vegna málaflokksins, leggur umhverfis- og samgöngunefnd upp með að gjaldskráin verði endurskoðuð á fyrsta ársþriðjungi 2024 þegar rauntölur frá 2023 liggja fyrir og í samræmi við magn og gerð úrgangs, endurgreiðslur úr úrvinnslusjóði og annarra þátta sem áhrif hafa á kostnað.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 með níu atkvæðum.

14.Veitunefnd - 11

Málsnúmer 2311011FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar veitunefndar frá 15. nóvember 2023 lögð fram til afgreiðslu á 20. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Til máls tóku: Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Guðlaugur Skúlason.
  • Veitunefnd - 11 Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gerð grein fyrir rekstri hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu. Fjárhagsáætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

    Veitunefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar til byggðarráðs.

    Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar veitunefndar staðfest á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023 níu atkvæðum.

15.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2024

Málsnúmer 2310027Vakta málsnúmer

Visað frá 70. fundi byggðarráðs 15. nóvember 2023.

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 17. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. nóvember 2023. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár

Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer

Vísað frá 72. fundi byggðarráðs frá 22. nóvember sl.

Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár sem samþykkt var á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 2208288Vakta málsnúmer

Vísað frá 73. fundi byggðarráðs frá 29. nóvember sl.

Lögð fram samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl. Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð samþykkt borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024

Málsnúmer 2310015Vakta málsnúmer

Vísað frá 73. fundi byggðarráðs frá 29. nóvember sl.
Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Kauptaxti veiðimanna

Málsnúmer 2308044Vakta málsnúmer

Vísað frá 73. fundi byggðarráðs frá 29. nóvember sl.
Lögð fram gjaldskrá vegna kauptaxta veiðimanna refa og minka en gjaldskráin var samþykkt á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir að gjaldskráin hækki um 4,9% á árinu 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð beinir því jafnframt til landbúnaðarnefndar að vinna drög að reglum um refa- og minkaveiði í Skagafirði sem í kjölfarið verði teknar til afgreiðslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310005Vakta málsnúmer

Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 25. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Þrjár ábendingar bárust.
Byggðarráð samþykkir stefnuna með áorðnum breytingum í kjölfar ábendinga sem bárust inn frá íbúum. Stefnan verður endurskoðuð árlega lögum samkvæmt í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Skólahald á Hólum

Málsnúmer 2304013Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Fræðslunefnd hefur undanfarin misseri haft til skoðunar fyrirkomulag skólahalds starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum í Hjaltadal og framhaldið því sl. vikur í samræmi við bókun nefndarinnar frá 17. apríl sl. þar sem nefndin samþykkti að skoða hvernig skólastarfi verði best fyrir komið á Hólum. Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Í ljósi fárra nemenda við yngsta stig starfsstöðvar Grunnskólans austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska framangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á. Þá þarf jafnframt að líta til rekstrarlegra og kennslufræðilegra sjónarmiða, skólaþróunar og þróunar á stoðþjónustu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins er að byggja upp og reka þrjá öfluga grunnskóla og er sameining Grunnskólans austan Vatna undir eina starfsstöð liður í því. Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og að frá og með skólaárinu 2024-2025 muni kennsla grunnskólabarna eingöngu fara fram á Hofsósi. Fræðslunefnd mun á næstu mánuðum leggja fram tillögur um hvernig hægt verði að tryggja gott samstarf á milli leik - og grunnskóla og aukið aðgengi að frístundaiðkun fyrir alla nemendur.
Nefndin vísar málinu til byggðaráðs og leggur jafnframt til við ráðið að í fjárhagsáætlun 2024 verði gert ráð fyrir framkvæmdum við lagfæringu aðgengismála við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem lokið verði við sumarlok 2024. Samhliða verði lokið við hönnun á nýju íþróttahúsi og gagngerum endurbótum á húsnæði grunnskólans á Hofsósi. Þá verði svo fljótt sem hægt er hafnar framkvæmdir við byggingu íþróttahúss í samræmi við sjónarmið sem komu fram á fundi með starfsfólki Grunnskólans austan Vatna og foreldrum fyrir skemmstu."

Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að frá og með skólaárinu 2024-2025 verði starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hólum sameinuð starfsemi Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir jafnframt að ráðast í ákveðnar lagfæringar á aðgengismálum við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi á árinu 2024 og gerir ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun þess árs sem og fjármögnun á lokahönnun aðaluppdrátta endurgerðar skólahúss, íþróttahúss og lóðar.

Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2024

Málsnúmer 2310013Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.

Vísað frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar 20. nóvember 2023 með eftirfarandi bókun:
"Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

Hildur Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram svohljóðandi breytingatillögu: Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra og samþykkir upphaflega tillögu um 4,9% hækkun og vísar henni til Byggðarráðs.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið."

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
Tillagan felld með 2 atkvæðum meirihluta B- og D-lista sem leggja fram eftirfarandi bókun:
"Við gerð rekstaráætlunar vegna ársins 2024 hjá Skagafirði hefur verið lagður metnaður í að halda hækkunum á gjaldskrám í lágmarki. Í flest öllum gjaldskrám hefur verið stuðst við áætlaða hækkun vísitölu á árinu 2024, útgefna af Hagstofu Íslands í júní 2024, en þar var gert ráð fyrir 4,9% verðbólgu á árinu 2024. Ljóst er að þessi hækkun á gjaldskrám er almennt lægri en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum landsins, en mörg þeirra eru að hækka gjaldskrár almennt um 6-10%. Við teljum hinsvegar rétt að halda þessum hækkunum í lágmarki með það að markmiði að draga úr þensluáhrifum þeirra í þjóðfélaginu. Til að það gangi eftir þurfa hækkanir að ganga jafnt yfir bæði tekjur og gjöld. Vonum við því að breið sátt náist um lágmarkshækkanir á þeim kjarasamningum sem framundan eru en með því móti verður stuðlað að meiri stöðugleika í verðlagi og launum."
Gjaldskráin er samþykkt með 2 atkvæðum og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.

23.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa framkvæmda- og þjónustugjöld 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Gjaldskrá leikskóla 2024

Málsnúmer 2310029Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.

Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun dvalargjalda leikskóla og 4,9% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 43.760 krónum í 45.903 krónur eða um 2.143 krónur á mánuði. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hafa haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár.
Það er þó ljóst að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Með þessu veljum við að hækka gjöld lítillega og fremur halda uppi því þjónustustigi sem er í leikskólum fjarðarins enda er starfsemi leikskóla einn af hornsteinum samfélagsins.
Tillaga um gjaldskrárhækkanir samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs."

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fulltrúar VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar og byggðarráðs.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar og byggðarráðs.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum, Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitji hjá.

25.Gjaldskrá grunnskóla 2024

Málsnúmer 2310030Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 249 krónum í 268 krónur eða um 19 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 516 krónum í 556 krónur eða um 40 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 671 krónu í 723 krónur eða um 52 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 293 krónum í 311 krónur eða um 20 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hefur haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár. Það er þó ljóst að fæðisgjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun.
Tillagan samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs."

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.


Fulltrúar VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar og byggðarráðs.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar og byggðarráðs.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum, Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitji hjá.

26.Gjaldskrá Tónlistarskóla 2024

Málsnúmer 2310028Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.845 krónum í 7.181 krónur á mánuði eða um 336 krónur. Fullt nám hækkar úr 10.267 krónum í 10.770 krónur eða um 503 krónur á mánuði. Gjaldskrá Hringekju hækkar einnig um 4,9% og fer úr 20.536 kr. í 21.542 kr. og sömuleiðs er um að ræða 4.9% hækkun á leigu á hljóðfræum sem fer úr 14.225 kr. í 14.923 kr. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Tillagan samþykkt og vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Gjaldskrá Héraðsbókasafn Skagfirðinga 2024

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 17. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar 28. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Vísað til nefndarinnar af 69. fundi byggðaráðs. Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2024 uppfærð í samræmi við athugasemdir. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar almennt upp á 4,9% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

28.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2024

Málsnúmer 2310032Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2024 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna þ.e. 80,4 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2024

Málsnúmer 2310033Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.

Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 4,9 % úr 669 kr. í 702 kr. fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

30.Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2024

Málsnúmer 2310035Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2024 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2023 kr. 43.700.
Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 37.145 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 32.775 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 21.850 pr. sólarhring.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

31.Gjaldskrá heimaþjónustu 2024

Málsnúmer 2310036Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði miðað við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2023 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

32.Niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur 2024

Málsnúmer 2310037Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 4,9 %. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

33.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2024

Málsnúmer 2310040Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.

Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2024. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2024. Vísað til byggðaráðs." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2024

Málsnúmer 2310041Vakta málsnúmer

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.

Á 19. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar 30. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir að fæðiskostnaður á dag árið 2024 verði 631 kr. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum
Hlé var gert á fundi í 15 mínútur.

35.Efra-Haganes I - Brautarholt-Mýri - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2311097Vakta málsnúmer

Visað frá 38. fundi skipulagsnefndar frá 16. nóvember sl.

Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd Fljótabakka ehf. sem er lóðarhafi lóðanna að Efra-Haganes I (lóð 3) L146801 og Brautarholts-Mýri L219260 í Haganesvík, óska eftir að lóðirnar verði merktar með landnotkun sem Verslunar- og þjónustulóðir með gulum lit eins og sýnt er á meðfylgjandi úrklippu úr Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, tillaga að nýjum gulmerkingum lóðanna er sýnd innan rauðrar strikalínu til aðgreiningar. Áætlað er að reka gistiþjónustu og hljóðupptökuver á þessum stöðum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

36.Stóra-Brekka í Fljótum L146903 - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2311128Vakta málsnúmer

Vísað frá 28. fundi skipulagsnefndar frá 16. nóvember sl.

Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd Fljótabakka ehf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagsstöðu jarðarinnar að Stóru Brekku í Fljótum L146903 fyrir hönd lóðarhafa. Óskað er eftir því að jörðin fái skilgreinda landnotkun sem athafnarsvæði með ljósgráum lit eins og sýnt er á meðfylgjandi úrklippu úr Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, tillaga að nýrri merkingu jarðarinnar er sýnd innan rauðrar strikalínu til aðgreiningar. Í Stóru-Brekku er stuðningstarfsemi við ferðaþjónustustarfsemi í Fljótunum og breyting þessi gerir eigendum kleift að styrkja enn frekar starfsemi sýna í Stóru-Brekku hvað varðar geymslur, verkstæði og þjónustu við tæki og bifreiðar fyrirtækisins ásamt annarri stoðþjónustu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.
Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur/framkvæmdaraðilar geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010. Skulu landeigendur/framkvæmdaraðilar þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

37.Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag

Málsnúmer 2311127Vakta málsnúmer

Visað frá 38. fundi skipulagsnefndar frá 16. nóvember sl.

Þann 24. nóvember 2022 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar umsókn landeiganda Helgustaða, landnr. 192697, um að landeigandi léti vinna deiliskipulag fyrir Helgustaði á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að svæðið verði skilgreint í landnotkunarflokk (VÞ) verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Þegar hefur verið auglýst skipulagslýsing, sem sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 15. febrúar 2023, vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem koma fram helstu meginforsendur landnotkunar á Helgustöðum. Skipulagslýsingin var auglýst frá 17. febrúar til 8. mars 2023. Landeigandi telur því að heimilt sé að falla frá auglýsingu skipulagslýsingar í samræmi við ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Jakobína H. Hjálmarsdóttir þinglýstur eignandi sumarbústaðarlandsins Helgustaðir landnr. 192697, í Unadal, Skagafirði óskar eftir því við skipulagsnefnd að nefndin taki fyrir meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi útg. 1.0, dags. 21.02.2023 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer skipulagsuppdráttar er DS01 í verki 782701. Að fengnu samþykki nefndar og staðfestingar sveitarstjórnar er óskað eftir því að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Þá er einnig óskað eftir því að landeignin verði leyst úr landbúnaðarnotkun. Jafnframt er óskað eftir undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013: - Gr. 5.3.2.14 um skipulag við vötn, ár og sjó. Umbeðin undanþága á við um gróðurhús sem reist hafa verið innan skipulagsmarka og eru staðsett skemur en 50 metra frá Unadalsá. Töluverður halli er frá ánni og að gróðurhúsum. Aðgengi verður tryggt að bökkum Unadalsár og er sýnt á deiliskipulagsuppdrætti. - Gr. 5.3.2.5, d) lið Fjarlægð milli bygginga og vega. Vísað er í heimild til að víkja frá 50 metra fjarlægðarreglu þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar. Um er að ræða byggingarreit fyrir sem er skemur en 50 metra frá Hólakotsvegi (7827). Svæðið verður skilgreint í aðalskipulagi VÞ Verslunar og þjónustusvæði með aðalskipulagsbreytingu sem er í vinnslu fyrir svæðið. Einnig er erindið áritað fyrir hönd Dalaseturs ehf., sem er skráður eigandi fasteigna á Helgustöðum. Skipulagsnefnd fellst á beiðni um undanþágu gr. 5.3.2.14 og 5.3.2.5 d) lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun verði samþykkt og nefndin felst á að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar vegna deiliskipulags í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 . Einnig leggur skipulagsnefnd til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Unadal í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 og auglýsa tillöguna samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.


Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun og að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar vegna deiliskipulags í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 . Einnig samþykkir sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Unadal í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 og auglýsa tillöguna samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.

38.Umsagnarbeiðni; Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, nr. 0825 2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag)

Málsnúmer 2311132Vakta málsnúmer

Vísað frá 39. fundi skipulagsnefndar frá 30. nóv sl.

Hörgársveit hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: Endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, nr. 0825/2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag). Sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/825. Kynningartími er til 13.12.2023. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagslýsingu Aðalskipulags Hörgársveitar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir tillögu skipulagsnefndar með níu atkvæðum.

39.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2211029Vakta málsnúmer


Lögð fram tillaga að þremur óverulegum breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, dags. 28.11.2023 sem unnar voru hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar við Lækjarbakka - Steinaborg á Steinsstöðum (ÍB-801), íbúðarbyggðar við Ránarstíg - Hegrabraut á Sauðárkróki (ÍB-404) og Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401).

Skipulagsnefnd telur að breytingarnar séu óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að þar sem breytingarnar eru það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.- 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að senda þær til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 36. gr. sömu laga.

Þar sem breytingarnar eru það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.- 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir sveitarstjórn Skagafjarðar, með níu atkvæðum, að senda þær til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 36. gr. sömu laga.

40.Gjaldskrá gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis og þjónustugjöld 2024

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Samþykktin áður tekin fyrir á 72. fundi byggðarráðs 22. nóvember 2022 en um hana fjallað að nýju vegna nauðsynlegra efnisbreytinga.
Lögð fram endurskoðuð samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2024. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

41.Ósk um lausn

Málsnúmer 2311318Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Regínu Valdimarsdóttur dags. 29. nóv sl. þar sem hún óskar eftir lausn frá nefndarstörfum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita henni lausn frá störfum og þakkar hennar störf fyrir sveitarfélagið.

42.Endurtilnefning varafulltrúa Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn

Málsnúmer 2312078Vakta málsnúmer

Endurtilnefna þarf varafulltrúa Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn í stað Regínu Valdimarsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tillögu um Jón Daníel Jónsson.
Aðrar tillögur bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

43.Endurtilnefning í fræðslunefnd

Málsnúmer 2312079Vakta málsnúmer

Endurtilefna þarf fulltrúa Sjálfstæðisflokks í fræðslunefnd í stað Regínu Valdimarsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tillögu um Kristófer Má Maronsson sem aðalmann og Sigrúnu Evu Helgadóttur sem varamann.
Aðrar tillögur bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

44.Endurtilnefning varafulltrúa í stjórn SSNV

Málsnúmer 2312083Vakta málsnúmer

Endurtilefna þarf varafulltrúa í stjórn SSNV í stað Regínu Valdimarsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tillögu um Sólborgu S Borgarsdóttur.
Samþykkt samhljóða.

45.Endurtilefning fulltrúa á Ársþing SSNV

Málsnúmer 2312082Vakta málsnúmer

Endurtilefna þarf fulltrúa Sjálfstæðisflokks á Ársþing SSNV í stað Regínu Valdimarsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tillögu um Jón Daníel Jónsson.
Samþykkt samhljóða.

46.Skipan í samgöngu- og innviðanefnd SSNV

Málsnúmer 2309259Vakta málsnúmer

Endurtilefna þarf fulltrúa sveitarfélagins í samgöngu og innviðanefnd SSNV í stað Regínu Valdimarsdóttur sem óskað hefur eftir lausn frá störfum.
Forseti gerir tillögu um Guðnýu H Axelsdóttur.
Samþykkt samhljóða.

47.Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2308163Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024 er hér lögð fram til síðari umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið, stofnanir og hlutdeildarfélög þess
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög.
Forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðar 2024 og áætlunar fyrir árin 2054-2027 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2024 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 8.811 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 7.759 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 8.098 m.kr., þ.a. A-hluti 7.317 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 1.005 m.kr, afskriftir nema 292 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 280 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 434 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 616 m.kr, afskriftir nema 174 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 197 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 245 m.kr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 16.195 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 12.191 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 11.678 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 9.960 m.kr. Eigið fé er áætlað 4.517 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 27,89%. Eigið fé A-hluta er áætlað 2.232 m.kr. og eiginfjárhlutfall 18,31%.
Ný lántaka er áætluð 550 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða 645 m.kr. Skuldir verða því greiddar niður um 95 m.kr. umfram lántöku á árinu 2024.
Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.797 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.642 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 128,35% og skuldaviðmið 100,75%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 583 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 963 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 164 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 liggur fyrir. Vönduð fjárhagsáætlun er mikilvægt stjórntæki fyrir rekstur sveitarfélagsins. Þar er stefnan mörkuð fyrir næstu ár með fjárheimildum sviða og stofnana og fjárfestingar ákvarðaðar ásamt stærri viðhaldsverkefnum fasteigna.
Við gerð fjárhagsáætlunarinnar var byggt á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 30. júní 2023 fyrir árin 2024-2027. Í þeirri spá er meðal annars gert ráð fyrir hækkun vísitölu neysluverðs um 4,9% á árinu 2024 og að launavísitalan hækki um 5,8%. Þessar forsendur voru lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku um áætlaðar hækkanir launa og gjaldskráa vegna ársins 2024. Samþykktar hækkanir á gjaldskám eru hóflegar og er um raunlækkun að ræða sé tekið tillit til verðbólgu. Markmiðið er að stuðla að betri kjörum íbúa í Skagafirði ásamt því að leggja okkar lóð vogarskálarnar til að lágmarka þenslu, draga úr verðbólgu og auka þannig kaupmátt launa til lengri tíma litið.
Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að fjárfestingar í framkvæmdum og viðhaldi eigna á vegum Skagafjarðar verði í heild rúmlega 1,6 milljarðar. Þar af er áætlað að tæplega 905 m.kr. komi frá rekstri sveitarfélagsins, 180 m.kr. fáist með sölu fasteigna og að hlutur ríkissjóðs verði um 400 m.kr. Þar eru viðamest fyrsti áfangi í stækkun Sauðárkrókshafnar og fyrsti áfangi í stækkun verknámshúss FNV. Önnur stærstu einstöku fjárfestingarverkefni sveitarfélagsins verða áframhaldandi uppbygging Sundlaugar Sauðárkróks, nýbygging leikskóla í Varmahlíð, endurbætur á skólahúsnæði á Hofsósi ásamt borun eftir heitu vatni á Sauðárkróki.
Þrátt fyrir áætlun um miklar framkvæmdir er gert ráð fyrir að afborganir lána verði 95 m.kr. umfram nýjar lántökur hjá samstæðunni í heild sem er jákvætt í 8-10% verðbólgu eins og verið hefur árið 2023, en á árinu varð mikil hækkun á verðtryggðum skuldum vegna verðbólgunnar. Framkvæmdafé sveitarfélagsins byggist á veltufé frá rekstri en ekki lántökum.
Gert er ráð fyrir að rekstur aðalsjóðs án eignasjóðs skili 80 m.kr. rekstrarafgangi og að samstæðan í heild skili 434 m.kr. í jákvæðri rekstrarafkomu. Þetta er mikill og jákvæður viðsnúningur. Rekstur sveitarfélagsins er í heildina traustur enda er sveitarfélagið ríkt af kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem vill taka þátt í að efla og bæta rekstur og þjónustu sveitarfélagsins.
Fjárhagsáætlun 2024 til 2027 er unnin í samvinnu allra flokka í nefndum og ráðum sveitarfélagsins þar sem bæði kjörnum fulltrúum og starfsmönnum hefur gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fyrir alla þá vinnu ber að þakka. Einnig viljum við þakka sveitarstjórasérstaklega fyrir hans góða framlag í þessari vinnu.
Við óskum íbúum Skagafjarðar allra heilla með þeirri áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Einar Eðvald Einarsson
Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
Hrund Pétursdóttir
Guðlaugur Skúlason
Hrefna Jóhannesdóttir


Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram bókun frá fulltrúum Vg og óháðra:
Skagafjörður er staðurinn sem við veljum að búa í og er ánægjulegt að sjá fleiri og fleiri átta sig á gæðunum sem búsetunni í Skagafirði fylgir. Hér hefur orðið fólksfjölgun, enda blómlegt atvinnulíf, lítið atvinnuleysi, afþreying fjölbreytt og íþróttastarf gott í firðinum okkar. Verði þróunin í fjölgun íbúa áfram með sama hætti þurfum við sem skipulagsvaldið höfum að spýta enn meir í lófana og bjóða bæði lóðir og góða þjónustu í öllum þéttbýliskjörnum svo fólk hafi búsetufrelsi. En það er ekki nóg, við þurfum líka að huga að lífsgæðum fjölskyldufólks með því að stilla álögum í hóf eins og hægt er, sérstaklega núna í mikilli verðbólgu og erfiðu vaxtaumhverfi. Þess vegna er skynsamlegt að hækkanir sveitarfélagsins séu ekki jafn miklar og víða í nágrannasveitarfélögum en þó er hægt að gera enn betur og vera ekki með flatar hækkanir á allar gjaldskrár. Hægt er að forgangsraða hækkunum, reikna betur hvað þarf að hækka og hvar sveitarfélagið getur tekið á sig sjálft hækkanir. Það er erfitt fyrir fjölskyldufólk að horfast í augu við hækkanir á t.d. leikskólagjöldum og mat í grunnskólum en VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði upp á góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Við studdum því ekki ekki gjaldskrárhækkanir í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024.
Hins vegar lögðum við til einni prósentu meiri hækkun á hafnargjöld, þar sem sú hækkun kæmi ekki við íbúa sveitarfélagins heldur þau fyrirtæki sem höfnina sækja. Meirihluti sá ekki ástæðu til að að afla aukins fjár á þann hátt og felldi tillöguna. Íbúar eiga greinilega að bera uppi aukinn kostnað og er það miður.

Við höfum undanfarið verið í mikilli vinnu í endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins með Haraldi Líndal en það er bæði hollt og gagnlegt að horfa á reksturinn í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög. Í samanburðinum sáum við að sveitarfélagið gerir margt vel en ýmislegt má þó gera betur. Eftir þá vinnu voru mörg atriði tekin til endurskoðunar og almenn sátt milli sveitarstjórnar um þau. Það er þó margt hægt að læra af ferlinu, það þyrfti t.d. að ganga mun hraðar en er ekki við neinn hér að sakast hvað það varðar.

Önnur atriði sem við getum lært af á undanförnum árum og höfum rætt að bæta er annars vegar fjárhagsáætlanagerð, en hana þarf að byrja mun fyrr og vinna markvissara. Við í minnihluta ræddum þetta talsvert á þessum tíma í fyrra og sennilega árið þar áður líka en það er fagnaðarefni að áður nefndur Haraldur lagði einmitt til að fara fyrr í þessa vinnu og þá þótti hugmyndin góð. Við treystum á að þarna verði breytingar strax í vor.
Annað sem við getum gert betur eru útboðin. Það þarf að fara fyrr af stað í útboðsvinnu og standa betur að málum. Ekki síst á næsta ári þar sem fjöldi verkefna er mikill, bæði nýframkvæmdir og viðhaldsáætlun. Er það metnaðarfullur listi sem samt þurfti að skera af og forgangsraða. Séu raunsæis gleraugun sett upp er hæpið að svo umfangsmiklar framkvæmdir verði að raunveruleika, ekki þá endilega vegna fjármagns heldur skorts á höndum til að vinna verkin. Væri til framtíðar litið skynsamlegt að forgangsraða enn frekar, fækka verkefnum og raunverulega framkvæma það sem á listanum er og gera það vel. En þarna kemur auðvitað inn kostnaður vegna viðhaldsskulda sveitarfélagins á mörgum eignum líka, verkefni sem illa geta beðið.

Okkur í VG og óháðum hefur líka verið tíðrætt um sveitarfélagið leggi áherslu á lögboðin verkefni eins og mat til eldri borgara óháð búsetu. Það er vonandi að það verkefni komist loks til framkvæmda í einhverri mynd á komandi ári. Önnur verkefni sem ekki eru lögboðin hanga enn á fjárhagsáætlun eins og kostnaður við Aðalgötu 21 þar sem kostnaður sveitarfélagsins hleypur á tugum milljóna og engin leið er að losna undan þeim samningi því miður, því þar er peningum sannarlega kastað á glæ. Önnur verkefni sem ekki eru lögboðin og eru á gráu svæði þarf að hreinsa af borðinu á komandi árum og verður það vonandi svo.

Staða sveitarfélagsins er betri en undanfarin ár og er það vel. Vonandi hætta viðvörunarbréf vegna skuldastöðu að berast sveitarfélaginu með aukinni hagræðingu og ráðdeildar í rekstri. Áfram þarf þó að halda rétt á málum og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á herðum íbúanna og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mikla og góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir VG og óháð.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Einar E Einarsson og tóku til máls.

Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár fór seint af stað og var áætluninn unnin í samstarfi allra framboða að mestu leyti. En betur má en duga skal og vonum við að fyrirheit um betri vinnubrögð komi til að standa á næsta ári. Að byrja fyrr og þar af leiðandi gefa nefndar- og starfsfólki færi á því að rýna tölur og velta steinum muni ekki bara skila okkur betri áætlunum heldur einnig skilvirkari og gagnsærri stjórnsýslu í sveitarfélaginu.
Gjaldskrárhækkanir sem samþykktar hafa verið í sveitarstjórn eru að okkar mati hóflegar í því verðbólgu umhverfi sem við búum við í dag. Mikilvægt er að sveitarfélög sýni ábyrgð í fjármálum og fylgi verðlagsþróun en á sama tíma leggi sitt af mörkum við að sporna við frekari verðbólgu.
Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins er metnaðarfull og teljum við flestar af þessum framkvæmdum þarfar og marga nauðsynlegar. Meðal framkvæmda sem við teljum nauðsynlegt að komist til framkvæmda er ný leikskólabygging í Varmahlíð, hönnun og aðaluppdrættir við grunnskólann og íþróttahús austan vatna sem og viðhaldsframkvæmdir við A- álmu í Árskóla. Leik- og grunnskólar eru grunnstoðir í nútíma samfélagi og því nauðsynlegt að þessar byggingar standist þarfir síbreytilegs og stækkandi samfélags.
Sveitarstjórn fékk á haustmánuðum niðurstöður úttektar Haraldar Líndal á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins Skagafjarðar og tillögur sem miða að því að bæta framangreinda þætti, þjónustu og starfsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins. Fram hefur farið umfangsmikil vinna og hefur sveitarstjórn starfað þétt saman við yfirferð skýrslunar, en við eigum ennþá langt í land. Í tillögum Haraldar Líndal er til dæmis ráðlagt að sveitarstjórn setji sér markmið í rekstri og að veltufé frá rekstri þurfi að vera 10 til 15% þegar litið er á rekstur A hluta sveitarfélagsins. Núna er það rétt rúm 6% og hefur ekki verið mikið hærra undanfarin ár. Við þurfum að hafa veltuféð hátt svo við höfum fjármuni til að borga niður skuldir og einnig eigið fé til framkvæmda. Það er erfitt til framtíðar að þurfa að taka lán fyrir afborgunum ár eftir ár. Fyrir þessu höfum við fulltrúar Byggðalistans talað fyrir og gerum enn. Það verklag að taka ný langtímalán til að eiga fyrir afborgunum lána er ekki góð fjármálastjórnun að okkar mati. Því munum við fulltrúar Byggðalistans sitja hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra, starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Fulltrúar Byggðalista Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.

Álfhildur Leifsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tóku til máls.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2024 ásamt þrjggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 5 atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar Vg og óháðra og Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ Finster Úlfarsson fulltrúar Byggðalista óska bókað að þau sitja hjá.

48.Fundagerðir Norðurár bs 2023

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

113. fundargerð stjórnar Norðurár bs frá 4. desember sl. lögð fram til kynningar á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023

49.Fundagerðir NNV 2023

Málsnúmer 2301008Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Náttúrstofu Norðurlands vestra frá 14. nóvember sl. lögð fram til kynningar á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023

50.Fundargerðir SSNV 2023

Málsnúmer 2303051Vakta málsnúmer

Fimm fundargerðir stjórnar SSNV frá 21. ágúst, 12. september, 3. október, 7. nóvember og 5. desember 2023 lagðar fram til kynningar á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023

51.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nl. vestra. 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 24. maí, 30. júni, 12. september og 16. nóvember 2023 lagðar fram til kynningar á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023

52.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 937 frá 12. nóvember, nr. 938 frá 24. nóvember og nr. 939 frá 5. desember sl. lagðar fram til kynningar á 20. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2023

Fundi slitið - kl. 19:05.