Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

73. fundur 29. nóvember 2023 kl. 15:00 - 19:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Málmey - afnota og leigusamningur - nýr umsjónaraðili

Málsnúmer 2208173Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði með umsóknarfresti til og með 22. nóvember sl. Alls bárust 9 umsóknir um stöðuna.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið en Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tók þátt í afgreiðslunni sem varamaður hennar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við þrjá af umsækjendunum og boða þá á fund byggðarráðs á næstu vikum.

2.Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2311256Vakta málsnúmer

Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundar við byggðarráð undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi og rekstur fornleifadeildar safnsins undanfarin ár og fjallaði um það sem framundan er og forsendur rekstrar næstu ára.

3.Framkvæmdir og viðhald 2024

Málsnúmer 2311167Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson og Jón Örn Berndsen frá veitu- og framkvæmdasviði koma til fundarins undir þessum dagskrárlið þar sem fjallað var um mögulegar nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni á árinu 2024.

4.Flugklasinn Air66N - styrkbeiðni

Málsnúmer 2311245Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Flugklasans Air 66N, dags. 24. nóvember 2023. Í erindinu er greint frá því að Akureyrarbær og nokkur önnur sveitarfélög hafi endurskoðað afstöðu sína til áframhaldandi fjárhagslegs stuðnings við Flugklasann á árinu 2024. Er í því ljósi óskað eftir því að Skagafjörður taki fyrri ákvörðun sína til endurskoðunar og haldi áfram að styðja Flugklasann á árinu 2024.
Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun að skipa eigi starfshóp sem vinnur að beinu flugi um Akureyrarflugvöll til framtíðar með áherslu á sértækt markaðsstarf, innviði og vöruþróun. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og vísar ákvörðuninni til gerðar fjárhagsáætlunar. Skagafjörður hefur styrkt Flugklasann frá árinu 2011. Ekki verður um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins.

5.Fjárhólf vestan Sauðárkróks

Málsnúmer 2311255Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks, dags. 22. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir því að gerður verði skriflegur samningur á milli félagsins og sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot fjáreigendafélagsins af hólfi vestan Sauðárkróks en félagið hefur haft afnot af hólfinu um margra ára skeið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

6.Götulokanir á Sauðárkróki

Málsnúmer 2311243Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 22. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að loka fyrir bílaumferð við Skagfirðingabraut og Aðalgötu, frá Ráðhúsi að gatnamótum Aðalgötu og Sævarstígs, sem og Bjarkarstíg að gatnamótum við Skógargötu, laugardaginn 2. desember nk. frá kl. 15-17 vegna hátíðarhalda í tengslum við tendrun ljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi. Fyrir liggur samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir þessari lokun.
Einnig tekin fyrir beiðni verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 20. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að loka hluta Bjarkarstígs á Sauðárkróki í desember og fyrstu vikuna í janúar líkt og gert var fyrir ári síðan vegna jólaports við bakaríið. Forsvarsmenn Sauðárkróksbakarís, myndlistarfélagins Sólons og Sauðárkrókskirkju hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu sinni til þessarar tímabundnu lokunar.
Byggðarráð samþykkir umbeðnar götulokanir fyrir sitt leyti.

7.Samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 2208288Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024

Málsnúmer 2310015Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir árið 2024 sem vísað var til byggðarráðs frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. nóvember sl.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Kauptaxti veiðimanna

Málsnúmer 2308044Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá vegna kauptaxta veiðimanna refa og minka en gjaldskráin var samþykkt á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að gjaldskráin hækki um 4,9% á árinu 2024 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð beinir því jafnframt til landbúnaðarnefndar að vinna drög að reglum um refa- og minkaveiði í Skagafirði sem í kjölfarið verði teknar til afgreiðslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins.

10.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2311158Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skattekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar, t.d. hvað varðar landstærð, fjölda þéttbýliskjarna, tekjugrundvöll o.fl.
Eins og birtingarmynd nýs líkans er í dag virðast millistór, fjölkjarna og landmikil sveitarfélög ekki fá hærri framlög en í eldra kerfi sem vekur nokkra undrun. Þá gerir nýtt líkan ekki ráð fyrir að hagkvæmni stærri sveitarfélaga með íbúafjölda 20-40 þúsund íbúa sé mikið meiri en millistóru, fjölkjarna, landmiklu sveitarfélaganna. Það vekur jafnframt furðu.
Með hliðsjón af nýju framlagi vegna höfuðstaðaálags / til sveitarfélaga með borgarvægi, vill byggðarráð Skagafjarðar minna á að nokkur sveitarfélög á landsbyggðinni eru í dag að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til. Rökstyðja þarf betur hverjar þær sérstöku aðstæður eru hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ sem kalla á sérstakt framlag umfram það sem ætti að veita til annarra sveitarfélaga vítt og breytt um landið. Einnig kallar álagsprósentan á sérstakan rökstuðning.

11.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um skatta og gjöld

Málsnúmer 2311166Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál, frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar gerir athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.
Í fyrsta lagi er eðlilegt að frumvarpið endurspegli stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi gistináttagjalds í samvinnu við ferðaþjónustuna og sveitarfélög landsins með það að markmiði að sveitarfélögin njóti góðs af gjaldtökunni.
Í öðru lagi vinnur frumvarpið mjög gegn því að dreifa ferðamönnum um landið, álagi vegna þeirra og tekjum, með því að fella á brott tollfrelsi til handa skemmtiferðaskipum í innanlandssiglingum. Þar er átt við skip sem taka farþega um borð hér á landi, sigla með þá á milli hafna hér á landi og skila þeim aftur í land hér á landi, oft kölluð leiðangursskip. Verði frumvarpið að lögum er viðbúið að þessi minni skip hætti að koma til landsins. Dreifing ferðamanna um landið mun þannig minnka verulega, tekjur hafna og ferðaþjónustufyrirtækja skerðast og tekjur ríkisins í formi vitagjalds mun einnig skerðast. Minni hafnir landsins og svæði eins og Norðurland vestra verður af mikilvægum tekjum af komu ferðamanna sem mun hafa áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á svæðum sem síst mega við slíkri tekjuskerðingu.

12.Samráð; Skilgreining á opinberri grunnþjónustu

Málsnúmer 2311183Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 238/2023, "Skilgreining á opinberri grunnþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 07.02. 2024.

13.Samráð; Drög að reglugerð um áætlun eignarmarka

Málsnúmer 2311203Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2023, "Drög að reglugerð um áætlun eignarmarka". Umsagnarfrestur er til og með 07.12.2023.

14.Samráð; Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg

Málsnúmer 2311249Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 245/2023, "Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg". Umsagnarfrestur er til og með 22.12.2023.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir skoðun smábátafélagsins Drangeyjar og FISK Seafood á áhrifum af drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg á fiskveiðar og fiskvinnslu í Skagafirði.

15.Ný spá Hagstofu og forsendur - 2023

Málsnúmer 2311213Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað, dags. 21. nóvember 2023, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað er um nýja spá Hagstofu Íslands um efnahagsþróun til næstu ára.

Fundi slitið - kl. 19:00.