Fara í efni

Fjárhólf vestan Sauðárkróks

Málsnúmer 2311255

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 73. fundur - 29.11.2023

Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks, dags. 22. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir því að gerður verði skriflegur samningur á milli félagsins og sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot fjáreigendafélagsins af hólfi vestan Sauðárkróks en félagið hefur haft afnot af hólfinu um margra ára skeið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 79. fundur - 10.01.2024

Til fundarins undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks, þau Þorbjörg Ágústsdóttir, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir og Þórarinn Hlöðversson til viðræðna um hólf til afnota fyrir félagið.
Byggðarráð felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna drög að samningi við félagið í samráði við sveitarstjóra.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024

Fjáreigendafélag Sauðárkróks sendi erindi dagsett 22. nóvember 2023 um að fá fjárhólf til afnota og leigu. Landið er uppi á hálsinum ofan Sauðárkróksréttar og golfvallar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd vísar drögum að samningi til afgreiðslu byggðarráðs.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 95. fundur - 30.04.2024

Vísað til byggðarráðs frá 1. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, þannig bókað:
Fjáreigendafélag Sauðárkróks sendi erindi dagsett 22. nóvember 2023 um að fá fjárhólf til afnota og leigu. Landið er uppi á hálsinum ofan Sauðárkróksréttar og golfvallar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vísar drögum að samningi til afgreiðslu byggðarráðs.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að senda þau til Fjáreigendafélagsins.