Fara í efni

Skipulagsnefnd

38. fundur 16. nóvember 2023 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
  • Þröstur Magnússon varam.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Efra-Haganes I - Brautarholt-Mýri - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2311097Vakta málsnúmer

Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd Fljótabakka ehf. sem er lóðarhafi lóðanna að Efra-Haganes I (lóð 3) L146801 og Brautarholts-Mýri L219260 í Haganesvík, óska eftir að lóðirnar verði merktar með landnotkun sem Verslunar- og þjónustulóðir með gulum lit eins og sýnt er á meðfylgjandi úrklippu úr Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, tillaga að nýjum gulmerkingum lóðanna er sýnd innan rauðrar strikalínu til aðgreiningar. Áætlað er að reka gistiþjónustu og hljóðupptökuver á þessum stöðum.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

2.Stóra-Brekka í Fljótum L146903 - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2311128Vakta málsnúmer

Kollgáta arkitektastofa fyrir hönd Fljótabakka ehf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagsstöðu jarðarinnar að Stóru Brekku í Fljótum L146903 fyrir hönd lóðarhafa. Óskað er eftir því að jörðin fái skilgreinda landnotkun sem athafnarsvæði með ljósgráum lit eins og sýnt er á meðfylgjandi úrklippu úr Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, tillaga að nýrri merkingu jarðarinnar er sýnd innan rauðrar strikalínu til aðgreiningar. Í Stóru-Brekku er stuðningstarfsemi við ferðaþjónustustarfsemi í Fljótunum og breyting þessi gerir eigendum kleift að styrkja enn frekar starfsemi sýna í Stóru-Brekku hvað varðar geymslur, verkstæði og þjónustu við tæki og bifreiðar fyrirtækisins ásamt annarri stoðþjónustu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðna breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingin verði unnin á kostnað umsækjanda í samræmi við gildandi samþykktir sveitarfélagsins.

Þá bendir nefndin einnig á að landeigendur/framkvæmdaraðilar geta óskað eftir heimild hjá sveitarstjórn til að vinna sjálfir að gerð deiliskipulags sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 123/2010. Skulu landeigendur/framkvæmdaraðilar þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.

3.Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag

Málsnúmer 2311127Vakta málsnúmer

Þann 24. nóvember 2022 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar umsókn landeiganda Helgustaða, landnr. 192697, um að landeigandi léti vinna deiliskipulag fyrir Helgustaði á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að svæðið verði skilgreint í landnotkunarflokk (VÞ) verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.
Þegar hefur verið auglýst skipulagslýsing, sem sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 15. febrúar 2023, vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem koma fram helstu meginforsendur landnotkunar á Helgustöðum. Skipulagslýsingin var auglýst frá 17. febrúar til 8. mars 2023. Landeigandi telur því að heimilt sé að falla frá auglýsingu skipulagslýsingar í samræmi við ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Jakobína H. Hjálmarsdóttir þinglýstur eignandi sumarbústaðarlandsins Helgustaðir landnr. 192697, í Unadal, Skagafirði óskar eftir því við skipulagsnefnd að nefndin taki fyrir meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi útg. 1.0, dags. 21.02.2023 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer skipulagsuppdráttar er DS01 í verki 782701. Að fengnu samþykki nefndar og staðfestingar sveitarstjórnar er óskað eftir því að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Þá er einnig óskað eftir því að landeignin verði leyst úr landbúnaðarnotkun.
Jafnframt er óskað eftir undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013:
- Gr. 5.3.2.14 um skipulag við vötn, ár og sjó. Umbeðin undanþága á við um gróðurhús sem reist hafa verið innan skipulagsmarka og eru staðsett skemur en 50 metra frá Unadalsá. Töluverður halli er frá ánni og að gróðurhúsum. Aðgengi verður tryggt að bökkum Unadalsár og er sýnt á deiliskipulagsuppdrætti.
- Gr. 5.3.2.5, d) lið Fjarlægð milli bygginga og vega. Vísað er í heimild til að víkja frá 50 metra fjarlægðarreglu þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar. Um er að ræða byggingarreit fyrir sem er skemur en 50 metra frá Hólakotsvegi (7827). Svæðið verður skilgreint í aðalskipulagi VÞ Verslunar
og þjónustusvæði með aðalskipulagsbreytingu sem er í vinnslu fyrir svæðið.
Einnig er erindið áritað fyrir hönd Dalaseturs ehf., sem er skráður eigandi fasteigna á Helgustöðum.

Skipulagsnefnd fellst á beiðni um undanþágu gr. 5.3.2.14 og 5.3.2.5 d) lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun verði samþykkt og nefndin felst á að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar vegna deiliskipulags í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 .
Einnig leggur skipulagsnefnd til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Unadal í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 og auglýsa tillöguna samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.

4.Aðalgata 20 - Lóðarmál

Málsnúmer 2307027Vakta málsnúmer

Michal Lukasz Sikorski og Sigurjón Rúnar Rafnsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafar Aðalgötu 20, L143126, Sauðárkróki óska eftir skiptingu lóðar skv. framlögðum gögnum sem eru:
-
30152001AM_Adalgata_20b-Skipting_lodar
-
30152001AM_Adalgata_20b_23.10.2023, unnið af Magnúsi Frey Gíslasyni
-
Auk fylgiskjals með umsókn lóðarhafa, dags, 22.09.2023, um skiptingu lóðar, skrá 30152002YFIRL Aðalgata 20 lóðamörk dags.
09.11.2023 unnið af Birni Magnúsi Árnasyni, gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Innan lóðarinnar eru tvær fasteignir, fasteignanr. F2131141 og F2131143.

Skipulagsnefnd samþykkir þá umbeðnu afmörkun og skiptingu lóðarinnar eins og hún kemur fram á fylgiskjali, 30152002YFIRL Aðalgata 20 lóðamörk.
Nefndin bendir jafnframt á að í gangi er deiliskipulagsvinna fyrir umrætt svæði og gætu lóðarmörk tekið breytingum í þeirri vinnu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamninga við hluteigandi.

5.Kleifatún 6, Melatún 1 og 3 - Lóðarmál

Málsnúmer 2310126Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag lóðarhafa Melatúns 3, L228436, Kleifatúns 6, fnr. L208445 og Melatúns 1 fnr. L228434 varðandi hlaðinn steinvegg sem byggður hefur verið er á milli framangreindra lóða.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomið samkomulag og felur skipulagsfulltrúa undirritun þess fh. sveitarfélagsins.

6.Dýjabekkur L146008 - Beiðni um byggingarreit

Málsnúmer 2311098Vakta málsnúmer

Arnór Hafstað landeigandi Dýjabekks L146008 sækir um leyfi til þess að byggja aðstöðuhús/gestahús, norðan og norðvestan við íbúðarhúsið að Dýjabekk, á 100 m2 byggingarreit sem sýndur er á meðfylgjandi afstöðuupdrætti dags. 06.11.2023, unninn af Ingunni Hafstað arkitekt. Byggingar á reitnum eru ætlaðar til geymslu á verkfærum og öðrum munum og eftir atvikum sem gestahús. Hámarkshæð bygginga frá jörð er 3,5m. Í fyrsta áfanga er ætlunin að sækja um leyfi til að byggja 20-30 m2 geymslu.
Með fylgir undirritað samþykki meðeigenda jarðarinnar þeirra Ingibjargar Hafstað og Ingunnar Helgu Hafstað að þær geri ekki athugasemdir við umbeðinn byggingarreit.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið um að fenginni umsögn minjavarðar.

7.Starrastaðir land (146226) - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits

Málsnúmer 2310236Vakta málsnúmer

Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, Helgi Ingimarsson og Inga Dóra Ingimarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Starrastaðir land, landnúmer 146226 óska eftir heimild til að stofna 1600 m2 spildu úr landi jarðarinnar, sem "Kvíholt", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75760300 útg. 13.10.2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Óskað er eftir að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10) með heitið "Kvíholt" í fasteignaskrá.
Öll hlunnindi tilheyra áfram Starrastöðum land lnr. 146226. Landið er ekki skráð í lögbýlaskrá 2023.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Kvöð er um yfirferðarrétt að útskiptri spildu, um Starrastaði land (lnr. 146226) og Starrastaði (lnr. 146225) um núverandi heimreið (vegur nr. 7533) og vegslóða eins og sýnt er á meðf. afstöðuuppdrætti. Landeigendur Starrastaða lnr. 146225 árita erindið til samþykktar.

Undirritaðir þinglýstir eigendur Starrastaða lands. lnr. 146226 óska jafnframt eftir heimild til að stofna 625 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús, líkt og sýnt er á meðf. uppdrætti. Um er að ræða byggingarreit fyrir um 100 m2 íbúðarhús. Byggingarreiturinn er innan útskiptrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum.

Skipulagsnefnd samþykkir landskiptin og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.

8.Fjárhagsáætlun 09 2024

Málsnúmer 2310278Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2024 og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:00.