Fara í efni

Skipulagsnefnd

8. fundur 06. október 2022 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Anna Kristín Guðmundsdóttir skipulagsráðgjafi fór yfir minnisblað dagssett 29.09.2022 verknúmer SSRG2103 sem unnið var af henni og Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands vegna Freyjugötureitsins að ósk skipulagsnefndar til að skýra betur athugasemdir nefndarinnar við drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

2.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Magnús Freyr Gíslason og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir rekstraraðilar veitingastaðarins Sauðár (Lóð 70 við Sauðárhlíð L144009) óska eftir að leitað verði leiða til að koma fyrir 8-10 bílastæðum á samliggjandi lóð þeirra og sveitarfélagsins, þ.e.a.s. innan lóðarinnar og utan lóðar á svæði sveitarfélagsins þar sem þegar er búið að leggja Ecoraster bílaplan.
Skipulagsfulltrúi hefur látið vinna minnisblað hjá Eflu verkfræðistofu um umferðaröryggi á svæðinu í tengslum við deiliskipulagsvinnu við tjaldsvæði í Sauðárgili.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til deiliskipulagsgerðar svæðisins.

3.Borgargerði 2 (145921) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2209139Vakta málsnúmer

Kristín Elfa Magnúsdóttir fyrir hönd Videosport ehf. þinglýsts landeiganda jarðarinnar Borgargerði 2, 145921 óskar eftir heimild til að stofna 19,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Borgargerði 4“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72954303 útg. dagsetning 9. september 2022. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Landheiti útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðar og ber sama staðvísi. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með þetta staðfang.
Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I og II flokki.
Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð.

Engin fasteign er á umræddri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Ræktað land sem fylgir landskiptum þessum nemur 3,8 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Borgargerði 2, landnr. 145921.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


4.Hofskirkja 146540 - Lóðarmál

Málsnúmer 2208215Vakta málsnúmer

Lilja Pálmadóttir f.h. Hofstorfunnar slf. og Rúnar Páll Hreinsson fyrir hönd Hofssóknar leggja fram eignayfirlýsingu og samning um landskipti dags. 31. maí 2022 um afmörkun lóðar fyrir kirkjugarð Hofskirkju á Höfðaströnd, L146540.
Fylgjandi framangreindri yfirlýsingu:
Lóðarblað, “Lóð fyrir kirkju og kirkjugarð", mælt 24.10.2016 og unnið af Sigurgeiri Skúlasyni hjá Kirkjugarðaráði.
Afrit af kaupsamningi og afsali dags 31. maí 2022.
Héraðsdómur Norðurlands vestra, mál nr. E-5/2021
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

5.Melur II 145988 - Umsókn um landskipti og byggingarreit

Málsnúmer 2209303Vakta málsnúmer

Árni Björn Björnsson f.h. 13 29 ehf., þinglýsts eiganda landeignarinnar Melur II, landnúmer 145988 óskar eftir samþykki Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum Mels II á móti Reynistað, L145992, og Klausturbrekku, L192387, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77770401, dags. 19. sept. 2022. Afstöðuuppdráttur var unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing dagsett 22.09.2022.
Þá er óskað eftir heimild til að stofna 4.218 m² (0,42 ha) spildu úr landi Mels II, landnr. 145988, sem „Melur 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77770401 útg. 19. sept 2022. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið um búsetu í dreifbýli. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og áhrif á búrekstrarskilyrði eru óveruleg. Landskipti skerða ekki landbúnaðarland í I. og II. flokki. Stærð Mels II eftir landskipti verður 3,58 ha.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalóðar með næsta lausa staðgreini.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Mel II, landnr. 145988.
Kvöð um aðkomu/yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreið og vegarslóða í landi Mels II, L145988, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Jafnframt er óskað eftir stofnun byggingarreits á landi Mels II, L145988, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01. Byggingarreitur liggur innan afmörkunar útskiptrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum. Um er að ræða 2.694 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 300 m². Aðkoma er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Fyrir liggur umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


6.Sólheimar 2 L234457 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2209307Vakta málsnúmer

Axel Kárason þinglýstur eigandi Sólheima 2, Skagafirði (landnr. 234457), óskar eftir heimild til að stofna 3000 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús og bílskúr á jörðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75815002 útg. 21.09.2022. Afstöðuuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Fyrir liggur umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

7.Sólheimagerði land 1 - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 2209332Vakta málsnúmer

Magni Þ. Geirsson og Fjóla K. Halldórsdóttir eigendur lóðarinnar Sólheimagerði land 1, L203138 ásamt frístundahúss sem á lóðinni stendur sækja um breytt heiti eignarinnar. Sótt er um að lóðin Sólheimagerði land 1, L203138 fái heitið Heiðarbær.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

8.Birkimelur í Varmahlíð - Íbúðarlóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2205117Vakta málsnúmer

Umsóknir bárust í allar þrjár einbýlishúsalóðirnar og eina parhúsalóð við Birkimel í Varmahlíð sem auglýstar voru þann 17. ágúst 2022.
Útdráttur fer fram á næsta fundi skipulagsnefndarinnar sem er síðar í dag 6. október, kl. 16:00.
Farið var yfir lista umsækjenda og hann samþykktur af nefndinni.
Nefndin áréttar að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu komi til þess að lóðarúthlutun gangi til baka á grundvelli ófullnægjandi gagna og eða tímafrests.

9.Nestún norður - Parhúsalóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2205116Vakta málsnúmer

Umsóknir bárust í allar fjórar parhúsalóðirnar í Nestúni sem auglýstar voru þann 17. ágúst 2022.
Gengið hefur verði úr skugga um að lóðarumsóknir fullnægi skilyrðum reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða áður en dregið verði úr umsóknum. Útdráttur fer fram á næsta fundi skipulagsnefndarinnar sem er síðar í dag 6. október, kl. 16:00.
Skipulagsfulltrúi og lögmaður sveitarfélagsins höfðu óskað eftir frekari gögnum frá umsækjendum til að hægt sé að úthluta lóðum samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Farið var yfir lista umsækjenda og hann samþykktur af nefndinni.
Nefndin áréttar að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu komi til þess að lóðarúthlutun gangi til baka á grundvelli ófullnægjandi gagna og eða tímafrests.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun erindisins, Einar Eðvald Einarsson varamaður kom í hennar stað.
Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa vék einnig af fundi við afgreiðslu erindisins.

10.Skógræktarfélag Íslands - ályktun frá aðalfundi

Málsnúmer 2209282Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.

11.Laugavegur 19 - Lóðarmál

Málsnúmer 2108183Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagssettum 04.10.2022 skilar Sif Kerger inn byggingarlóð við Laugaveg 19 í Varmahlíð sem henni var úthlutað á 407. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 1.júní 2021.
Skipulagsfulltrúa falið að koma lóðinni á lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 12:00.