Fara í efni

Birkimelur í Varmahlíð - Íbúðarlóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2205117

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum.
Nefndin samþykkir að auglýsa þær lóðir sem verða aðgengilegar í fyrsta áfanga gatnagerðar við Birkimel, þrjár einbýlishúslóðir (25, 27 og 32), þrjár parhúsalóðir (13-15, 17-19 og 21-23) og eina raðhúsalóð (34-40) lausar til umsóknar. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla árs 2022. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Skipulagsfulltrúa falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar.

Skipulagsnefnd - 7. fundur - 22.09.2022

Umsóknarferli um lausar lóðir við Birkimel í Varmahlíð lauk þann 15.09.2022. Í samræmi við úthlutunarreglur hefst nú undirbúningsferli skipulagsfulltrúa fyrir úthlutun þar sem draga þarf á milli umsækjenda.
Nánari tímasetning útdráttar verður auglýst síðar og umsækjendum boðið að vera viðstödd útdrátt.

Skipulagsnefnd - 8. fundur - 06.10.2022

Umsóknir bárust í allar þrjár einbýlishúsalóðirnar og eina parhúsalóð við Birkimel í Varmahlíð sem auglýstar voru þann 17. ágúst 2022.
Útdráttur fer fram á næsta fundi skipulagsnefndarinnar sem er síðar í dag 6. október, kl. 16:00.
Farið var yfir lista umsækjenda og hann samþykktur af nefndinni.
Nefndin áréttar að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu komi til þess að lóðarúthlutun gangi til baka á grundvelli ófullnægjandi gagna og eða tímafrests.

Skipulagsnefnd - 9. fundur - 06.10.2022

Eftir úrvinnslu skipulagsfulltrúa á umsóknum og samskipti við umsækjendur eru 4 umsóknir um 3 einbýlishúsalóðir og eina parhúsalóð til afgreiðslu. Þær voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 17. ágúst 2022. Einungis þarf að draga um lóð nr. 32.

Umsóknir bárust um allar lóðirnar sem sótt var um sem fyrsta val, því er ekki útdráttur milli umsækjenda sem sækja um þessar lóðir til vara sem annan kost.

Birkimelur 21-23:

Ein umsókn er um lóðina frá Andra Snæ Tryggvasyni og Dalmari Snæ Marinóssyni. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta þeim lóðinni númer 21-23 við Birkimel.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

Birkimelur 25:
Ein umsóknir barst sem fyrsta val frá Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðssyni. Þá sækja eftirtaldir aðilar um lóðina sem annan kost: Annars vegar Sigurður Óli Ólafsson og Helga Rós Sigfúsdóttir og hins vegar Sigurbjörg Eva Egilsdóttir.

Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Helgu Sjöfn Pétursdóttur og Hjalta Sigurðssyni lóðinni númer 25 við Birkimel.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

Birkimelur 27:
Ein umsóknir barst sem fyrsta val frá Sigurbjörgu Evu Egilsdóttur. Þá sækja eftirtaldir aðilar um lóðina sem annan kost: Helga Sjöfn Pétursdóttir og Hjalti Sigurðsson.

Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Sigurbjörgu Evu Egilsdóttur lóðinni númer 27 við Birkimel.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

Birkimelur 32:
Umsóknir sem fyrsta val bárust annars vegar frá Sveini Rúnari Gunnarssyni en hins vegar frá Sigurði Óla Ólafssyni og Helgu Rós Sigfúsdóttur.

Sigfús Ingi Sigfússon víkur af fundinum við útdrátt og afgreiðslu þessa liðar.

Útdreginn umsækjandi er Sigurður Óli Ólafsson og Helga Rós Sigfúsdóttir. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Sigurði Óla Ólafssyni og Helgu Rós Sigfúsdóttur lóðinni númer 32 við Birkimel.
Er þeim afhent leiðbeiningarblað um öflun greiðslumats.



Skipulagsnefnd - 10. fundur - 20.10.2022

Fyrir liggur úrskurður í kærumáli nr. 51/2022 vegna deiliskipulags við Birkimel í Varmahlíð um að deiliskipulagið standi. Því fellur sá fyrirvara sem auglýstur var um úthlutun lóða við Birkimel úr gildi.
Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.

Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Birkimel í Varmahlíð frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Vísað frá 10. fundi skipulagsnefndar frá 20. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Fyrir liggur úrskurður í kærumáli nr. 51/2022 vegna deiliskipulags við Birkimel í Varmahlíð um að deiliskipulagið standi. Því fellur sá fyrirvara sem auglýstur var um úthlutun lóða við Birkimel úr gildi.
Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Birkimel í Varmahlíð frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.