Fara í efni

Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuði í samræmi við umræður fundarins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 423. fundur - 20.01.2022

2105267 - Freyjugötureitur - Deiliskipulag
Lögð fram skipulagslýsing dagsett 3.janúar 2022 unnin af Óskari Erni Gunnarssyni og Björk Guðmundsdóttur hjá Landmótun vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar við Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
Fjöli íbúða í aðalskipulagstillögu Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035 er ekki samkvæmt samningi sveitarfélagsins og félaganna Nýjatúns og Hrafnshóls og óska félögin því eftir að gerð verði aðalskipulagsbreyting til að lagfæra íbúðarfjöldann fyrir fyrrnefndan Freyjugötureit úr 40 nýjum íbúðum í 58.



Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að uppfæra íbúðarfjölda í samræmi við gerða samninga í næstu aðalskipulagsbreytingu, skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram með athugasemdir nefndarinnar vegna skipulagslýsingarinnar og taka uppfært erindi fyrir á næsta fundi.


Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Landmótun leggur fram, fyrir hönd Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf., skipulagslýsingu dags. 26.01.2022 fyrir svokallaðan Freyjugötureit sem afmarkast af Freyjugötu, Knarrarstíg og Strandgötu. Í gildi er eldra deiliskipulag frá 1987 fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki. Komi til gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi sami hluti í eldra deiliskipulagi. Áform eru um að byggja nýja íbúðabyggð miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við gamla bæinn og nýta þannig reit sem staðið hefur óbyggður um langt skeið.
Reiturinn er staðsettur miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við elsta hluta byggðar á svæðinu og mun uppbygging taka mið af því. Við gerð deiliskipulagsins verður horft til þess að endurhanna eða breyta aðkomu inn á svæðið þar sem núverandi aðkoma er kröpp og liggur nálægt Freyjugötu 11. Helstu markmið tillögunnar eru eftirfarandi:
Að skapa betra skjól og rýmismyndum með nýjum byggingum og gróðri.
Styrkja og bæta götumynd við Freyjugötu og Strandveg.
Þétta byggð miðsvæðis á Sauðárkróki og nýta þannig betur núverandi innviði.
Beina lífi inn á miðbæjarsvæðið með auknum fjölda íbúa.
Vernda heildarsvipmót byggðarinnar með nærgætinni hönnun húsa sem samsvarar sig við eldri og nærliggjandi byggð.
Breyta aðkomu inn á svæðið m.t.t. umferðaröryggis og næðis fyrir íbúa í hverfinu.
Fjöldi bílastæða skuli miðast við eftirfarandi stærðarviðmið: Eitt bílastæði á hverja íbúð 50 m2 og minni og 1-2 bílastæði á íbúðir yfir 50m2
eftir því sem aðstæður leyfa.

Áformaður uppbyggingarreitur afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrarstígs til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata og frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur, en er nú horfinn.

Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Landmótun leggur fram, fyrir hönd Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf., skipulagslýsingu dags. 26.01.2022 fyrir svokallaðan Freyjugötureit sem afmarkast af Freyjugötu, Knarrarstíg og Strandgötu. Í gildi er eldra deiliskipulag frá 1987 fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki. Komi til gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi sami hluti í eldra deiliskipulagi. Áform eru um að byggja nýja íbúðabyggð miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við gamla bæinn og nýta þannig reit sem staðið hefur óbyggður um langt skeið.
Reiturinn er staðsettur miðsvæðis á Sauðárkróki í nálægð við elsta hluta byggðar á svæðinu og mun uppbygging taka mið af því. Við gerð deiliskipulagsins verður horft til þess að endurhanna eða breyta aðkomu inn á svæðið þar sem núverandi aðkoma er kröpp og liggur nálægt Freyjugötu 11. Helstu markmið tillögunnar eru eftirfarandi:
Að skapa betra skjól og rýmismyndum með nýjum byggingum og gróðri.
Styrkja og bæta götumynd við Freyjugötu og Strandveg.
Þétta byggð miðsvæðis á Sauðárkróki og nýta þannig betur núverandi innviði.
Beina lífi inn á miðbæjarsvæðið með auknum fjölda íbúa.
Vernda heildarsvipmót byggðarinnar með nærgætinni hönnun húsa sem samsvarar sig við eldri og nærliggjandi byggð.
Breyta aðkomu inn á svæðið m.t.t. umferðaröryggis og næðis fyrir íbúa í hverfinu.
Fjöldi bílastæða skuli miðast við eftirfarandi stærðarviðmið: Eitt bílastæði á hverja íbúð 50 m2 og minni og 1-2 bílastæði á íbúðir yfir 50m2 eftir því sem aðstæður leyfa.

Áformaður uppbyggingarreitur afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrarstígs til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata og frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur, en er nú horfinn.

Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Sveinn Þ.F. Úlfarsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs,

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjaðar samþykkir framlagða lýsingu með níu atkvæðum og jafnframt að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að uppfæra þurfi deiliskipulagstillögu í samræmni við skipulagslýsingu sem nú er í auglýsingarferli.
Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta skipulagslýsingu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Skipulagsnefnd - 1. fundur - 20.06.2022

Farið yfir drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn unnin af Óskari Erni Gunnarssyni hjá Landmótun. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 12. fundur - 07.09.2022

Fulltrúi Hrafnhóls ehf. Sigurður Garðarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Hann veitti upplýsingar um stöðu vinnu við deiliskipulag Freyjugötureits og framkvæmdir á reitnum af hálfu fyrirtækisins. Fyrirtækið stefnir að því að auglýsa átta íbúðir fjölbýlishússins til leigu um mánaðamótin september/október n.k.

Skipulagsnefnd - 8. fundur - 06.10.2022

Anna Kristín Guðmundsdóttir skipulagsráðgjafi fór yfir minnisblað dagssett 29.09.2022 verknúmer SSRG2103 sem unnið var af henni og Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands vegna Freyjugötureitsins að ósk skipulagsnefndar til að skýra betur athugasemdir nefndarinnar við drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 24.11.2022

Arnar Birgir Ólafsson frá Teiknistofu Norðurlands kynnti minnisblað með rýni á drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 16. fundur - 12.01.2023

Drög að deiliskipulagi fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki lögð fram.
Skipulagsmörk eru um 1,1 ha að stærð og afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrastíg til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata. Frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur og heldur hún nafni sínu og ný gata sem verður til fær nafnið Bjarkarstígur í tillögunni.
Markmiðið er að byggja nýja íbúðarbyggð og þétta miðbæinn til að skapa aukið aðdráttarafl fyrir núverandi og nýja íbúa á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu. Með byggingu nýrra húsa skapast betra skjól, rýmismyndun verður betri, götumynd verður heillegri, götulína styrkist og meira líf beinist inn á miðbæjarsvæðið.
Skipulagsgögn eru greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. 01 í verki nr. 5200-DI2102, dagsett 14.12.2022 sem unnin var hjá Landmótun fyrir hönd Hrafnhóls ehf.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 17. fundur - 26.01.2023

Á fundinum gerði Arnór Halldórsson hrl. grein fyrir helstu ákvæðum samnings dags. 25.09. 2020 milli sveitarfélagsins annars vegar og Hrafnshóls og Nýjatúns hins vegar sem fjalla um tímaramma þróunarverkefnisins, skyldur aðilanna og möguleg vanefndaúrræði sveitarfélagsins. Fram komu sjónarmið um að félögin hafi ekki staðist kröfur samningsins um framvindu verkefnisins. Einnig var bent á að deiliskipulagstillögur Landmótunar f.h. Hrafnshóls uppfylltu ekki skilyrði 1. mgr. 37. gr. skipulagslaga um að tilgreina skuli nýtingarhlutfall lóða. Töluvert skorti því á að tillögurnar séu tilbúnar.

Eftir umræður var ákveðið að skipulagsfulltúi leitaði liðsinnis lögmanns til þess að fara nánar yfir málið m.t.t. efnda félaganna skv. samningnum og gera tillögur um úrræði til þess að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 09.02.2023

Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki, greinargerð og uppdráttur dagsett 2. febrúar 2023.

Skipulagsfulltrúi upplýsir að Teiknistofa Norðurlands hafi fengið hin uppfærðu gögn til rýningar með tillit til fyrri athugasemda skipulagsnefndarinnar.

Skipulagsnefnd - 19. fundur - 21.02.2023

Farið yfir minnisblað dags. 13.02.2023 frá Teiknistofu Norðurlands sem unnið var út frá athugasemdum skipulagsnefndarinnar vegna uppfærðra skipulagsgagna sem bárust 2. febrúar síðastliðinn.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 23.03.2023

Farið yfir minnisblað með rýni á uppfærð drög að deiliskipulagstillögu dags. 07.03.2023 fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.