Fara í efni

Skipulagsnefnd

19. fundur 21. febrúar 2023 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2211029Vakta málsnúmer

Hlynur Torfi Torfason og Íris Anna Karlsdóttir ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf kynntu vinnslutillögur ásamt breytingaruppdráttum þar sem við á fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Farið yfir minnisblað dags. 13.02.2023 frá Teiknistofu Norðurlands sem unnið var út frá athugasemdum skipulagsnefndarinnar vegna uppfærðra skipulagsgagna sem bárust 2. febrúar síðastliðinn.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

3.Hesteyri 2 - Beiðni um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2301018Vakta málsnúmer

Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2022 þar sem bókað var:
“Þinglýstur lóðarhafi Hesteyrar 2 Sauðárkróki, L143445 óskar eftir heimild að vinna breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á eigin kostnað, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að stækka vélaverkstæði með viðbyggingu sem er að grunnfleti um 1070m².
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita lóðarhafa, Kaupfélagi Skagfirðinga, heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar."

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og óskar eftir frekari kynningu á framkominni tillögu.

4.Hesteyri 1 og Vatneyri 1- Beiðni um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302199Vakta málsnúmer

Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2022 þar sem bókað var:
“Óskar Garðarsson f.h. Dögunar ehf, Hesteyri 1 óskar eftir heimild til að vinna á eigin kostnað, og í samráði við sveitarfélagið, breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. hafnarreglugerðar Skagafjarðarhafna nr. 1040, dags. 12. nóv. 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita Dögun ehf. heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar."
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað.

5.Brautarholt L146701 - Fyrirspurn um breytta notkun.

Málsnúmer 2301067Vakta málsnúmer

Sveinn Jóhann Einarsson eigandi Brautarholts L146701 á Hofsósi óskar eftir 8. febrúar sl. að íbúðarhúsið Brautarholt verði skráð sumarhús.
Skipulagsnefnd bendir á að umrætt hús stendur innan svæðis sem í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er skilgreint ÍB-603, íbúðasvæði.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Fundi slitið - kl. 12:00.