Fara í efni

Skipulagsnefnd

1. fundur 20. júní 2022 kl. 13:00 - 15:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sett fundinn og sat fyrstu tvo fundarliði.
Jón Daníel Jónsson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Arnar Freyr Ólafsson ráðgjafi í skipulagsmálum sat einnig fundinn.

1.Kosning formanns, varformanns og ritara - skipulagsnefnd

Málsnúmer 2206214Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um Sigríði Magnúsdóttur sem formann, Jón Daníel Jónsson sem varaformann og Eyþór Fannar Sveinsson sem ritara. Áheyrnarfulltrúi verður Álfhildur Leifsdóttir. Samþykkt samhljóða. Sigríður Magnúsdóttir tók nú við fundarstjórn.

2.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn unnin af Óskari Erni Gunnarssyni hjá Landmótun. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

3.Hesteyri - Vatneyri - Gamla bryggja - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206202Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirliggjandi verkframkvæmdum við göturnar Hesteyri, Vatneyri og svæðið sem nefnt er Gamla bryggja. Framlögð gögn gera grein fyrir ætlaðri framkvæmd sem varða:
Lagning stofnstrengja fyrir rafmagn
-
Fráveitulagnir, regn og skólplagnir, tenging við núverandi stofna
-
Hitaveitulagnir, stofnlögn að bryggjum
-
Lagnir fyrir kalt vatn, stofnlagnir að
-
Gröftur og fylling götukassa og í plön
-
Efra burðarlag
-
Brunnar og niðurföll
-
Malbikun
-
Kantsteinar
-
Gangstéttar
Framkvæmdirnar snúa allar að vinnu á landi og munu ekki hafa áhrif á sjávarbotn eða lífríki sjávar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

4.Reykjarhóll lóð 146877 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2205261Vakta málsnúmer

Magnús Eiríksson lóðarhafi lóðarinnar Reykjarhóll lóð, landnúmer 146877 óskar eftir heimild til að stofna 806,5m² byggingarreit á landi lóðarinnar eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 78891001 útg. 25. maí. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Um er að ræða byggingarreit fyrir aðstöðuhús að hámarki 80 m² að stærð. Sumarhúsið Lynghóll (F2144297) 80,7 m2 að stærð, byggt árið 1988 verður einnig innan fyrirhugaðs byggingarreits.


Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

5.Viðvík 146424 - Umsókn um landskipti og byggingarreit

Málsnúmer 2205196Vakta málsnúmer

Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424) óskar eftir heimild til að stofna 17.085 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Stjörnumýri“, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 72091001, dags útg. 17. maí 2022. Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði. Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Landheiti útskiptrar spildu er ekki að finna á öðru landi í Skagafirði. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Viðvík, landnr. 146424.
Jafnframt er óskað eftir heimild til að stofna 450 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús og 250 m2 byggingarreit fyrir vélageymslu innan spildunnar, líkt og sýnt er á sama uppdrætti. Byggingarreitirnir eru innan útskiptrar spildu og munu tilheyra henni að landskiptum loknum.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti en hafnar umbeðnum byggingarreitum á grundvelli laga nr.123/2010 og óskar eftir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.


6.Viðvík land 178681 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum og byggingarreit.

Málsnúmer 2205197Vakta málsnúmer

Kári Ottósson þinglýstur eigandi landsspildunnar Viðvík land (landnr. 178681) óska eftir heimild til að stofna 450 m² byggingarreit undir íbúðarhús á landsspildunni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 72091001, dags. 17. maí 2022. Þá er óskað eftir skráningu á hnitsettri afmörkun landsins í landeignaskrá Þjóðskrár Íslands, eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti S01, dags. 17. maí 2022. Hnitsett afmörkun landsins, á meðfylgjandi uppdrætti, er skv. þinglýstu skjali nr. 746/1995. Stærð landsins er 7,5 ha (75.000 m²). Kári Ottósson þinglýstur eigandi Viðvíkur lands, L178681, er þinglýstur eigandi aðliggjandi landeigna. (Ekki er verið að sækja um breytingu á ytri afmörkun Viðvíkur lands, L178681.)

Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun landspildunnar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.


7.Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - sala sumarbústaðalanda Árbakki og Hrólfsstaðir

Málsnúmer 2205190Vakta málsnúmer

Vísað frá sveitarstjórn:
Með erindi þessu er upplýst að óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., kt. 531210-3520 á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins.

Í meðfylgjandi umsókn koma fram upplýsingar um aðrar eignir umsækjanda og tengdra aðila. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er hér með óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2022. Meðfylgjandi eru gögn málsins.


Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomið erindi þ.e.a.s. þá þætti sem varða skipulagsmál og samræmast gildandi aðalskipulagi og vísar erindinu til sveitarstjórnar.

8.Dúkur 145969 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2206037Vakta málsnúmer

Einar Jakobsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Dúks, landnúmer 145969 óskar hér með eftir heimild til að stofna 13,9 ha (138.808m2) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Dúkur 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79000104 útg. 24.05.2022 Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð.

Landheiti útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðar og ber sama staðvísi. Þá er notaður næsti lausi staðgreinir til að tryggja einkvæmi staðfangs. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með þetta staðfang.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Ræktað land sem fylgir landskiptum nemur 11,3 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti.
Engin önnur hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dúki, landnr. 145969.

Þá óskar landeigandi eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar milli punkta LM01 og LM09 sem fylgja merkajagirðingu (utan vegar) og milli punkta LM09 og LM12 sem er á milli girðinga, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79000104 útg. 24.05.2022 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

9.Birkimelur 18 - Lóðarmál

Málsnúmer 2206119Vakta málsnúmer

Víglundur Rúnar Pétursson og Hafdís Edda Stefánsdóttir eigendur Birkimels 18 í Varmahlíð óska eftir stækkun lóðar að Birkimel 18.
Eins og meðfylgjandi gögn sýna var færsla bílageymslu að Birkimel 18 heimiluð út fyrir lóðarmörk í vestur, samkvæmt bókun byggingarfulltrúa frá 07.07.2005
Eigendur óska eftir að fá lóðamörkin færð vestur fyrir bílageymslu og að fá lóðamörk færð í suður frá bílageymslu að næstu lóð sunnan við eða að göngustíg ef gert er ráð fyrir honum í skipulagi upp að opnu svæði vestan núverandi byggðar.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og vísar til gerðar deiliskipulags samanber bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23.06.2021, málsnúmer: 2103351.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Ljósleiðari Orkufjarskipta - Varmahlíð að Öxnadalsheiði

Málsnúmer 2205171Vakta málsnúmer

Bergur Þ. Þórðarson sækir fh.Orkufjarskipta hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni lagnaleið.
Orkufjarskipti hf. áætlar að leggja ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði, sjá meðfylgjandi loftmynd. Ástæða lagnarinnar er að tvítengja með ljósleiðara tengivirki Landsnets á Varmahlíð og tengivirki Landsnets á Rangárvölllum og tryggja þar með fjarskipti þessara staða til stýringa á raforkukerfi landsmanna. Lögð verður fjölpípa svo að ekki komi til frekara rask á á umhverfi samhliða lagningu ljósleiðara annara fjarskiptafyrirtækja. Lögnin mun liggja frá tengivirkinu í Varmahlíð, til suðurs í gegnum ræktað land en síðan sveigja til austurs og inn að Þjóðvegi 1 við Sólvelli. Þaðan mun lögnin liggja með fram Þjóðvegi 1 inn að landi Silfrastaða. Frá Silfrastöðum mun lögnin liggja meðfram gamla þjóveginum framhjá Ytra-Koti og fara yfir gömlu brúnna við Norðurá. Þaðan mun lögnin liggja til Suðurs inn að Þjóðvegi 1. Lögnin liggur svo samhliða Þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði og niður í Öxnadal. Rörið verður plægt beint í jörðu. Ljósleiðaranum verður að verki loknu blásið í. 18 tenngibrunnar verða á leiðinni þar sem hægt verður að komast að lögninni vegna mælinga og eftirlits á ástandi strengsins. Gengið verður þannig frá brunnunum að þeir falli sem best inn í það umhverfi sem þeir eru í. Við leiðarvalið var tekið mið af landslagi og forðast var eftir megni að fara um viðkvæm svæði. Þá kemur fram að leitað var upplýsinga um bestu leiðir hjá heimamönnum sem þekkja vel til á svæðinu. Við val og útstikun leiðarinnar var ekkert sem benti til þess að verið væri að fara um landsvæði með hugsanlegar fornleifar. Plægingin verður framkvæmd með jarðýtu á flotbeltum og eins verður beltagrafa sem fer á eftir og lokar plógfarinu. Öll ummerki framkvæmdarinnar á yfirborði verða lagfærð. Sáð verður í þau jarðvegssár sem verða í grónu landi og einnig verður lögð rík áhersla á vandaðan frágang þar sem strenglögnin þverar ár og læki. Ummerki munu hverfa að mestu á einu sumri í grónu landi, en á melum geta þau verið lengur að jafna sig.
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna ofangreindrar framkvæmdar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

11.Nestún norðurhluti - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206219Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við Nestún Norðurhluta á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 1. október 2022. Í verkinu felst vinna við lengingu götunnar Nestúns á Sauðárkróki. Annarsvegar er um að ræða jarðvegsskipti í götunni og hinsvegar er um að ræða gerð fráveitulagna í götunni. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

12.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um skipulagslög

Málsnúmer 2205220Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Sigrún Helga Sigurjónsdóttir sendir fh. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 8. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þá kemur fram að ef engar athugasemdir eru gerðar við frumvarpið þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Þingskjalið er aðgengilegt á vef Alþingis. Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0812.html

13.Yfirferð skipulagsmála

Málsnúmer 2206218Vakta málsnúmer

Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu fór yfir helstu skipulagsverkefni sem þau eru að vinna fyrir sveitarfélagið Skagafjörð.

Fundi slitið - kl. 15:30.