Fara í efni

Nestún norður - Parhúsalóðir til úthlutunar

Málsnúmer 2205116

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir 5 parhúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir að auglýsa 4 lóðir lausar (16, 18, 22 og 24) til umsóknar að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar. Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla árs 2022. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Skipulagsfulltrúa falið auglýsa lóðirnar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar.

Skipulagsnefnd - 7. fundur - 22.09.2022

Umsóknarferli um parhúsalóðir í Nestúni (16, 18, 22 og 24) lauk þann 15.09.2022. Mikill áhugi var á lóðunum og margir umsækjendur um hverja lóð. Í samræmi við úthlutunarreglur hefst nú undirbúningsferli skipulagsfulltrúa fyrir úthlutun þar sem draga þarf á milli umsækjenda.
Nánari tímasetning útdráttar verður auglýst síðar og umsækjendum boðið að vera viðstödd útdrátt.

Skipulagsnefnd - 8. fundur - 06.10.2022

Umsóknir bárust í allar fjórar parhúsalóðirnar í Nestúni sem auglýstar voru þann 17. ágúst 2022.
Gengið hefur verði úr skugga um að lóðarumsóknir fullnægi skilyrðum reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða áður en dregið verði úr umsóknum. Útdráttur fer fram á næsta fundi skipulagsnefndarinnar sem er síðar í dag 6. október, kl. 16:00.
Skipulagsfulltrúi og lögmaður sveitarfélagsins höfðu óskað eftir frekari gögnum frá umsækjendum til að hægt sé að úthluta lóðum samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Farið var yfir lista umsækjenda og hann samþykktur af nefndinni.
Nefndin áréttar að leitast skuli við að ljúka úthlutun til þeirra sem ekki hafa fengið lóð úthlutað í fyrstu lotu komi til þess að lóðarúthlutun gangi til baka á grundvelli ófullnægjandi gagna og eða tímafrests.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun erindisins, Einar Eðvald Einarsson varamaður kom í hennar stað.
Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa vék einnig af fundi við afgreiðslu erindisins.

Skipulagsnefnd - 9. fundur - 06.10.2022

Eftir úrvinnslu skipulagsfulltrúa á umsóknum og samskipti við umsækjendur eru 24 umsóknir um 4 parhúsalóðir til afgreiðslu. Þær voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 17. ágúst 2022. Draga þarf um allar lóðirnar vegna fjölda umsókna. Umsóknir bárust um allar lóðirnar sem fyrsta val, því er ekki útdráttur milli umsækjenda sem sækja um þessar lóðir til vara sem annan kost.

Nestún 16:
Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

a) Valgarði Einarssyni og Hrafnhildi Skaptadóttur.
b) Herbert Hjálmarssyni.
c) Pétri Erni Jóhannssyni.

Úr pottinum er dregið nafnið Pétur Örn Jóhannsson. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Pétri Erni Jóhannssyni lóðinni númer 16 við Nestún.
Er þeim afhent leiðbeiningarblað um öflun greiðslumats.

Nestún 18:
Umsókn sem fyrsta val barst frá:

a) Birni Gunnari Karlssyni og Írisi Huldu Jónsdóttur.
b) Berki Guðmundssyni.
c) Önnu Maríu Ómarsdóttur.
d) Ingvari Gýgjari Sigurðssyni og Eyglóu Amelíu Valdimarsdóttur.
e) Valdísi Brá Þorsteinsdóttur og Ingvari Páli Ingvarssyni.
f) Sigurbirni Vopna Björnssyni.
g) Ómari Kjartanssyni.

Úr pottinum er dregið nafnið Anna María Ómarsdóttir. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Önnu Maríu Ómarsdóttur lóðinni númer 18 við Nestún.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

Nestún 22:
Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

a) Rakel Söru Björnsdóttur og Róbert Þór Henn.
b) BF-Verk ehf.
c) K-Tak ehf.

Úr pottinum er dregið nafn BF-Verk ehf. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta BF-Verk ehf lóðinni númer 22 við Nestún.

Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

Nestún 24:
Umsóknir sem fyrsta val bárust frá:

a) Kristjáni Ásgeirssyni Blöndal og Arnrúnu Báru Finnsdóttur.
b) Þorgrímur G Pálmason og Aðalbjörgu Þorgrímsdóttur.
c) Hólmari Daða Skúlasyni og Karen Lind Skúladóttur.
d) Ólafi Björnssyni og Herði Knútssyni.
e) Sverri Péturssyni.
f) Eiði Baldurssyni og Sólveigu Birtu Eiðsdóttur.
g) Ólafi Stefáni Þorbergssyni.
h) Jóni Svavarssyni.
i) Helga Freyr Margeirssyni.
j) Thelmu Knútsdóttur.
k) Trésmiðjan ÝR ehf.

Úr pottinum er dregið nafn Ólafur Björnsson og Hörður Knútsson. Skipulagsnefnd samþykkir hér með að úthluta Ólafi Björnssyni og Herði Knútssyni lóðinni númer 24 við Nestún.
Enginn var mættur fyrir hönd umsækjanda og er skipulagsfulltrúa því falið að senda tölvupóst á viðkomandi með leiðbeiningarblaði um öflun greiðslumats.

Skipulagsnefnd - 10. fundur - 20.10.2022

Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.

Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Nestún norður frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Vísað frá 10. fundi skipulagsnefndar frá 20. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Skipulagsfulltrúi hefur fengið til sín og yfirfarið öll umbeðin fylgigögn frá hluteigandi aðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutanir við Nestún norður frá 9. fundi nefndarinnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta þær.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.