Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

214. fundur 22. september 2010 kl. 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Utanverðunes land 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009151Vakta málsnúmer

Utanverðunes. Heiðbjört Pálsdóttir eigandi jarðarinnar Utanverðuness í Skagafirði, landnr. 146400, sækir, með bréfi dagsettu 15. september sl. um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi í landi sem verið er að skipta út úr jörðinni Utanverðunesi og fengið hefur landnúmerið  219672.

Meðfylgjandi aðaluppdráttur  frá Pro-Ark teiknistofu, nr. 01.01-B, dagsettur í  september 2010, unnið af Eiríki Vigni Pálssyni. Erindið samþykkt.

2.Aðalgata 6 - Umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 1009139Vakta málsnúmer

Aðalgata 6 Sauðárkróki. Anna Lea Gestsdóttir og Guðjón Örn Jóhannsson eigendur  einbýlishúss og verslunarhúsnæðis með fastanúmer 213-1106  sem stendur á lóðinni nr. 6 við Aðalgötu á Sauðárkróki, óska eftir samþykki skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar, til að breyta notkun þess hluta hússins sem nýttur hefur verið sem verslunarhúsnæði, í hárgreiðslustofu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. 

3.Dalatún 9(143269) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009129Vakta málsnúmer

Dalatún 9. Yngvi Jósef Yngvason og Þórdís Ósk Rúnarsdóttir Dalatúni 9 Sauðárkróki sækja um leyfi til byggja 1,5 m háan skjólvegg á lóðarmörkum lóðarinnar Dalatúns 9 að norðanverðu, til að gera  3 m op í steyptan vegg á lóðarmörkum að suðaustanverðu ásamt því að breyta aðkomu að húsinu. Sú breyting felst í því að breikka aðkomu að bílastæði um 5 metra til suðurs og lagfæra stétt við aðalinngang, allt samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa  að ræða nánar við umsækjendur.

4.Furuhlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009167Vakta málsnúmer

Furuhlíð 6. Baldur Haraldsson eigandi Furuhlíðar 6 Sauðárkróki, sækir hér með um leyfi til þess að gera sorptunnuskýli norðan við húsið að lóðarmörkum við hús nr. 8 við Furuhlíð og tengjast skýli sem gert verður sunnan þess húss. Meðfylgjandi uppdrættir af framkvæmdinni eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing. Uppdrættir eru dagsettir 15. september 2010, verknúmer 7114. Erindið samþykkt

5.Furuhlíð 8 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1009166Vakta málsnúmer

Furuhlíð 8. Bjarki Tryggvason og Rúnar Már Grétarsson  eigendur Furuhlíðar 8 Sauðárkróki, sækja hér með um leyfi til þess að endurnýja tröppur sunnan við húsið, steypa bílaplan vestan við húsið og stétt austan við það. Einnig að gera sorptunnuskýli sunnan við húsið að lóðarmörkum við hús nr. 6 og tengjast skýli sem gert verður norðan þess húss. Meðfylgjandi uppdrættir af framkvæmdinni eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing. Uppdrættir eru dagsettir 15. september 2010, verknúmer 7114. Erindið samþykkt

6.Aðalgata 9(143113) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009103Vakta málsnúmer

Aðalgata 9 Sauðárkróki. Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 eigandi neðri hæðar hússins Aðalgata 9 á Sauðárkróki og Gunnar Pétursson kt. 030547-4469 fh, Gunnars og Kjartans ehf kt. 531075-1115 sem eru eigendur efri hæðarinnar sækja um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að skipta um alla glugga, einangra og klæða húsið að utan. Einangrað verður með 100 mm þéttiull í burðargrind hússins. Á burðargrind kemur 12 mm krossviður og lofunargrind sem klætt verður á lárétta viðarklæðningu. Fyrir liggur minnisblað frá skoðun Guðmundar Lúters Hafsteinssonar hjá Húsafriðunarnefnd sem skoðaði húsið að beiðni eigenda þann 18. ágúst sl. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og tekur það fyrir að nýju þegar fullnægjandi aðaluppdrættir liggja fyrir.

7.Herjólfsstaðir (145886) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007111Vakta málsnúmer

Herjólfsstaðir í Laxárdal, heimarafstöð, stöðvarhús. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 4. ágúst sl. Bragi Þór Haraldsson kt 080353-4219, fyrir hönd eiganda jarðarinnar Herjólfsstaðir í Laxárdal Skagafirði landnúmer 145886 sækir með bréfi dagsettu 20. sept., sl. um að fá samþykktar breytingar á áðursamþykktum uppdráttum af stöðvarhúsi heimarafstöðvar.  Framlagður  breyttur aðaluppdráttur gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af honum sjálfum. Erindið samþykkt.

8.Sauðárkrókur - Lóðamál veitna

Málsnúmer 1009156Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur veitulóðir. Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að yfirfara og endurskoða samninga  varðandi veitulóðir á Sauðárkróki, jafnframt því að mæla þessar lóðir og hnitsetja. Þetta gert í ljósi þess að sumar þessara lóða eru óskráðar eða einungis til í fasteignaskrám, ekki í þinglýsingarbókum.

Á grundvelli gildandi laga um skráningu og mat  fasteigna og skipulags-og byggingarlaga felur skipulags-og byggingarnefnd tæknideild að stofna þær lóðir sem ekki eru til í fasteignaskrám og eða  þinglýsingarbókum, leiðrétta lóðarstærðir á grundvelli framlagðra uppdrátta og mælinga, jafnframt því að gera nýja lóðarsamninga við hlutaðeigandi.

9.Hofsós 218098 - Ræktunarlönd og lóðir.

Málsnúmer 1009157Vakta málsnúmer

Hofsós 218098 - Ræktunarlönd og lóðir. Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að lóðarmörkum fyrir hluta ræktunarlanda á Hofsósi. Framlagður hnitsettur yfirlitsuppdráttur, vinnuskjal,  unnið á Stoð ehf. verkfræðistofu af Elvari Inga Jóhannessyni og Atla Gunnari Arnórssyni.  Í ljósi þess að mörg þessara landa eru einungis til í fasteignaskrám, ekki í þinglýsingarbókum, felur skipulags-og byggingarnefnd tæknideild að fullvinna framlagðan uppdrátt, stofna þær lóðir sem ekki eru til í fasteignaskrám og eða  þinglýsingarbókum og leiðrétta lóðar/landstærðir á grundvelli þessara mælinga jafnframt því að gera nýja lóðarsamninga við hlutaðeigandi.

10.Helluland land H - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1009161Vakta málsnúmer

Helluland. Þórunn Ólafsdóttir eigandi jarðarinnar Hellulands í Hegranesi landnr. 146382 sækir með vísan í IV kafla jarðarlaga nr. 81 frá 9. júní 2004 um heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 3,78 ha landspildu út úr jörðinni. Með vísan til II kafla framangreindrar laga er einnig sótt um lausn landsins úr landbúnaðarnotum. Landið sem um ræðir og á að skipta út úr jörðinni er tilgreint á hnitsettum yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi kt. 011265-3169. Uppdrátturinn er dagsettur 1. September 2010 og er í verki nr. 1029. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmeri 146382. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

11.Ártún 15 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009170Vakta málsnúmer

Jón Svavarsson  kt. 100663-2449  eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 15 við Ártún á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 20. september sl.,  um leyfi til að byggja sólpall  og skjólveggi á lóðinni. Einnig sækir hann um um leyfi til að koma fyrir setlaug á pallinum. Fyrir liggur samþykki nágranna, eigenda einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 17 við Ártún. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið.  Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

Fundi slitið.