Fara í efni

Dalatún 9(143269) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1009129

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 214. fundur - 22.09.2010

Dalatún 9. Yngvi Jósef Yngvason og Þórdís Ósk Rúnarsdóttir Dalatúni 9 Sauðárkróki sækja um leyfi til byggja 1,5 m háan skjólvegg á lóðarmörkum lóðarinnar Dalatúns 9 að norðanverðu, til að gera  3 m op í steyptan vegg á lóðarmörkum að suðaustanverðu ásamt því að breyta aðkomu að húsinu. Sú breyting felst í því að breikka aðkomu að bílastæði um 5 metra til suðurs og lagfæra stétt við aðalinngang, allt samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa  að ræða nánar við umsækjendur.

Skipulags- og byggingarnefnd - 215. fundur - 06.10.2010

Undirritaðir eigendur einbýlahúss með fastanúmerið 213-1370 sem stendur á lóð nr. 9 við Dalatún á Sauðárkróki, sækja hér með um leyfi tileftirfarandi framkvæmda. Leyfi til byggja skjólvegg á norðurmörkum lóðar við opið svæði sveitarfélagsins. Mesta hæð veggjar verður um 1,5 m frá jörð.  Leyfi til að breikka innkeyrslu að bílastæði til suðurs ásamt því að laga aðkomu að aðalinngangi hússins. Byggja verönd á lóðinni ásamt því að koma fyrir setlaug á veröndinni. Meta hæð skjólveggja verður 1.9 m frá jörð.  Leyfi til að byggja garðhús á lóðinni. Allt samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Skipulags- og byggingarnefnd árettar fyrri samþykktir sveitarfélagsins varðandi kostnað vegna lagna og bílastæða á lóð sveitarfélagsins.