Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

148. fundur 04. júní 2008 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Vík - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806006Vakta málsnúmer

Vík (146010)- Umsókn um byggingarleyfi. Sigurður Sigfússon kt. 021147-2739 og Ingibjörg H Hafstað kt. 190451-4539, sækja með bréfi dagsettu 29. maí sl. um leyfi skipulags-og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að breyta þaki á íbúðarhúsinu í Vík ásamt því að byggja viðbyggingu vestur úr stofu.Framlagðir uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi og eru þeir dagsettir 20. apríl 2008. Í dag liggur fyrir umsögn Brunavarna Skagafjarðar dags.4.júní 2008. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.Erindið samþykkt.

2.Útvík - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806007Vakta málsnúmer

Útvík (146005)- Umsókn um byggingarleyfi. Ingunn Helga Hafstað, arkitekt, kt. 020861-7469, sækir með bréfi dagsettu 27. maí sl. um, fyrir hönd Útvíkurfélagsins kt. 450602-2210, leyfi skipulags-og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að byggja viðbyggingu við fjósið í Útvík. Framlagðir uppdrættir gerðir á Teiknistofunni Artíka Bolholti 4, Reykjavík af henni sjálfri og eru þeir dagsettir 30. maí
2008. Uppdrættirnir eru í verki númer 08-031 og eru númer uppdrátta A 10-01, A 10-02 og A 10-03. Í dag liggur fyrir umsögn Brunavarna Skagafjarðar dags. 4. júní 2008. Erindið samþykkt.

3.Hofsstaðir lóð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806008Vakta málsnúmer

Hofsstaðir lóð (216120) - Umsókn um byggingarleyfi - Vésteinn Vésteinsson kt. 180942-4759, fh. Hofsstaða ehf. kt. 690307-1110, sækir með bréfi dagsettu 30. maí sl. um leyfi skipulags-og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að breyta íbúðarhúsinu og bílgeymslunni á Hofsstöðum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Framlagðir uppdrættir gerðir á Mannvit verkfræðistofu, af Bjarna Vésteinssyni. Uppdrættir dagsettir 19. maí 2008. Uppdrættirnir eru í verki númer 3.641.204 og eru númer uppdrátta A100 og A101, A102, A103 og A104. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki brunavarna.

4.Borgartún 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806009Vakta málsnúmer

Borgartún 2, Sauðárkróki (143240) - Umsókn um byggingarleyfi. Kristján Eggert Jónasson kt. 191260-5469, sækir með bréfi dagsettu 1. júní sl., fyrir hönd Skátafélagsins Eilífsbúa kt.640288-3379, um leyfi skipulags-og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að fjölga séreignarhlutum í húsinu. Þ.e.a.s. í eignarhluta Skátafélagsins sem hefur fastamúmerið 213-1328. Eignin sem um ræðir er alls um 230 fermetrar að stærð. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta eru A-101 og A-102 í verki nr. 7454, Uppdrættir eru dagsettir 25. maí 2008. Í dag liggur fyrir umsögn Brunavarna Skagafjarðar dags. 4.6.2008 með ábendingu um fjðlda gesta í húsinu. Húsið er hannað m.t.t.að þar verði að hámarki 50 manns. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

5.Fyrirbarð - Umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 0806010Vakta málsnúmer

Fyrirbarð (146795) - Umsókn um breytta notkun húsnæðis. Ólafur Helgi Marteinsson fyrir hönd Marteins Haraldssonar ehf. kt 510291-1319 sækir með bréfi dagsettu 2. júní sl. um breytta notkun á húsnæði. Breytingin felst í að gera frístundahús að íbúðarhúsi. Ekki hafa öll umbeðin gögn borist nefndinni, gögn sem óskað var eftir vegna fyrri breytinga. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

6.Skúfsstaðir - Umsókn um byggingarleyfi, vélageymsla

Málsnúmer 0804043Vakta málsnúmer

Skúfsstaðir (146486)- Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16. apríl. Þorsteinn Axelsson kt. 020268-5499, eigandi jarðarinnar Skúfsstaða, sækir með bréfi dagsettu 4. apríl um leyfi til að byggja vélageymslu skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir nr. A-101 og A-102 dags. 3. apríl 2008 í verki nr. 70311. Í dag liggja fyrir jákvæðar umsagnir Minjavarðar dags. 23.4.08, Brunavarna dags. 30.4.08 og Skipulagsstofnunar dags. 29.5.08. Erindið samþykkt.

7.Hólmagrund 5 Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806014Vakta málsnúmer

Hólmagrund 5, Sauðárkróki (143510). Umsókn um byggingarleyfi. Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir kt. 060574-4809, fyrir hönd eigenda einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 5 við Hólmagrund á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 3. júní sl. um leyfi skipulags-og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að einangra og klæða húsið utan. Klæðningarefni lituð álklæðning, einangrun steinull. Einnig er sótt um að skipta um og breyta gluggum samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7458, nr A-101 og A-102, dagsettir 30.5.2008. Í dag liggur fyrir jákvæð umsögn Brunavarna dags. 4.06.08. Erindið samþykkt.

8.Iðutún 12 - Lóð skilað

Málsnúmer 0806017Vakta málsnúmer

Iðutún 12, Sauðárkróki (203233) - Lóð skilað. Indriði Ragnar Grétarsson kt. 251176-5589, Laugatúni 3, Sauðárkróki, óskar eftir, með bréfi dagsettu 2. júní sl. að fá að skila inn lóðinni nr. 12 við Iðutún á Sauðárkróki. Lóðinni hafði honum verið úthlutað á fundi nefndarinnar 09. ágúst 2007. Erindið samþykkt.

Fundi slitið.