Fara í efni

Vík - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 148. fundur - 04.06.2008

Vík (146010)- Umsókn um byggingarleyfi. Sigurður Sigfússon kt. 021147-2739 og Ingibjörg H Hafstað kt. 190451-4539, sækja með bréfi dagsettu 29. maí sl. um leyfi skipulags-og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að breyta þaki á íbúðarhúsinu í Vík ásamt því að byggja viðbyggingu vestur úr stofu.Framlagðir uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi og eru þeir dagsettir 20. apríl 2008. Í dag liggur fyrir umsögn Brunavarna Skagafjarðar dags.4.júní 2008. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.Erindið samþykkt.