Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

171. fundur 01. apríl 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Baldurshagi, Sólvík - Umsögn v. rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0903101Vakta málsnúmer

Baldurshagi, Sólvík Hofsósi - Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 13. mars sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Ragnheiðar Á Jóhannsdóttur kt. 130673-4659 um leyfi til að reka veitingahúsið Sólvík Resturant í húsnæðinu Baldurshaga á Hofsósi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2.Aðalgata 15 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0903102Vakta málsnúmer

Aðalgata 15 Sauðárkróki - Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 13. mars sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Sigurpáls Þ Aðalsteinssonar kt. 081170-5419. Hann sækir fyrir hönd Videosports ehf. kt. 470201-2150 um endurnýjun á rekstrarleyfi í Ólafshúsi sem stendur á lóðinni nr. 15 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3.Félagsheimilið Tjarnarbær - umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 0903086Vakta málsnúmer

Félagsheimilið Tjarnarbær - umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 25. mars sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Auðar Steingrímsdóttur kt. 100863-5109. Hún sækir fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttfeta. kt. 4302697049 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir félagsheimilið Tjarnarbæ, landnr. 143910 Húsið stendur svæði félagsins við Flæðagerði á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.Hóll lóð 1, (218298) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 0903097Vakta málsnúmer

Hóll lóð 1, (218298) - Umsókn um landskipti. Bjarni Jónsson kt. 100637-2199 Hásæti 2b Sauðárkróki og Jón Grétarsson kt. 081177-4499 Hóli í Sæmundarhlíð, báðir þinglýstir eigendur jarðarinnar Hóls (landnr. 145979) Sæmundarhlíð í Skagafirði sækja með bréfi dagsettu 23. mars sl., um leyfi til þess að stofna 24.037,0 m² lóð úr landi framangreindrar jarðar. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7434-1, dags. 23. mars 2009. Einnig sótt um að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145979. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hóli, landnr. 145979. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Bárustígur 8 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903095Vakta málsnúmer

Bárustígur 8 - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Sesselja Tryggvadóttir kt. 110965-3389 eigandi einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 8 við Bárustíg á Sauðárkróki óskar með bréfi dagsettu 26. mars sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga á þaki íbúðarhússins. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160 -3249 og eru þeir dagsettir 15. desember 2008. Uppdrættirnir eru í verki nr. 7488. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

6.Fornós 4 (143325) - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903014Vakta málsnúmer

Fornós 4 (143325) - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 11. mars sl., þá bókað. " Fornós 4, Sauðárkróki. Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 óskar heimildar til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið betur." Í framhaldi af viðræðum umsækjanda og starfsmanna tæknideildar hefur borist nýtt erindi frá umsækjanda dagsett 30. mars sl. Þar ítrekar hún fyrri beiðni um byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni jafnframt því að fá yfirferðarrétt um lóð Slökkvistöðvar að væntanlegum bílskúr. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir staðsetningu bílgeymslunnar í nv horni lóðarinnar og tímabundinn yfirferðarrétt frá norðri. Deiliskipulagi svæðisins vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

7.Brennihlíð 4 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903099Vakta málsnúmer

Brennihlíð 4 Sauðárkróki - Umsókn um byggingarleyfi. Ingibjörg M. Valgeirsdóttir kt. 110558-4069 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 4 við Brennihlíð á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 23. mars sl. um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að gera dyr í stað glugga á vesturhlið hússins samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Einari Gíslasyni tæknifræðingi. Uppdrættir eru dagsettir 16. mars 2009. Erindið samþykkt.

8.Hólavegur 9 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903100Vakta málsnúmer

Hólavegur 9 Sauðárkróki - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmann Tobíasson kt. 290435-4049, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 9 við Hólaveg á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 20. mars sl. um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að einangra og klæða húsið utan. Fyrirhugað er að klæða húsið með bárustáli og stálpanel. Klætt verður á trégrind og einangrað í grindina með steinullareinangrun. Einnig óskað heimildar til að klæða yfir glugga á vesturhlið hússins samkvæmt framlögðum uppdráttum. Erindið samþykkt.

9.Hátún 1 (146038) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903094Vakta málsnúmer

Hátún 1 (146038) - Umsókn um byggingarleyfi. Gunnlaugur Hrafn Jónsson kt. 070475-2949, eigandi jarðarinnar Hátúns I, landnr. 146038, sækir með bréfi dagsettu 26. mars sl.um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að endurbæta og breyta útihúsum á jörðinni sem eru, fjós, mjólkurhús, þurr-og votheyshlaða. Fyrirhugað er að breyta framangreindum húsum í lausagöngufjós með legubásum og stíum, ásamt því að koma fyrir mjaltaþjóni.
Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni, dags. 8. febrúar 2009, með breytingum dags. 13. mars 2009. Uppdrættirnir eru nr. A-101 og A-102, í verknúmeri 7483-3. Erindið samþykkt.

10.Eyrarvegur 21 143290 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0902041Vakta málsnúmer

Eyrarvegur 21 143290 - Umsókn um byggingarleyfi. Þröstur Jónsson kt 060371-3699 fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir með bréfi dagsettu 3. febrúar sl.um leyfi til að breyta útliti og innangerð verslunarhúss KS. við Eyrarveg 21 á Sauðárkróki . Breytingin felst í að setja einangraðan gám við austurhlið hússins. Breyta innangerð í verslunarrými og eldvörnum í verslun og skrifstofum. Framlagðir uppdrættir dagsettir 10. febrúar 2009 gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu. Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt.

11.Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0807063Vakta málsnúmer

Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um byggingarleyfi. Sverrir Magnússon kt. 200642-3929, lóðarhafi lóðarinnar Ásholts, landnúmer 216923 sem er úr landi jarðarinnar Efra-Ás í Hjaltadal sækir með bréfi dagsettu 25. mars sl., um leyfi til að byggja frístundahús á framangreindri lóð. Framlagðir uppdrættir gerðir af Stefáni A. Magnússyni kt. 130552-2429. Uppdrættirnir eru í verki nr. 0901, númer 1, 3, 5 og 12. Erindið samþykkt.

12.Íbishóll lóð (218231) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903098Vakta málsnúmer

Íbishóll lóð (218231) - Umsókn um byggingarleyfi. Magnús Bragi Magnússon kt. 111069-5739 eigandi jarðarinnar Íbishóls í Skagafirði landnúmer 146044, sækir með bréfi dagsettu 24. mars sl., leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð sem fengið hefur landnúmer 218231 og verið er að stofna út úr framangreindri jörð. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni kt. 020346-4269. Uppdrátturinn er dagsettur 18.12.2008. Erindið samþykkt.

13.Skagfirðingabraut 26 (143703) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0903103Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 26 (143703) - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, sækir fyrir hönd byggingarnefndar Verknámshúss FNV, með bréfi dagsettu 27. mars sl., um leyfi til að byggja 579.0 m² viðbyggingu við Verknámshúsið. Meðfylgjandi umsókn eru uppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160 -3249 og eru þeir dagsettir 27. febrúar 2009. Uppdrættirnir eru í verki nr. 80055, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104, A-105 og A-106. Erindið samþykkt.

Fundi slitið.