Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

240. fundur 13. febrúar 2013 kl. 10:00 - 11:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kvistahlíð 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1212121Vakta málsnúmer

Eigendur húsa sem standa á lóðunum númer 1, 3, 5 og 7 við Kvistahlíð sækja um leyfi til að breyta útliti húsanna, byggja lóðarveggi ásamt því að byggja 10,0 m² garðhús og koma fyrir setlaugum á lóðunum. Einnig óska þeir eftir að lokið verði við gerð malarstígs austan lóðanna. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrættirnir eru í verki 7464, nr. A-100 til og með A-104 og eru þeir dagsettir 17. nóvember 2012. Erindið samþykkt, Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Varðandi umsókn um malarstíg er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2014.

2.Kvistahlíð 5 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1212119Vakta málsnúmer

Eigendur húsa sem standa á lóðunum númer 1, 3, 5 og 7 við Kvistahlíð sækja um leyfi til að breyta útliti húsanna, byggja lóðarveggi ásamt því að byggja 10,0 m² garðhús og koma fyrir setlaugum á lóðunum. Einnig óska þeir eftir að lokið verði við gerð malarstígs austan lóðanna. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrættirnir eru í verki 7464, nr. A-100 til og með A-104 og eru þeir dagsettir 17. nóvember 2012. Erindið samþykkt, Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Varðandi umsókn um malarstíg er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2014.

3.Kvistahlíð 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1212118Vakta málsnúmer

Eigendur húsa sem standa á lóðunum númer 1, 3, 5 og 7 við Kvistahlíð sækja um leyfi til að breyta útliti húsanna, byggja lóðarveggi ásamt því að byggja 10,0 m² garðhús og koma fyrir setlaugum á lóðunum. Einnig óska þeir eftir að lokið verði við gerð malarstígs austan lóðanna. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrættirnir eru í verki 7464, nr. A-100 til og með A-104 og eru þeir dagsettir 17. nóvember 2012. Erindið samþykkt, Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Varðandi umsókn um malarstíg er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2014.

4.Kvistahlíð 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1212117Vakta málsnúmer

Eigendur húsa sem standa á lóðunum númer 1, 3, 5 og 7 við Kvistahlíð sækja um leyfi til að breyta útliti húsanna, byggja lóðarveggi ásamt því að byggja 10,0 m² garðhús og koma fyrir setlaugum á lóðunum. Einnig óska þeir eftir að lokið verði við gerð malarstígs austan lóðanna. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrættirnir eru í verki 7464, nr. A-100 til og með A-104 og eru þeir dagsettir 17. nóvember 2012. Erindið samþykkt, Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Varðandi umsókn um malarstíg er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2014.

5.Laugarhvammur lóð - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1212062Vakta málsnúmer

Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvamms landnr. 146196 í Skagafirði sækir um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 18.075,0 m². landsspildu úr jörðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Teiknistofu Benedikts Björnssonar af Benedikt Björnssyni arkitekt. Uppdrátturinn er í verki númer 1209, teikning nr. 0912, dagsettur 9. september 2012 og 11. janúar 2013. 28, gerir grein fyrir því landi sem um ræðir. Einnig sótt um að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn og öll hlunnindi fylgja áfram jörðinni Laugarhvammur landnr. 146196. Erindið samþykkt.

6.Aðalskipulagstillaga Hörgársveit 2012-2024 - umsögn

Málsnúmer 1301249Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi Guðmundar Sigvaldasonar sveitarstjóra Hörgárbyggðar, tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2012-2024. Fram kemur í erindi Guðmundar að auk hans veiti upplýsingar um tillöguna skipulagsráðgjafinn, Yngvi Þór Loftsson hjá Landmótun sf í Kópavogi. Erindið lagt fram í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og óskar Hörgárbyggð eftir að umsögn berist fyrir 20. febrúar 2013. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að sameiginlega þurfi að fara yfir legu sýslumarka á aðalskipulagsuppdráttum Hörgárbyggðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

7.Bær (146513) - Beiðni um umsögn v/sameiningar við Bær(146515)

Málsnúmer 1112337Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 23.1.2012, þá bókað. ?Fyrir liggur erindi THEMIS Lögmannsstofu undirritað af Hönnu Láru Helgadóttur fh. Höfðastrandar ehf. kt 430505-0840, þar sem sótt er með vísan til 15. gr jarðalaga nr. 81/2004 um leyfi til að sameina sumarbústaðalandið Bær land, landnr. 146515 jörðinni Bær, landnr 146513. Afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari gögnum í samræmi við 15. grein jarðarlaga.? Í dag liggur fyrir hluti umbeðinna gagna. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

8.Lindargata 5B - Umferðarréttur, aðkoma að húsi.

Málsnúmer 1212041Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Einars Sigurjónssonar hdl., dagsett 5.12.2012. þar sem hann fyrir hönd eiganda einbýlishúsi sem stendur við Lindargötu 5b óskar liðsinnis Sveitarfélagsins vegna aðkomu að því. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að virtar séu þær kvaðir og þeir samningar sem í gildi eru varðandi lóðirnar.

9.Krossanes land (146052)- Umsókn um stofnun lóða.

Málsnúmer 1302082Vakta málsnúmer

Sigurður Þorsteinsson kt. 070957-5669 þinglýstur eigandi jarðarinnar Krossaness landnr. 146052 í Skagafirði sækir um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta þremur lóðum út úr landi jarðarinnar. Krossanes, lóð 1, 732,0 m². Krossanes, lóð 2, 10000,0 m². Krossanes, lóð 3, 10000,0 m². Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7560, teikning nr. S01, dagsettur 8. febrúar 2013, gerir grein fyrir því landi sem um ræðir. Lögbýlarétturinn og öll hlunnindi fylgja áfram jörðinni Krossanesi landnr. 146052. Einnig skrifar undir umsóknina Páll Dagbjartsson kt. 310848-4849, en hann er skráður eigandi hesthúss sem stendur á lóðinni Krossanes, lóð 1. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

10.Flæðagerði Reiðhöll - Umsagnarbeiðni v.rekstrarleyfi

Málsnúmer 1301051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 3. október sl., þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Reiðhöllina Svaðastaði. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 10. janúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

11.Varðar samþykktir um stjórn, stjórnsýslu og fundarsköp

Málsnúmer 1212143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Stefaníu Traustadóttur hjá Innanríkisráðuneytinu. Bréfið varðar breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, þess efnis að framlengja tímafrest í ákvæði til bráðabirgða IV til 30. júní 2013.

12.Kirkjutorg (143550) - Umsögn v.rekstarleyfis

Málsnúmer 1212142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 17. desember sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstarleyfi fyrir gamla pósthúsið við Kirkjutorg. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 15. janúar sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

13.Hesteyri 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1301053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þrastar Friðfinnssonar kt. 2608612479, f.h. Dögunar ehf. kt. 550284-0659, dagsett 3. janúar 2013. Umsókn um leyfi til að byggja við húsnæði rækjuvinnslunnar sem stendur á lóðinni númer 1 við Hesteyri á Sauðárkróki.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 3. janúar 2013.

14.Minjastofnun Íslands - Lög um menningarminjar

Málsnúmer 1301182Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Minjastofnunar Íslands dagsett 9. janúar 2013 þar sem stofnunin vekur athygli á nýjum lögum númer 80/2012 sem tóku gildi 1. janúar 2013. Við gildistöku laganna féllu úr gildi Þjóðminjalög númer 107/2001 og Lög um húsafriðun númer 104/2001.

15.Meyjarland 145948 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 1212170Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Umsókn Höllu Guðmundsdóttur kt. 140348-2879, um niðurrif mannvirkja á jörðinni Meyjarlandi, landnúmer 145948. Húsið sem fyrirhugað er að rífa er í Fasteignaskrá Þjóðskrár skráð matshluti 03 á jörðinni, fjós byggt árið 1950. Leyfið veitt 31. desember 2012.

16.Ný skipulagsreglugerð nr. 90/2013

Málsnúmer 1302020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ábendingar frá Skipulagsstofnunar um nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 sem komin er út og leiðbeiningar um reglugerðarskil.

Fundi slitið - kl. 11:20.