Fara í efni

Aðalskipulagstillaga Hörgársveit 2012-2024 - umsögn

Málsnúmer 1301249

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 240. fundur - 13.02.2013

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi Guðmundar Sigvaldasonar sveitarstjóra Hörgárbyggðar, tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2012-2024. Fram kemur í erindi Guðmundar að auk hans veiti upplýsingar um tillöguna skipulagsráðgjafinn, Yngvi Þór Loftsson hjá Landmótun sf í Kópavogi. Erindið lagt fram í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og óskar Hörgárbyggð eftir að umsögn berist fyrir 20. febrúar 2013. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að sameiginlega þurfi að fara yfir legu sýslumarka á aðalskipulagsuppdráttum Hörgárbyggðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 298. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 298. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.