Fara í efni

Varðar samþykktir um stjórn, stjórnsýslu og fundarsköp

Málsnúmer 1212143

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 614. fundur - 03.01.2013

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um breytingu Alþingis frá 19. desember 2012, á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, þess efnis að framlengdur er tímafrestur í ákvæði til bráðabirgða IV til 30. júní 2013.
Í ákvæði til bráðabirgða IV sagði að samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélaga skuli halda gildi sínu til 1. janúar 2013. Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að ráðuneytið skuli semja fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórnar og birta í Stjórnartíðindum. Vinnu við gerð fyrirmyndarinnar var ekki lokið fyrr en í nóvember sl. og var hún birt 20. nóvember 2012 með auglýsingu nr. 976/2012. Samkvæmt ákvæðum 18. gr. sveitarstjórnarlaga þurfa samþykktir um stjórn og fundarsköp tvær umræður í sveitarstjórn og var ljóst að sveitarstjórnir munu ekki geta lokið vinnu við gerð nýrra samþykkta né heldur fengið þær staðfestar af ráðuneytinu og birtar í B-deild Stjórnartíðinda fyrir 1. janúar 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013

Afgreiðsla 614. fundar byggðaráðs staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 240. fundur - 13.02.2013

Lagt fram til kynningar bréf Stefaníu Traustadóttur hjá Innanríkisráðuneytinu. Bréfið varðar breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, þess efnis að framlengja tímafrest í ákvæði til bráðabirgða IV til 30. júní 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 298. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla 240. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 298. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.