Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

211. fundur 04. ágúst 2010 kl. 09:00 - 10:02 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Utanverðunes land 1 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1007124Vakta málsnúmer

Heiðbjört Pálsdóttir kt 230751-3669, eigandi jarðarinnar Utanverðuness, Skagafirði landnúmer 146400, sækir með vísan til IV kafla,  Jarðalaga nr,  81 frá 9. júní 2004, með bréfi dagsettu 27. júlí sl. um heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta út 8,3 ha. landspildu út úr jörðinni. Landið sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á yfirlits og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 15. júlí  2010, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169 landfræðingi á Hólum í Hjaltadal.  Uppdrátturinn er í verki nr.1024.

Einnig óskað eftir að landið verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn  fylgir áfram landnúmerinu  146400. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Helluland land G - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1007122Vakta málsnúmer

Þórunn Ólafsdóttir kt. 191033-3969. eigandi jarðarinnar Hellulands, Skagafirði landnúmer 146382, sækir með vísan til IV kafla,  Jarðalaga nr,  81 frá 9. júní 2004, með bréfi dagsettu 28. júlí sl. um heimild Skipulags- og byggingarnefndar og sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta út 2,3 ha. landspildu út úr jörðinni. Landið sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 6. júní  2010, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169 landfræðingi á Hólum í Hjaltadal.  Uppdrátturinn er í verki nr.1020.

Einnig óskað eftir að landið verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn  fylgir áfram landnúmerinu  146382. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Borgargerði 1 lóð 4 - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 1007119Vakta málsnúmer

Bryndís H. Kristmundsdóttir kt. 110958-7069 eigandi lóðarinnar Borgargerði 1, lóð 4 sem hefur landnúmerið 219345, sækir með meðbréfi dagsettu 8. júlí sl.  um leyfi til að að nefna lóðina og væntanlegt hús Litla-Borg. Erindið Samþykkt.

4.Borgargerði 1, lóð 4 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007068Vakta málsnúmer

Bryndís H. Kristmundsdóttir kt. 110958-7069 eigandi lóðarinnar Borgargerði 1, lóð 4 sem hefur landnúmerið 219345, sækir með meðbréfi dagsettu 8. júlí sl. um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni.  Framlagður aðaluppdráttur dagsettur 17.5.2010 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er  í verki númer 72951, nr. S12. Erindið Samþykkt.

5.Herjólfsstaðir (145886) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007111Vakta málsnúmer

Bragi Þór Haraldsson kt. 080353-4219, fyrir hönd Jóhönnu Stefánsdóttur kt. 290658-4549,  eiganda jarðarinnar Herjólfsstaðir í Laxárdal Skagafirði landnúmer 145886, sækir með bréfi dagsettu 27. júlí sl. um  framkvæmda-og byggingarleyfi fyrir stöðvarhúsi heimarafstöðvar.

Grunnflötur hússins er 2,98 x 2,47 m og mænishæð 2,65 m. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Númer uppdrátta er A-101 í verki nr. 7507, dags. 29. júlí 2010 . Erindið samþykkt.

6.Þrastarlundur (196067) - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

Málsnúmer 1007095Vakta málsnúmer


Katrín Eydís Hjörleifsdóttir kt. 011169-3689 eigandi lóðarinnar Þrastarlundur land, landnúmer  196067 sækir með bréfi dagsettu 22. Júní sl. um leyfi til þess að breyta notkun og skráningu á aðstöðuhúsi á lóðinni í Frístundahús. Einnig er óskað leyfir fyrir setlaug og verönd sem sett verður umhverfis húsið . Framlagður breyttur aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, dags. 1. maí 2010.  Uppdrátturinn er nr. A-101 í verki 7474. Erindið samþykkt. Vegna setlaugar vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.
Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

 

7.Brekkutún 14 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1007094Vakta málsnúmer

Kristján Eiríkur Pétursson kt. 160664-4019 og Þórunn Elva Guðnadóttir kt. 220864-3329, eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 14 við Brekkutún á Sauðárkróki sækja með bréfi dagsettu um leyfi til að gera stétt út frá lóðinni yfir lagnasvæði sveitarfélagsins að götu, byggja sorpgeymslu, sólpall, og skjólveggi. Einnig sótt um leyfi til að koma fyrir setlaug á pallinum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

8.Svanavatn (188693) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1007093Vakta málsnúmer

Árni Ingimundarson  kt. 281152-2629 eigandi lóðar með landnúmeri 188693, úr landi Svanavatns í Hegranesi sæki með bréfi dagsettu 19. júlí sl. um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni/landinu. Fyrirhugað er að flytja á staðinn verksmiðjuframleitt hús. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni, dagsettur 16. júlí 2010. Erindið samþykkt.

9.Skógargata 17b - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007092Vakta málsnúmer

Kristján Már Kárason kt. 040852-3879, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 17 b við Skógargötu á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 21. júlí sl um leyfi til að breyta innangerð og  útliti hússins og koma því í upphaflegt horf. Framlagðir  uppdrættir nr 01 og 02 eru dagsettir 10. júlí 2010 gerðir af Pétri Erni Björnssyni arkitekt. Erindið samþykkt.

10.Norðurbrún 5, Varmahlíð – umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0801027Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 9. júlí 2008. Hörður Hjaltason kt. 230345-4659 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 5 við Norðurbrún í Varmahlíð sækir með bréfi dagsettu 27. júlí sl., um breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Framlagðir breyttir aðaluppdrættir gerðir af Þráni Víkingi Ragnarssyni, dagsettir 7 júlí 2008,  breytt 6. júlí sl. Erindið samþykkt.

11.Hofsstaðir lóð 1(219174) - rekstrarleyfi

Málsnúmer 1007106Vakta málsnúmer

Hofsstaðir lóð 1 ( 219174) - Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 23. júlí sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Þórólfs Sigurjónssonar kt. 270165-4359. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir hönd Gesta og gangandi ehf. kt 701002-2370  í ferðaþjónustuhúsum að Hofsstöðum, lóð 1, landnúmer 219174. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12.Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016 - kynning á breytingu 2010.

Málsnúmer 1007085Vakta málsnúmer

Svæðisskipulag Austur Húnavatnssýslu, bréf Valgarðs Hilmarssonar dags 20.07.2010 varðandi breytingu á Svæðisskipulagi Austur Húnavatnssýslu. Erindið lagt fram til kynningar. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Fundi slitið - kl. 10:02.