Fara í efni

Hofsstaðir lóð 1(219174) - rekstrarleyfi

Málsnúmer 1007106

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 211. fundur - 04.08.2010

Hofsstaðir lóð 1 ( 219174) - Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 23. júlí sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Þórólfs Sigurjónssonar kt. 270165-4359. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir hönd Gesta og gangandi ehf. kt 701002-2370  í ferðaþjónustuhúsum að Hofsstöðum, lóð 1, landnúmer 219174. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 524. fundur - 12.08.2010

Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 524. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 524. fundur - 12.08.2010

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórólfs Sigjónssonar fyrir hönd Gesta og gangandi ehf, um rekstrarleyfi fyrir Sveitasetrið Hofsstöðum (Út í móa). Gististaður - flokkur II gistiheimili, veitingastaður - flokkur II veitingastofa og greiðasala.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.