Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

393. fundur 02. desember 2020 kl. 16:30 - 18:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - Málaflokkur 09 Skip- og bygg

Málsnúmer 2011049Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísaði á fundi sínum 26.11.2020, fjárhagsáætlun til skipulags- og byggingarnefndar til síðari umræðu.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir fjárhagsáætlun vegna ársins 2021, og hefur gert nokkrar breytingar til hagræðingar þ.m.t forgangasröðun áætlaðra skipulagsverkefna. Sundurliðast, tekjur 7.980.000- og gjöld 73.504.352-. Áætlunin er vel innan fyrirframs uppgefnum fjárhagsramma.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa framlögðum drögum fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, til byggðarráðs/sveitarstjórnar til afgreiðslu.

2.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2021

Málsnúmer 2011059Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á framsetningu gildandi gjaldskrár, fyrir skipulagsmál, lóðamál, byggingarreiti auk framkvæmdaleyfismála.
Tillagan gerir ráð fyrir að frá fyrri útgáfu sé gerð breyting í þá veru að undir hverjum lið verði vinnsla á skipulagstillögum eða breytingum, gjalfært eftir uppsettum reikningi vegna vinnu við tillögur í stað fasts gjalds. Umsýslukostnaður haldi sér eins og var í fyrri gjaldskrá.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nýja tillögu að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.



3.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123 2010

Málsnúmer 2011182Vakta málsnúmer

Vísað frá fundi byggðarráðs 24.11.2020, erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna umsagnar á frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 2. desember 2020. Fyrir liggur skýrsla starfshóps dags. júlí 2020, um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnum tillögum, sérstaklega þeim er snúa að styttingu ferla í skipulagsmálum. Nefndin telur að allt til styttingar og einföldunar ferla í skipulagsmálum, sé til góða fyrir alla aðila.

4.Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um byggingarreit í Sauðárgili

Málsnúmer 2011186Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun byggingarreits í landi Sauðárkróks L2018097, þ.e. í Sauðárgili, skv. meðfylgjandi gögnum. Byggingareitur tekur til afmörkunar á útivistarsvæði í Sauðárgili, þar sem fyrirhugað er að reisa útivistarskýri, geymslu, auk grillhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að stofnuð verði lóð til afmörkunar svæðisins. Nefndin samþykkir að stofnaður verði byggingarreitur skv. fyrirliggjandi gögnum innan fyrirhugaðrar lóðar.

5.Laxá í landi Skíðastaða - Framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna

Málsnúmer 2011287Vakta málsnúmer

Sigurjón Einarsson f.h. Landgræðslunnar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Laxá í landi Skíðastaða. Um er að ræða tæplega 250m langan bakka sem þarf lagfæringar við, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012.

6.Húseyjarkvísl - Framkvæmdaleyfi. Bakkavarnir í landi Borgareyjar

Málsnúmer 2011286Vakta málsnúmer

Sigurjón Einarsson f.h. Landgræðslunnar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Húseyjarkvísl í landi Húseyjar og Borgareyjar. Um er að ræða tæplega 150m langan bakka sem þarf lagfæringar við, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir umsögn frá Veiðifélagi Húseyjarkvíslar.

7.Iðutún 17 - Umsókn um lóð (samkomulag um skil á lóð)

Málsnúmer 1805075Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag dagsett, 25.11.2020, undirritað af Víkingi Þ. Gunnarssyni kt. 210363-2639, Guðrúnu J. Stefánsdóttur kt. 200667-4179, og skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á úthlutaðri byggingarlóð númer 17 við Iðutún á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.

8.Norðurbraut á Hofsósi - Ósk um stofnun lóðar fyrir spennistöð

Málsnúmer 2011282Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Guðmundsson f.h. RARIK ohf, leggur fram fyrirspurn um, hvort Sveitarfélagið Skagafjörður geti stofnað 30 m2 lóð úr landi sveitarfélagsins, undir spennistöð (dreifi og rofastöð) á Hofsósi. Staðsetning lóðar er norðan við Norðurbraut á Hofsósi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna lóðarblað og stofna umbeðna lóð.

9.Sæmundargata 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011252Vakta málsnúmer

Þröstur Ingi Jónsson kt. 060371-3699 f.h. RH. Endurskoðunar ehf. kt. 660712-0380 og Naflans ehf. kt. 670509-2140 óskar umsagnar um hvor leyfi fáist fyrir viðbyggingu við skrifstofuhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Sæmundargötu.
Fyrirhuguð stækkun, tvær hæðir, 6,5 m út frá og með norðaustur hlið húss. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, og er skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

Fundi slitið - kl. 18:30.