Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

318. fundur 16. mars 2018 kl. 14:00 - 15:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugata 25 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1711178Vakta málsnúmer

Kynningartími og athugasemdarfrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 30. janúar til og með 24. febrúar 2018. Alls bárust þrjár umsagnir og athugasemdir.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Skipulagsstofnun bendir á að auk þeirra umsagnaraðila sem taldir eru upp í lýsingunni sé mikilvægt að hafa samráð við íbúa svæðisins sbr. gr. 5.2 í skipulagsreglugerð. Þá minnir Skipulagsstofnun á að við gerð nýs deiliskipulags skuli áhrif af fyrirhuguðum skipulagsáhrifum metin sbr. gr. 5.4 í Skipulagsreglugerð.
Þá barst ábending frá íbúum við Knarrarstíg 2 og 4 sem benda á að fá bílastæði séu við Knarrarstíg 2 og 4 og leggja m.a. til að fjögur bílastæði fyrir Knarrarstíg 2 og 4 verði gerð á lóðinni Freyjugata 25. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar framkomnar umsagnir og ábendingar. Við mótun vinnslutillögu verður þess gætt að hafa samráð við íbúa svæðisins og möguleg áhrif á umhverfi metin. Skoðað verður hvort og með hvaða hætti verður hægt að koma til móts við íbúa að Knarrarstíg 2 og 4.

2.Sauðárkrókur 218097 - Iðnaðarsvæði lóðamál

Málsnúmer 1803134Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna, skv eldra skipulagi, lóðir nr. 1,2,3,4,6 og 8 við Borgarteig og lóðir nr. 1,3,5,og 7 við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Einnig að breyta stærðum lóðanna Borgarsíða 4 og 6 og Borgarteigur 10b og 12. Gert samkvæmt lóðayfirlitsblaði sem gert er hjá Stoð ehf. dagsett 12. mars 2018, verknúmer uppdráttar 56191.

3.Suðurbraut 9 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1803020Vakta málsnúmer

Gissur E. Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 óskar eftir heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Erindinu hafnað. Skipulags-og byggingarnefnd er fús til viðræðna við umsækjanda um hentugan stað fyrir eldsneytisafgreiðslu í Hofsósi.

4.Háeyri 2 - umsókn um breytingu á lóð.

Málsnúmer 1803128Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 7. mars sl. heimila lóðarhafar lóðarinnar Háeyri 2 á Sauðárkróki að RARIK verði heimilað að reisa 2,2 x 3,0 m spennistöð á lóð sem skipt verði út úr lóðinni Háeyri 2. Fyrirhuguð stærð nýrrar lóðar er 42 ferm og minkar lóðarstærð lóðarinnar Háeyri 2 sem þessu nemur. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur dagsettur 06.03.2018 gerður hjá RARIK gerir nánari grein fyrir erindinu. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna ný lóðarblöð og afgreiða erindið.

5.Breytingar á mannvirkjalögum

Málsnúmer 1802278Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á mannvirkjalögum. Tekið fyrir á fundi Byggðarráðs þann 8. mars sl. Byggðarráð vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Í frumvarpi þessu er að finna ýmis nýmæli og breytingar á lögum um mannvirki sem eiga að hafa það að markmiði að lækka byggingarkostnað og einfalda stjórnsýslu við mannvirkjagerð. Auk þess eru lagðar til nokkrar breytingar í þeim tilgangi að skerpa á eða skíra frekar tiltekin ákvæði laganna. Langveigamesta atriði frumvarpsins snýr að kröfu um að allt opinbert eftirlit með mannvirkjum verði framkvæmt af aðilum sem hafi öðlast faggildingu. Vandséð er að kostnaðaráhrif af faggildingarkröfu gagnvart embættum byggingarfulltrúa sveitarfélaga hafi verið nægjanlega metin.
Lauslega má áætlað kostnaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar gæti verið allt að einni milljón króna við það eitt að fá faggildingu hjá Einkaleyfisstofu. Við bætist svo árlegt eftirlitsgjald sem gæti numið allt að 500 þúsund krónum á verðlagi dagsins í dag.
Nú er það sveitarfélaganna að ákveða hvort það vilji faggilda embætti byggingarfulltrúa. Þetta er valkvætt og heimilt að fela faggiltri skoðunarstofu að annast yfirferð hönnunargagna og annast úttektir. Ólíklegt er að mörg, ef nokkur embætti byggingarfulltrúa sækji um að öðlast faggildingu. Hættan er að þá skapist markaður fyrir faggilt byggingareftirlit sem hefur yfirbragð fákeppni.
Minni embætti byggingarfulltrúa sveitarfélaga leggjast af og útgáfa byggingarleyfa verður í reynd í höndum aðila utan stjórnsýslu viðkomandi sveitarfélags.
Ekki er ljóst, og líklega ekki heimilt, að sami aðili sem er með faggildingu sé bæði byggingar- og skipulagsfulltrúi. Með þeim hætti hafa flest minni sveitarfélög hagað sinni stjórnsýslu og stuðlar þessi breyting að óhagræði í rekstri þeirra.
Tekið er undir þau sjónarmið að horfið verði frá þeirri kröfu að allir séruppdrættir þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út. Þá er einnig tekið undir þá breytingu sem felur í sér færri ábyrgðaryfirlýsingar iðnmeistara í upphafi verks. Vandséð að það auki flækjustig fyrir byggingarfulltrúann en er ótvírætt til einföldunar fyrir umsækjanda.
Það er skoðun okkar að endurskoða eigi ákvæðið um samþykkt byggingaráforma. Það er óþarfi að skipta veitingu byggingarleyfis upp í tvo þætti, einnig er óskýrt hvað samþykkt byggingaráforma þýðir í raun stjórnsýslulega.



6.Ártorg 1 - afgreiðslustöð eldsneytis - fyrirspurn

Málsnúmer 1711304Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. janúar sl var tekin fyri umsókn OLIS hf. um eldsneytisafgreiðslustöð á lóðinni Ártorg 1 á Sauðárkróki. Samþykki lóðarhafa lóðarinnar Ártorgi 1 er fyrirliggjandi. Á ofangreindum fundi Skipulags- og byggingarnefndar 19. janúar var erindinu hafnað og OLIS bent á að lóðin Borgarflöt 31 er laus til umsóknar fyrir þess konar starfsemi. Með bréfi dagsettu 15. febrúar sl. óskar Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olíuverslunar Íslands hf. eftir að skipulags-og byggingarnefnd taki málið aftur upp til umfjöllunar. Afstaða skipulags- og byggingarnefndar til erindisins er óbreytt og vísar til bókunar sinnar frá 19. janúar sl.

7.Suðurgata 18 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1802268Vakta málsnúmer

Friðbjörn Helgi Jónsson kt. 120658-4099 sækir, fh. F húsa ehf. kt. 681009-1080 um heimild til lagfæringa og breytinga á einbýlishúsinu við Suðurgötu 18 á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að gerðar verða tvær íbúðir í húsinu, íbúð á jarðhæð og önnur íbúð á annari hæð og í risi. Þá er fyrirhugaðar útlitsbreytingar á húsinu, útidyrum og gluggum breytt og húsið einagrað og klætt utan. Framlagðir uppdrættir dagsettir 22. febrúar 2018 gerðir af Þorvaldi E. Þorvaldssyni kt. 171064-5389, áritaðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar þeim hluta erindisins er varðar að gera húsið að tveimur íbúðum, er lýsir að öðru ánægju sinni með erindið.

8.Mannskaðahóll lóð (146559) - Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðar

Málsnúmer 1803137Vakta málsnúmer

Ingibjörg S. Halldórsdóttir kt. 241264-5809 og Bjarni Kristinn Þórisson kt. 061163-3529 eigendur lóðarinnar Mannskaðahóll lóð (landnr. 146559), óska staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar á afmörkun lóðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki númer 774102, nr. S-102 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 13. mars 2018. Einnig fylgir erindinu yfirlýsing dags. 14. mars 2018 undirrituð af eigendum lóðarinnar ásamt eiganda frístundahúss sem á lóðinni stendur, um ágreiningslaus lóðarmörk eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Erindið samþykkt.

9.Mannskaðahóll (146558) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1803138Vakta málsnúmer

Ingibjörg S. Halldórsdóttir kt. 241264-5809 og Bjarni Kristinn Þórisson kt. 061163-3529 eigendur jarðarinnar Mannskaðahóll (landnr. 146558) óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 1.050 m2 lóð úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Mannskaðahóll 1. Íbúðarhús með matsnúmerið 214-3317, mhl. 03 á jörðinni er innan hinnar fyrirhuguðu lóðar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki númer 774102, nr. S-101 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 13. mars 2018. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Mannskaðahóli (landnr. 146558). Erindið samþykkt.

10.Mannskaðahóll (146558) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1803139Vakta málsnúmer

Ingibjörg S. Halldórsdóttir kt. 241264-5809 og Bjarni Kristinn Þórisson kt. 061163-3529 eigendur jarðarinnar Mannskaðahóll (landnr. 146558) óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 36.805 m2 lóð úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Mannskaðahóll 2. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki númer 774102, nr. S-102 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 13. mars 2018. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Mannskaðahóli (landnr. 146558). Fylgjandi erindinu er yfirlýsing, dagsett 14. mars 2018 um ágreiningslaus landamerki milli fyrirhugaðrar lóðar og aðliggjandi jarðar sem er Vatn (146600).Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63

Málsnúmer 1803002FVakta málsnúmer

63. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64

Málsnúmer 1803005FVakta málsnúmer

64. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.