Fara í efni

Breytingar á mannvirkjalögum

Málsnúmer 1802278

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 819. fundur - 08.03.2018

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á mannvirkjalögum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 318. fundur - 16.03.2018

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á mannvirkjalögum. Tekið fyrir á fundi Byggðarráðs þann 8. mars sl. Byggðarráð vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Í frumvarpi þessu er að finna ýmis nýmæli og breytingar á lögum um mannvirki sem eiga að hafa það að markmiði að lækka byggingarkostnað og einfalda stjórnsýslu við mannvirkjagerð. Auk þess eru lagðar til nokkrar breytingar í þeim tilgangi að skerpa á eða skíra frekar tiltekin ákvæði laganna. Langveigamesta atriði frumvarpsins snýr að kröfu um að allt opinbert eftirlit með mannvirkjum verði framkvæmt af aðilum sem hafi öðlast faggildingu. Vandséð er að kostnaðaráhrif af faggildingarkröfu gagnvart embættum byggingarfulltrúa sveitarfélaga hafi verið nægjanlega metin.
Lauslega má áætlað kostnaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar gæti verið allt að einni milljón króna við það eitt að fá faggildingu hjá Einkaleyfisstofu. Við bætist svo árlegt eftirlitsgjald sem gæti numið allt að 500 þúsund krónum á verðlagi dagsins í dag.
Nú er það sveitarfélaganna að ákveða hvort það vilji faggilda embætti byggingarfulltrúa. Þetta er valkvætt og heimilt að fela faggiltri skoðunarstofu að annast yfirferð hönnunargagna og annast úttektir. Ólíklegt er að mörg, ef nokkur embætti byggingarfulltrúa sækji um að öðlast faggildingu. Hættan er að þá skapist markaður fyrir faggilt byggingareftirlit sem hefur yfirbragð fákeppni.
Minni embætti byggingarfulltrúa sveitarfélaga leggjast af og útgáfa byggingarleyfa verður í reynd í höndum aðila utan stjórnsýslu viðkomandi sveitarfélags.
Ekki er ljóst, og líklega ekki heimilt, að sami aðili sem er með faggildingu sé bæði byggingar- og skipulagsfulltrúi. Með þeim hætti hafa flest minni sveitarfélög hagað sinni stjórnsýslu og stuðlar þessi breyting að óhagræði í rekstri þeirra.
Tekið er undir þau sjónarmið að horfið verði frá þeirri kröfu að allir séruppdrættir þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út. Þá er einnig tekið undir þá breytingu sem felur í sér færri ábyrgðaryfirlýsingar iðnmeistara í upphafi verks. Vandséð að það auki flækjustig fyrir byggingarfulltrúann en er ótvírætt til einföldunar fyrir umsækjanda.
Það er skoðun okkar að endurskoða eigi ákvæðið um samþykkt byggingaráforma. Það er óþarfi að skipta veitingu byggingarleyfis upp í tvo þætti, einnig er óskýrt hvað samþykkt byggingaráforma þýðir í raun stjórnsýslulega.