Fara í efni

Freyjugata 25 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1711178

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 316. fundur - 19.01.2018

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar, fh Sýls ehf. kt. 470716-0450 Borgarröst 8 Sauðárkróki, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina Freyjugata 25 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 14. janúar 2018 unnin af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi fyrir umsækjanda.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018

Vísað frá 316. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 19.jan 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar, fh Sýls ehf. kt. 470716-0450 Borgarröst 8 Sauðárkróki, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina Freyjugata 25 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 14. janúar 2018 unnin af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi fyrir umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu

Ofangreind skipulagslýsing og heimild til lóðarhafa að vinna deiliskipulagstillögu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
Samþykkt að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40. grein skipulagslaga.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

Skipulags- og byggingarnefnd - 318. fundur - 16.03.2018

Kynningartími og athugasemdarfrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 30. janúar til og með 24. febrúar 2018. Alls bárust þrjár umsagnir og athugasemdir.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Skipulagsstofnun bendir á að auk þeirra umsagnaraðila sem taldir eru upp í lýsingunni sé mikilvægt að hafa samráð við íbúa svæðisins sbr. gr. 5.2 í skipulagsreglugerð. Þá minnir Skipulagsstofnun á að við gerð nýs deiliskipulags skuli áhrif af fyrirhuguðum skipulagsáhrifum metin sbr. gr. 5.4 í Skipulagsreglugerð.
Þá barst ábending frá íbúum við Knarrarstíg 2 og 4 sem benda á að fá bílastæði séu við Knarrarstíg 2 og 4 og leggja m.a. til að fjögur bílastæði fyrir Knarrarstíg 2 og 4 verði gerð á lóðinni Freyjugata 25. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar framkomnar umsagnir og ábendingar. Við mótun vinnslutillögu verður þess gætt að hafa samráð við íbúa svæðisins og möguleg áhrif á umhverfi metin. Skoðað verður hvort og með hvaða hætti verður hægt að koma til móts við íbúa að Knarrarstíg 2 og 4.

Skipulags- og byggingarnefnd - 322. fundur - 11.05.2018

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh.. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu meðfylgjandi deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni i í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m².
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt skipulagslögum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 368. fundur - 16.05.2018

Vísað frá 322. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu meðfylgjandi deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni i í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m². Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt skipulagslögum."

Framlögð tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt skipulagslögum, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 365. fundur - 30.01.2020

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m². Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 393. fundur - 12.02.2020

Vísað frá 365. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m². Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna."

Tillaga um að deiliskipulagstillaga á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki verði auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 borin uppp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslunni.