Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

365. fundur 30. janúar 2020 kl. 11:00 - 16:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Alex Már Sigurbjörnsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Freyjugata 25 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1711178Vakta málsnúmer

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m². Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

2.Skarðseyri 5 Steinull hf. - lóðamál

Málsnúmer 2001234Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttri lóðarstærð lóðarinnar Skarðseyri 5, lóð Steinullarverksmiðjunnar hf. Samkvæmt lóðarleigusamningi er lóðin 24.380 m2 en breytist samkvæmt fyrirliggjandi tillögu og verður 32.202 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti sem ber heitið Skarðseyri 5 blað 4, dagsett 23. janúar 2020. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu.

3.Fosshóll 1 í Sæmundarhlíð - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2001103Vakta málsnúmer

Sæmundur Jónsson kt. 160191-3339, þinglýstur eigandi Fosshóls 1 í Sæmundarhlíð, landnúmer 229259, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7870-01, dags. 8. janúar 2020. Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar. Erindið samþykkt.
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða málið þegar umsögn Vegagerðarinnar um vegtenging hefur borist.

4.Kvistahlíð 4 - Umsókn um bílastæði við lóð.

Málsnúmer 1911247Vakta málsnúmer

Guðmundur Svavarsson kt. 010965-3149 óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að gera bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina Kvistahlíð 4. Um er að ræða 4,5 metra til suðurs frá núverandi innkeyrslustút á grasfleti yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgjandi loftmynd sem gerir grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Erindið samþykkt með eftirfarandi skilmálum:
Eigandi skal kynna sér legu lagna á svæðinu, verði tjón á lögnum í eigu sveitarfélagsins vegna framkvæmda við bílastæði skal húseigandi tilkynna það og bera kostnað við viðgerð á lögnum. Ef kemur til viðhalds á lögnum í eigu sveitarfélagsins undir umræddu bílastæði skal eigandi bera kostnað af yfirborðsfrágangi að viðgerð lokinni.

5.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Fyrir liggja, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, vinnudrög til yfirferðar varðandi þéttbýliskjarnana í sveitarféalginu,Steinsstaði, Varmahlíð, Sauðárkrók, Hóla og Hofsós. Farið yfir íbúðarsvæðin, greiningu á þeim og svæði fyrir atvinnustarfsemi. Mörk þéttbýslikjarnanna rædd og farið yfir kosti og galla að breyta þeim. Rætt um tengingar af þjóðvegi inn í þéttbýliskjarnana.Undir þessum lið sat Stefán Gunnar Thors fundinn.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99

Málsnúmer 2001010FVakta málsnúmer

99. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:40.