Fara í efni

Suðurgata 18 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1802268

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 318. fundur - 16.03.2018

Friðbjörn Helgi Jónsson kt. 120658-4099 sækir, fh. F húsa ehf. kt. 681009-1080 um heimild til lagfæringa og breytinga á einbýlishúsinu við Suðurgötu 18 á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að gerðar verða tvær íbúðir í húsinu, íbúð á jarðhæð og önnur íbúð á annari hæð og í risi. Þá er fyrirhugaðar útlitsbreytingar á húsinu, útidyrum og gluggum breytt og húsið einagrað og klætt utan. Framlagðir uppdrættir dagsettir 22. febrúar 2018 gerðir af Þorvaldi E. Þorvaldssyni kt. 171064-5389, áritaðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar þeim hluta erindisins er varðar að gera húsið að tveimur íbúðum, er lýsir að öðru ánægju sinni með erindið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 326. fundur - 20.08.2018

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 16. mars sl var tekin fyrir umsók frá Friðbirni H. Jónssyni varðandi breytingar á húsinu Suðurgata 18 á Sauðárkróki. Eftirfarandi var bókað :
„Friðbjörn Helgi Jónsson kt. 120658-4099 sækir, fh. F húsa ehf. kt. 681009-1080 um heimild til lagfæringa og breytinga á einbýlishúsinu við Suðurgötu 18 á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að gerðar verða tvær íbúðir í húsinu, íbúð á jarðhæð og önnur íbúð á annari hæð og í risi. Þá er fyrirhugaðar útlitsbreytingar á húsinu, útidyrum og gluggum breytt og húsið einagrað og klætt utan. Framlagðir uppdrættir dagsettir 22. febrúar 2018 gerðir af Þorvaldi E. Þorvaldssyni kt. 171064-5389, áritaðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar þeim hluta erindisins er varðar að gera húsið að tveimur íbúðum, en lýsir að öðru ánægju sinni með erindið.“

Með bréfi dagsettu 11. maí sl óskar Friðbjörn eftir frekari rökstuðningi fyrir höfnun Skipulags- og byggingarnefndar á því að gera tvær íbúðir í húsinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 332. fundur - 24.10.2018

Erindi Friðbjörns Jónssonar fh. F- húsa um heimild til gera tvær íbúðir í einbýlishúsinu að Suðurgötu 18 og breyta útliti þess var grenndarkynnt samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. ágúst sl. og samþykkt sveitarstjórnar frá 22. ágúst sl. Frestur til að skila umsögnum um erindið var til 15. október sl. Erindið var grenndarkynnt eigendum húsa við Suðurgötu. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar því að íbúar vilji laga og viðhalda húsum í eldri hluta bæjarins en bendir á að erindið er ekki í samræmi við reglur deiliskipulags þar sem ekki er gert ráð fyrir fleiri íbúðum við Suðurgötuna. Suðurgatan er gróin einbýlishúsagata, lóðir margar litlar og rúma illa bílgeymslur og bílastæði inni á lóð. Þá er lóðin Suðurgata 18 aðeins um 253 fermetrar og íbúðarhúsið 151,7 fermeter. Mjög líklegt er að fjölgun íbúða leiði af sér aukna bílaumferð og meiri þrengsli í götunni en þegar eru. Því hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindi Friðbjörns Jónssonar fh. F-húsa.
Skipulags- og byggingafulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 336. fundur - 14.01.2019

Lagt fram bréf Friðbjörns H. Jónssonar f.h. Fhúsa dagsett 3.12.2018.

Skipulags- og byggingarnefnd - 356. fundur - 10.09.2019

Tekið fyrir erindi Friðbjörns H. Jónssonar fyrir hönd F-húsa þar sem óskað er eftir heimild til að gera tvær íbúðir í einbýlishúsinu að Suðurgötu 18 og breyta útliti þess. Erindið hefur áður verið afgreitt úr skipulags- og byggingarnefnd. Með bréfi frá Friðbirni H. Jónssyni sem var kynnt nefndinni 14. janúar síðastliðinn óskar hann eftir að málið verði aftur tekið til umfjöllunnar. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að endurskoða afstöðu sína og leyfa umræddar breytingar að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar. Jón Örn vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 125. fundur - 14.07.2021

Friðbjörn Helgi Jónsson, kt. 120658-4099 sækir, f.h. F húsa ehf., kt. 681009-1080 um leyfi til að gera breytingar á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 18 við Suðurgötu á Sauðárkróki. Sótt er um að gera breytingar á innangerð og útliti hússins. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3041, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 22. febrúar 2018, breytt 8. júlí 2021. Byggingaráform samþykkt.