Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

292. fundur 09. september 2016 kl. 08:30 - 10:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðutún 20 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1608091Vakta málsnúmer

Hjörtur Elefsen Óskarsson kt. 300577-3779 og Dagný Huld Gunnarsdóttir kt. 280883-5499 óska eftir að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 20 við Iðutún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi uppdrættir gera grein fyrir fyrirhugaðri byggingu á lóðinni. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.

2.Kleifatún 2 Sauðárkróki - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1608213Vakta málsnúmer

Hafsteinn Logi Sigurðarson kt. 300393-4039 óskar eftir að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 2 við Kleifatún á Sauðárkróki. Fram kemur í umsókn að fyrirhugað sé að byggja á lóðinni samskonar hús og byggt verður á lóð númer 4 við Kleifatún. Samþykkt að úthluta Hafsteini Loga lóðinni. Sigurður Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

3.Hafgrímsstaðir 146169 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1608086Vakta málsnúmer

Christopher Walter Doyle-Kely kt. 310784-3979 sækir fyrir hönd Austara ehf., um leyfi til þess að stofna byggingarreit í landi Hafgrímsstaða ( landnr. 146169). Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 776501, útg. dags. 11.08.2016. Einnig ritar undir erindið Guðmundur Ingi Elísson, kt. 210435-2129 eigandi jarðarinnar Hafgrímsstaða. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaðan byggingarreit með fyrirvara um umsögn minjavarðar.

4.Hugljótsstaðir 146546 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1608087Vakta málsnúmer

Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur kt. 241037-2319 þinglýstur eigandi Hugljótsstaða sækir um leyfi til þess að stofna byggingarreit í landi Hugljótsstaðir (146546) Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á BK hönnun af Birki Kúld Péturssyni kt. 010884-3499. Númer uppdráttar er 100 verknúmer 16-03 dagsetning uppdráttar 10.08.2016. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaðan byggingarreit með fyrirvara um umsögn minjavarðar.

5.Kimbastaðir 145946 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1608255Vakta málsnúmer

Hróðmar Hjörleifsson kt. 080331-7469 og Reynir Hjörleifsson kt. 010434-4679 þinglýstir eigendur Kimbastaða í Skagafirði, landnr. 145946, sækjum um leyfi til að skipta spildu úr landi jarðarinnar. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7679, dags. 31. ágúst 2016. Heiti spildunnar á uppdrættinum er Kimbastaðir, land, og er stærð útskipta landsins 0,5 ha. Einnig óska umsækjendur eftir því að umrædd lóð verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Kimbastöðum, landnr. 145946. Erindið samþykkt.

6.Eyrarvegur 18 - Umsókn um lóðargirðingu

Málsnúmer 1608254Vakta málsnúmer

Ágúst Andrésson fh. Kjötafurðastöðvar KS og Jón E. Friðriksson fh. FISK Seafood ehf., sækja um leyfi til þess að færa fyrirhugðaða aðkoma að baklóðum fyrirtækjanna við Eyrarveg á Sauðárkróki. Einnig óskað heimildar til að girða baklóðir fyrirtækjanna með girðingu meðfram Skarðseyri og Háeyri. Um er að ræða girðingu sem er samskonar og núverandi girðing norðan Kjötafurðastöðvarinnar, en það er stálrimlagirðing, 1,8 - 2,0 m á hæð.
Framlagðir uppdrættir gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 26. ágúst 2016. Númer uppdrátta eru S-101, S-102 og S-103 í verki nr. 4941.Skipulags og byggingarnefnd samþykkir umbeðnar framkvæmdir með þeim fyrirvara að verkið verð unnið í samráði við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Skipulags- og byggingarnefnd bendir jafnframt á að í gangi er vinna við deiliskipulag hafnarsvæðisins og að staðsetning fyrirhugaðrar girðingar er ekki á gildandi lóðarmörkum.

7.Eyrarvegur 20 - Umsókn um lóðargirðingu

Málsnúmer 1608253Vakta málsnúmer

Ágúst Andrésson fh. Kjötafurðastöðvar KS og Jón E. Friðriksson fh. FISK Seafood ehf., sækja um leyfi til þess að færa fyrirhugðaða aðkoma að baklóðum fyrirtækjanna við Eyrarveg á Sauðárkróki. Einnig óskað heimildar til að girða baklóðir fyrirtækjanna með girðingu meðfram Skarðseyri og Háeyri. Um er að ræða girðingu sem er samskonar og núverandi girðing norðan Kjötafurðastöðvarinnar, en það er stálrimlagirðing, 1,8 - 2,0 m á hæð.
Framlagðir uppdrættir gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 26. ágúst 2016. Númer uppdrátta eru S-101, S-102 og S-103 í verki nr. 4941.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir umbeðnar framkvæmdir með þeim fyrirvara að verkið verð unnið í samráði við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Skipulags- og byggingarnefnd bendir jafnframt á að í gangi er vinna við deiliskipulag hafnarsvæðisins og að staðsetning fyrirhugaðrar girðingar er ekki á gildandi lóðarmörkum.

8.Skógargata 19b - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1604142Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um lóðina. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lóða - og hæðarlínublað fyri lóðina og aðliggjandi lóðir. ásamt grunnplani lóða. Samþykkt að vinna byggingarskilmála fyrir lóðina.

9.Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - deiliskipulag 2016

Málsnúmer 1605181Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá stöðu skipulagsmála varðandi lóðirnar. Deiliskipulagið hefur verið samþykkt og auglýsing um gilsistöku send í B- deild Stjórnartíðinda.

10.Skipulagsdagurinn 2016

Málsnúmer 1609079Vakta málsnúmer

Skipulagsdaginn 2016 verður haldinn verður á Grand Hótel í Reykjavík 15. september næstkomandi. Skipulagsdagurinn er árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar sem hvetur sveitarstjórnarmenn og starfsfólk sveitarfélaga sem fara með skipulagsmál til að mæta og taka þátt í dagskrá. Viðfangsefni Skipulagsdagsins hverfist að þessu sinni um vindorku, ferðamannastaði og búsetumynstur og tengsl þeirra við skipulag. Samþykkt að þeir fulltrúar sem sjá sér það fært sæki fundinn.

11.Ríp 3 146397 - Umsókn um byggingarreit og byggingarleyfi

Málsnúmer 1606230Vakta málsnúmer

Hildur Þóra Magnúsdóttir og Halldór Gunnlaugsson þinglýstur eigandi að jörðinni Ríp 3 í Hegranesi (landareign 146397) sækja um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir gestahúsi á landi jarðarinnar. Byggingarreiturinn er sýndur á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur kt: 311273-3109. Uppdrátturinn ber heitið Ríp 3, Hegranesi 146397, Afstöðumynd byggingarreits Gestahús 1. Breytt dagsetning uppdráttar 31.08.2016. Um er að ræða breytta staðsetningu byggingarreits, byggingarreitur sem samþykktur var á fundi 5. júlí sl er felldur niður. Fyrir liggur umsögn minjavarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðan afstöðuuppdrátt og tilfærslu á byggingarreit. Hildur Þóra vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 33

Málsnúmer 1608002FVakta málsnúmer

33. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:10.