Fara í efni

Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - deiliskipulag 2016

Málsnúmer 1605181

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 287. fundur - 27.05.2016

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1 hefur legið frami til kynningar frá 24. apríl til 17 maí 2016. Skipulagsstofnun hefur með bréfi dagsettu 6. maí sl. svarað erindi sveitarfélagsins Skagafjarðar dagsettu 22. apríl sl. þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar varðandi skipulagslýsinguna. Í svari Skipulagsstofnunar kemur fram að ekki er gerð athugasemd við framlagða lýsingu. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatímanum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 288. fundur - 06.06.2016

Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Greinargerð á uppdrætti með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni dagsett 18.05.2016. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Afgreiðsla 287. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. júní 2016 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 11. "Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - deiliskipulag 2016". Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Greinargerð á uppdrætti með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Stoð ehf.
Verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni dagsett 18.05.2016. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr skipulagslagas nr 123/2010 borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 292. fundur - 09.09.2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá stöðu skipulagsmála varðandi lóðirnar. Deiliskipulagið hefur verið samþykkt og auglýsing um gilsistöku send í B- deild Stjórnartíðinda.