Fara í efni

Eyrarvegur 18 - Umsókn um lóðargirðingu

Málsnúmer 1608254

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 292. fundur - 09.09.2016

Ágúst Andrésson fh. Kjötafurðastöðvar KS og Jón E. Friðriksson fh. FISK Seafood ehf., sækja um leyfi til þess að færa fyrirhugðaða aðkoma að baklóðum fyrirtækjanna við Eyrarveg á Sauðárkróki. Einnig óskað heimildar til að girða baklóðir fyrirtækjanna með girðingu meðfram Skarðseyri og Háeyri. Um er að ræða girðingu sem er samskonar og núverandi girðing norðan Kjötafurðastöðvarinnar, en það er stálrimlagirðing, 1,8 - 2,0 m á hæð.
Framlagðir uppdrættir gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 26. ágúst 2016. Númer uppdrátta eru S-101, S-102 og S-103 í verki nr. 4941.Skipulags og byggingarnefnd samþykkir umbeðnar framkvæmdir með þeim fyrirvara að verkið verð unnið í samráði við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Skipulags- og byggingarnefnd bendir jafnframt á að í gangi er vinna við deiliskipulag hafnarsvæðisins og að staðsetning fyrirhugaðrar girðingar er ekki á gildandi lóðarmörkum.