Fara í efni

Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 98. fundur - 12.05.2014

Ómar Kjartansson, eigandi Flokku ehf, kom á fund nefndarinnar og ræddi um flokkun á sorpi í dreifbýli.
Formanni falið að hafa samband við forsvarsmenn nemendagarða og Hólaskóla vegna flokkunar sorps á Hólum.
Ákveðið var að fara af stað með tilraunaverkefni í flokkun sorps í dreifbýli hið fyrsta. Sviðstjóra falið að kostnaðargreina verkefnið fyrir næsta fund.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 99. fundur - 26.05.2014

Farið var yfir kostnaðaráætlun vegna tilraunaverkefnis við flokkun sorps í dreifbýli.
Nefndin leggur til að farið verði í tilraunaverkefni við flokkun sorps í Hegranesi í 3 mánuði og staðan metin að því loknu.
Málinu vísað tll byggðaráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 98. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 99. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 100. fundur - 01.07.2014

Flestum íbúum Hegraness hafa verið kynnt áform um tilraunaverkefni þar sem farið verður af stað með flokkun í Hegranesi í um 3 mánuði. Í þessu 3ja mánaða tilraunaverkefni er gert ráð fyrir að bæjum í Hegranesi verði útvegaðar flokkunartunnur, annars vegar grænar tunnur fyrir endurnýjanlegan úrgang og hins vegar gráa tunnu fyrir almennt sorp. Ekki er gert ráð fyrir íláti fyrir lífrænan úrgang. Losun á tunnum yrði á 2ja vikna fresti. Á meðan á verkefninu stendur verða losunargámar við Ósbrú og við Félagsheimilið í Hegranesi fjarlægðir.
Stefnt er að því að flokkunarílát verði keyrð heim á bæi um miðja næstu viku.
Að verkefninu loknu mun árangurinn vera metinn og gerð ítarlegri kostnaðaráætlun fyrir flokkun í dreifbýli í sveitarfélaginu í heild.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014

Lögð fyrir fundinn svo hljóðandi bókun 99. fundar umhverfis- og samgöngunefndar:
"Farið var yfir kostnaðaráætlun vegna tilraunaverkefnis við flokkun sorps í dreifbýli. Nefndin leggur til að farið verði í tilraunaverkefni við flokkun sorps í Hegranesi í 3 mánuði og staðan metin að því loknu.
Málinu vísað tll byggðaráðs." Gert er ráð fyrir að losun á tunnum verði á tveggja vikna fresti og á tilraunatímanum verði sorpgámar við Félagsheimilið í Hegranesi og upp af Vesturósi fjarlægðir.
Byggðarráð fagnar að farið verði í verkefnið og vonast til þess að það nái tilætluðum árangri.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 102. fundur - 29.09.2014

Farið var af stað í tilraunaverkefni með flokkun á sorpi í Hegranesi í byrjun ágúst.
Nú er búið að hirða sorp í Hegranesi þrisvar sinnum og hefur árangurinn verið þokkalegur, um 150kg af endurvinnanlegu sorpi og 550kg af rusli hefur verið safnað í hverri ferð. Það er ljóst að hægt er að lengja bil milli sorphirðu ferða upp 3 vikur yfir vetrarmánuðina. Flokkun í Hegranesi verður haldið áfram út október og árangur og kostnaður metinn eftir að verkefninu lýkur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 102. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 104. fundur - 13.11.2014

Undir þessum lið sat landbúnaðarnefnd fundinn.
Rætt var um tilraunaverkefni við flokkun á sorpi í Hegranesi ásamt almennum umræðum um sorpmál í dreifbýli.
Ómar Kjartansson frá Ó.K. Gámaþjónustu mætti á fund nefndanna og fór yfir tilraunaverkefni í flokkun á sorpi í Hegranesi.
Sorp hefur nú verið flokkað í Hegranesi í þrjá mánuði, frá ágúst til október. Á hverjum bæ er 660 lítra kar undir almennt sorp og 240 lítra tunna undir flokkaðan úrgang. Ílátin eru tæmd tvisvar í mánuði. Verkefnið hefur gefist vel og flestir íbúar ánægðir með þjónustuna. Ákveðið var að halda verkefninu áfram út árið 2014.
Ræddar voru breyttar útfærslur á sorphirðu í dreifbýli og gjaldskrá fyrir þjónustuna. Stefnt verður að flokkun á sorpi í dreifbýli í náinni framtíð. Sviðstjóra og formanni falið að koma með tillögur um útfærslu og gjaldskrá.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 176. fundur - 13.11.2014

Undir þessum dagskrárlið sátu sameiginlegan fund fulltrúar og áhreynarfulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar auk Indriða Þ. Einarssonar sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs. Rætt um tilraunaverkefni við flokkun á sorpi í Hegranesi og almennar umræður um sorpmál í dreifbýli.

Ómar Kjartansson frá Ó.K. Gámaþjónustu mætti á fund nefndanna og fór yfir tilraunaverkefni í flokkun á sorpi í Hegranesi.
Sorp hefur nú verið flokkað í Hegranesi í þrjá mánuði, frá ágúst til október. Á hverjum bæ er 660 lítra kar undir almennt sorp og 240 lítra tunna undir flokkaðan úrgang. Ílátin eru tæmd tvisvar í mánuði. Verkefnið hefur gefist vel og flestir íbúar ánægðir með þjónustuna. Ákveðið var að halda verkefninu áfram út árið 2014.
Ræddar voru breyttar útfærslur á sorphirðu í dreifbýli og gjaldskrá fyrir þjónustuna. Stefnt verður að flokkun á sorpi í dreifbýli í náinni framtíð. Sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og formanni umhverfis- og samgöngunefndar falið að koma með tillögur um útfærslu og gjaldskrá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 176. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 104. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 121. fundur - 12.09.2016

Sviðstjóri fór yfir stöðu mála vegna flokkunar í dreifbýli.
Verið er að vinna í útfærslu á flokkun í dreifbýli sem tekin verður fyrir á næsta fundi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 123. fundur - 22.11.2016

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Veitu- og framkvæmdasviði þar sem farið er yfir mögulegar breytingar á sorpflokkun og sorphirðu í dreifbýli í Skagafirði.

Unnið verður áfram að útfærslu breytinganna. Stefnt að innleiðingu sorpflokkunar í dreifbýli árið 2017.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 125. fundur - 27.02.2017

Við breytingar á flokkun og sorphirðu í dreifbýli þarf að endurskoða gjaldskrá þjónustunar.

Rætt var um mögulegar breytingar á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í dreifbýli.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 127. fundur - 30.03.2017

Ákveðið að sviðstjóri fari í Borgarbyggð til að kynna sér tilhögun sorphirðu í sveitarfélaginu.