Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

666. fundur 03. júlí 2014 kl. 09:00 - 10:33 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjármálastjórn sveitarfélaga - niðurstaða könnunar

Málsnúmer 1406181Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 12. júní 2014 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) varðandi könnun á fjármálastjórn sveitarfélaga. Fram kemur meðal annars að sveitarstjórn ber ábyrgð á fjármálum sveitarfélags og því er mikilvægt að sveitarstjórn fari yfir og fjalli sérstaklega um þróun og stöðu fjármála sveitarfélags með reglubundnum hætti. Þannig er hún upplýst um þróun fjármálanna, samanburð við fjárhagsáætlun og útskýringar á frávikum ef eru.

2.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fundinn svo hljóðandi bókun 99. fundar umhverfis- og samgöngunefndar:
"Farið var yfir kostnaðaráætlun vegna tilraunaverkefnis við flokkun sorps í dreifbýli. Nefndin leggur til að farið verði í tilraunaverkefni við flokkun sorps í Hegranesi í 3 mánuði og staðan metin að því loknu.
Málinu vísað tll byggðaráðs." Gert er ráð fyrir að losun á tunnum verði á tveggja vikna fresti og á tilraunatímanum verði sorpgámar við Félagsheimilið í Hegranesi og upp af Vesturósi fjarlægðir.
Byggðarráð fagnar að farið verði í verkefnið og vonast til þess að það nái tilætluðum árangri.

3.Háholt - framkvæmdir við breytingar á húsnæði

Málsnúmer 1404266Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu, dagsett 5. júní 2014, þar sem vísað er til leigusamnings um Háholt og breytinga á húsnæðinu. Farið er fram á að fasteignin verði máluð að innan sem utan.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði máluð og rúmast kostnaður innan viðhaldsliðs eignasjóðs á fjárhagsáætlun 2014.

4.Umsókn um leyfi fyrir sandspyrnukeppni 5. júlí

Málsnúmer 1406228Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 23. júní 2014, þar sem sótt er um leyfi til að halda sandspyrnukeppni í landi Garðs á Garðssandi þann 5. júlí 2014. Um er að ræða sama svæði og keppnin var haldin á árið 2013.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum, öllum reglum verði framfylgt og öryggis gætt í hvívetna.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Gerð gangstétta í Varmahlíð

Málsnúmer 1407017Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014, eignfærða fjárfestingu, gerð gangstétta í Varmahlíð. Um er að ræða hækkun á fjárfestingalið 31810 um fjórar milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framangeindan viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

6.Stígagerð í Varmahlíð

Málsnúmer 1310243Vakta málsnúmer

Á 100. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. júlí 2014, var svohljóðandi bókun gerð:
"Vegna ófyrirséðra breytinga við framkvæmd stígagerðar í Varmahlíð þarf að leggja aukið fjármagn í verkið ef leggja á malbik á stígana. Búið er að jarðvegsskipta og fylla í stíga með malarefni. Í brekku á milli Birkimels og Furulundar er búið að klæða göngustíg með bundnu slitlagi.
Ef leggja á malbik á stíga sem búið er að jarðvegsskipta og fylla með möl þarf viðbótar fjárveitingu upp á um 4 milljónir.
Nefndin samþykkir að vísa erindinu til byggðaráðs og óska eftir aukafjárveitingu upp á 4 milljónir til verksins."
Byggðarráð samþykkir að veita fjórar milljónir króna í stígagerð í Varmahlíð.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Mótun ehf hlutafjáraukning

Málsnúmer 1407016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014, eignfærða fjárfestingu aðalsjóðs, málaflokks 29000. Um er að ræða hlutafjárhækkun í Mótun ehf. um 4.900.000 kr.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framangreindan viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Bjarni Jónsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggur fram bókun:
Óskað er eftir að lögð verði fram skrifleg greinargerð um rekstur félagsins ásamt nýrri rekstraráætlun áður en ákvörðun um hlutafjáraukningu er tekin. Einungis um átta mánuðir eru liðnir síðan ákvörðun var tekin um að sveitarfélagið setti 4,9 m.kr. af skattfé í hlutafé í Mótun ehf. og lögð var fram rekstraráætlun félagsins, sem nú virðist ekki standast. Undirrituð telur ekki rétt að sveitarfélagið setji meira skattfé íbúa í félag sem gerir út á margþætta starfsemi í samkeppnisrekstri með stærsta fyrirtæki sveitarfélagsins.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista

Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað:
Áætlanir Mótunar ehf. hafa alltaf gert ráð fyrir því að sveitarfélagið legði til 9,8 milljónir króna í hlutafé, 4,9 milljónir króna árið 2013 og 4,9 milljónir króna árið 2014.

8.Mótun ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 1407015Vakta málsnúmer

Hluthafafundur Mótunar ehf. frá 25. mars 2014 samþykkti samhljóða að auka hlutafé félagsins um tíu milljónir króna. Hlutur sveitarfélagsins er 4.900.000 kr. í þeirri aukningu, Kaupfélag Skagfirðinga ber 4.900.000 kr. og Skagafjarðarhraðlestin 200.000 kr.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að auka hlutafé sveitarfélagsins í Mótun ehf. um 4.900.000 kr. Bjarni Jónsson situr hjá.

9.Kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.

Málsnúmer 1306067Vakta málsnúmer

Lögð fram drög frá Frjálsíþróttasambandi Íslands að samþykktum um kaup, afnot og samstarf við rekstur á tímatökutækjum með stuðningi sveitarfélaga. Málið áður á dagskrá 627. fundi byggðarráðs þann 18. júlí 2013.
Byggðarráð samþykkir framlagðar samþykktir og leggur til 200.000 kr. til kaupanna af fjárhagslið 21890.

10.Grund 1 Hofsós - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1406156Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 10. júní 2014, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn frá Sælandi ehf., kt. 460504-3090 um rekstrarleyfi fyrir Grund 1, Suðurbraut 10, 565 Hofsósi. Gististaður, flokkur II - íbúð, sumarhús. Forsvarsmaður er Ari Sigurðsson, kt. 110533-4469.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

11.Suðurbraut 9 K.S. - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1406173Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 30. maí 2014, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Árna Bjarkasonar um rekstrarleyfi fyrir útibú Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, Suðurbraut 9, 565 Hofsósi. Veitingastaður, flokkur II - veitingastofa og greiðasala.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

12.Hlíðarendavöllur (143908) - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1406170Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 30. maí 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Péturs Friðjónssonar, kt. 100867-5919, fyrir hönd Golfklúbbs Sauðárkróks, kt. 570884-0349 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Golfklúbb Sauðárkróks að Hlíðarenda, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður, flokkur II - veitingastofa og greiðasala.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 100

Málsnúmer 1406011FVakta málsnúmer

Fundargerð 100. fundar umhverfis-og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 eins og einstök erindi bera með sér.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.

13.1.Kosning formanns, varaformanns og ritara Umhverfis- og samgöngunefndar 2014 til 2018.

Málsnúmer 1406266Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

13.2.Stígagerð í Varmahlíð

Málsnúmer 1310243Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

13.3.Flokkun á sorpi á Hólum

Málsnúmer 1406269Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

13.4.Gangstéttir Hofsósi

Málsnúmer 1302011Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

13.5.Nýjar gangbrautir á Hofsósi.

Málsnúmer 1406267Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

13.6.Gámasvæði í Varmahlíð

Málsnúmer 1406268Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

13.7.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

13.8.Gjaldskrár og samþykktir 2014

Málsnúmer 1312151Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 100. fundar umhvefis- og samgöngunefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3.júlí 2014 með þremur atkvæðum.

14.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9

Málsnúmer 1406010FVakta málsnúmer

Fundargerð 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 eins og einstök erindi bera með sér.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.

14.1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.

Málsnúmer 1406244Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

14.2.Lifandi landslag - smáforrit

Málsnúmer 1406246Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

14.3.Minnisvarði um Hallgrím Pétursson

Málsnúmer 1406079Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

14.4.Varðveislusamningur - uppstoppaður ísbjörn

Málsnúmer 1405266Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

14.5.Umsóknir kortagerð Austur og Vesturdalur

Málsnúmer 1406073Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

14.6.Ferðakort - Skagafjörður og Austur-Húnavatnssýsla

Málsnúmer 1402228Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

14.7.Upplýsingaskilti í Skagafirði

Málsnúmer 1403047Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

15.Viðaukar við fjárhagsáætlanir - upplýsingar

Málsnúmer 1406235Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 18. júní 2014 varðandi viðauka við fjárhagsáætlanir og hvaða upplýsingar þurfi að vera til staðar svo viðauki teljist gild útfærsla á ákvörðun sveitarstjórnar. Einnig fylgja upplýsingar um leiðbeinandi framsetningu um yfirlit viðauka fyrir viðkomandi málaflokka (rekstur og fjárfesting).

16.Fasteignamat 2015

Málsnúmer 1406182Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands dagsett 13. júní 2014 varðandi fasteignamat 2015. Samkvæmt fréttatilkynningu þá hækkar heildarmat fasteigna á landinu öllu um 7,7% frá yfirstandandi ári. Fasteignamat í Sveitarfélaginu Skagafirði hækkar um 5,4% og landmat um 3,1%.

17.Heilbrigðiseftirlit Nlv. - Ársreikningur 2013

Málsnúmer 1406260Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 10:33.