Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

98. fundur 12. maí 2014 kl. 15:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir aðalm.
  • Guðrún Helgadóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Ómar Kjartansson sat 1. og 2. lið fundar.

1.Flokkun á sorpi í dreifbýli?

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Ómar Kjartansson, eigandi Flokku ehf, kom á fund nefndarinnar og ræddi um flokkun á sorpi í dreifbýli.
Formanni falið að hafa samband við forsvarsmenn nemendagarða og Hólaskóla vegna flokkunar sorps á Hólum.
Ákveðið var að fara af stað með tilraunaverkefni í flokkun sorps í dreifbýli hið fyrsta. Sviðstjóra falið að kostnaðargreina verkefnið fyrir næsta fund.

2.Umhverfisátak 2014

Málsnúmer 1405041Vakta málsnúmer

Ákveðið að halda umhverfisdaga helgina 7.-9. júní þar sem íbúar verða hvattir til að hreinsa til í sínu umhverfi. Sveitarfélagið mun útvega ruslapoka sem sóttir verða 10. og 11. júní.
Sviðstjóra falið að auglýsa.

3.Litli Skógur - vinir Litla Skógar

Málsnúmer 1306195Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

4.Fuglaskoðunarhús

Málsnúmer 1302209Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála vegna fuglaskoðunarhúss við Áshildarholtsvatn. Leitað hefur verið sérfræðiálits vegna staðsetningar hússins og var niðurstaðan sú að heppilegasti staður fyrir fuglaskoðun sé við austur enda vatnsins. Búið er að ganga frá samningum við landeiganda vegna hússins og er stefnt á það að setja það niður fyrir lok mánaðarins.

5.Umhverfisvottun Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1405042Vakta málsnúmer

Lagt til að halda kynningarfund um umhverfisvottun þar sem öllum sveitarstjórnarfulltrúum er boðið.

6.Skarðseyri - nýframkvæmd vegar

Málsnúmer 1305164Vakta málsnúmer

Opnun tilboða í útboðsverkið Skarðseyri Sauðárkróki - gatnagerð 2014 fór fram 7. maí síðastliðinn.
Fjögur tilboð bárust í verkið:

Nr. Nöfn bjóðenda Upphæð Hlutf. af áætlun
1 Norðurtak ehf. kr. 52.000.000,- 101%
2 Vinnuvélar Símonar ehf. kr. 49.952.250,- 97%
3 Fjörður ehf. kr. 53.121.150,- 103%
4 Steypustöð Skagafjarðar ehf. Kr. 49.056.750,- 95%
- Kostnaðaráætlun, Stoð ehf. kr. 51.451.000,- 100%

Samþykkt að hálfu nefndarinnar að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna verksins.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.

7.Afgirt hundasvæði

Málsnúmer 1403071Vakta málsnúmer

Hrefna Gerður Björnsdóttir, fulltrúi Frjálslyndra- og óháðra leggur fram tillögu um að útbúinn verði sérstakur hundagarður/ar í Sveitarfélaginu Skagafirði í ljósi þess mikla fjölda hundaeigenda í sveitarfélaginu. Á síðustu árum hefur þeim fjölgað mikið en ekkert skilgreint svæði er til í sveitarfélaginu sem leyfir lausagöngu hunda. Önnur sveitarfélög hafa í stigvaxandi mæli verið að útbúa slík svæði, bæði stór og smá. Gott væri að hafa innan bæjarmarka lítið afgirt svæði en einnig væri sniðugt að hafa stærra svæði sem gæti þá verið utan bæjarmarka.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir áliti skipulags- og bygginganefndar á svæðinu fyrir ofan Hlíðarhverfi.

Fundi slitið - kl. 16:30.