Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

123. fundur 22. nóvember 2016 kl. 14:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1611198Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna fyrir árið 2017.

Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.

2.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2017

Málsnúmer 1611199Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn tillaga um gjaldskrárbreytingar Skagafjarðarhafna fyrir árið 2017. Tillagan gerir ráð fyrir 10,1% hækkun á útseldri vinnu samkvæmt breytingu á launavísitölu sl. 12 mánuði.

Almennir liðir, utan útseldrar vinnu, hækka um 1,8% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.

Nefndin samþykkir tillöguna og vísar til Byggðarráðs.

3.Fundagerðir 2016 - Hafnasamband Ísl.

Málsnúmer 1601004Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 29. apríl, 17. maí,16. ágúst, 19. september, 12. október og 11. nóvember 2016 lagðar fram til kynningar.

4.Sóttvarnaáætlun - hafnir og skip

Málsnúmer 1607114Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að sóttvarnaráætlun fyrir hafnir og skip. Áætlunin er liður í viðbragsáætlun almannavarna og er unnin af sóttvarnarlækni, ríkislögreglustjóra, Hafnasambandi Íslands, Landhelgisgæslunni, Tollstjóranum, Samgöngustofu, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Sveitarfélaga.

5.Skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna

Málsnúmer 1609269Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar skýrsla innanríkisráðherra um stöðu hafna.

6.Sauðárkrókshöfn - Deiliskipulag 2016

Málsnúmer 1601211Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að skipulagslýsingu hafnarsvæðis á Sauðárkróki.

Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti.

7.Fundagerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Nl.v

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðulands vestra frá 7. og 16. júní, 15. september og 10. nóvember 2016 lagðar fram til kynningar.

8.Flokkun á sorpi í dreifbýli

Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Veitu- og framkvæmdasviði þar sem farið er yfir mögulegar breytingar á sorpflokkun og sorphirðu í dreifbýli í Skagafirði.

Unnið verður áfram að útfærslu breytinganna. Stefnt að innleiðingu sorpflokkunar í dreifbýli árið 2017.

9.Fjárhagsáætlun 2017 - Brunavarnir Skagafjarðar

Málsnúmer 1611196Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að fjárhagsáætlun fyrir Brunavarnir Skagafjarðar fyrir árið 2017.

Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðarráðs.

10.Brunavarnir Skagafjarðar - Gjaldskrá 2017

Málsnúmer 1611197Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn tillaga um gjaldskrárbreytingar Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2017. Tillagan gerir ráð fyrir 5,5% hækkun á útseldri vinnu og leigu tækja. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu önnur en þeir liðir sem innihalda vinnu munu ekki hækka.

Nefndin samþykkir tillöguna og vísar til Byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:45.