Fara í efni

Fréttir

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 28. júní 2023

26.06.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 28. júní 2023 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Fótboltamót og tónleikar á Sauðárkróki um helgina

23.06.2023
Fréttir
Nú um helgina fer fram ÓB mót Tindastóls á Sauðárkróki. ÓB mót Tindastóls er sannkölluð knattspyrnuveisla fyrir stelpur í 6. flokki. Mótið í ár er nú haldið í 18. sinn og eru yfir 550 keppendur skráðir til leiks frá tuttugu félögum, víðs vegar af að landinu. Spilaður verður 5 manna bolti og verða spilaðir samtals 339 leikir. Það verður því nóg um...

Bæjarhátíðin Hofsós heim hefst í dag

22.06.2023
Fréttir
Það verður mikið um að vera næstu daga á Hofsósi þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram. Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi um helgina. Dagskráin byrjar í dag, fimmtudag, þar sem íbúar sameinast og skreyta götur og hús, sýningar opna í frystihúsinu, það verður grillað í Höfðaborg og endað á...

Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugarður, kynningarmyndband

21.06.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir skipulagslýsingu fyrir fyrirhugað deiliskipulag fyrir Freyjugarð á Sauðárkróki. Skipulagslýsingin er kynnt með kynningarmyndbandi sem hægt er að horfa á hér að neðan. Í myndbandinu eru helstu viðfangsefni skipulagsins kynnt og sagt frá fyrirhuguðu skipulagsferli. Kynningarmyndbandið er ný nálgun sveitarfélagsins til að kynna...

Sundlaugin á Hofsósi lokuð fyrri part dags 21. júní

20.06.2023
Fréttir
Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð fyrri part dags á morgun, 21. júní, vegna námskeiðs starfsmanna. Stefnt er að opnun kl. 16. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu skapast.

Þjóðhátíðardagur Íslands haldinn hátíðlegur í Skagafirði

20.06.2023
Fréttir
Skagfirðingar héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í rjómablíðu þann 17. júní. Hátíðar- og skemmtidagskrá fór fram á Sauðárkróki með örlítið breyttu sniði og nýrri staðsetningu en hátíðarhöldin fóru fram sunnan við íþróttahúsið og á Árskólalóðinni þar sem sannkölluð karnivalstemning ríkti. Atli Gunnar Arnórsson hóf dagskrána á hátíðarræðu. Atla...

Auglýsing um skipulagsmál - Sveinstún, kynningarmyndband

19.06.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Sveinstún á Sauðárkróki. Tillagan er kynnt með kynningarmyndbandi sem hægt er að horfa á hér að neðan. Í myndbandinu eru helstu viðfangsefni skipulagsins kynnt, sýndar skýringarmyndir og sagt frá hvernig tillagan gerir ráð fyrir þróun nýrrar íbúðarbyggðar með aðkomu frá...

17. júní hátíðarhöld í Skagafirði

16.06.2023
Fréttir
Hátíðar- og skemmtidagskrá verður á Sauðárkróki í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslands. Í ár verður dagskráin með breyttu sniði þar sem karnivalstemning mun ríkja á Árskólalóðinni, nánar tiltekið sunnan við íþróttahúsið á lóð Árskóla. Spáð er sannkölluðu sumar veðri svo íbúar Skagafjarðar eru hvattir til að gera sér glaðan dag og mæta á...

Auglýst eftir umsóknum um styrki í þágu farsældar barna – Umsóknafrestur 16. júní

15.06.2023
Fréttir
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið hefur verið að framlengja til 16. júní frest félagasamtaka til að sækja um styrki til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni, þar á meðal menntun, frístundir, íþróttir, vernd og réttindi barna, í þjónustu við börn og fjölskyldur, m.a. forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir og þjónustu er miðar...