Fara í efni

Fréttir

Bjórhátíð á Hólum laugardaginn 1. júlí

30.06.2023
Fréttir
Bjórhátíðin á Hólum verður haldin á morgun, laugardaginn 1. júlí frá kl. 15 - 19. Hátíðin hefur oft verið kölluð árshátíð handverksbruggara á Íslandi og munu gestir geta gætt sér á úrvals bjór frá flestum brugghúsum landsins. Hátíðin hefur líka þróast í að vera mikil matarveisla. Ekki þarf að kaupa miða á hátíðina ef einungis á að koma og gæða...

Sumarleyfi sveitarstjórnar 2023

28.06.2023
Fréttir
Sumarleyfi sveitarstjórnar Skagafjarðar

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu

28.06.2023
Fréttir
Um er að ræða eina fjögra herbergja íbúð, á efri hæð í fjórbýli, í Laugatúni á Sauðárkróki (þrjú svefnherbergi). Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi...

Lokað tímabundið fyrir heita vatnið frá Ármúla að Gili

27.06.2023
Fréttir
Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitu við Melsgil þarf að loka fyrir heita vatnið frá Ármúla að Gili meðan viðgerð stendur yfir. Lokunin mun standa fram eftir degi eða þar til tekist hefur að gera við. Beðist er velvirðingar á þessu.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 28. júní 2023

26.06.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 28. júní 2023 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Fótboltamót og tónleikar á Sauðárkróki um helgina

23.06.2023
Fréttir
Nú um helgina fer fram ÓB mót Tindastóls á Sauðárkróki. ÓB mót Tindastóls er sannkölluð knattspyrnuveisla fyrir stelpur í 6. flokki. Mótið í ár er nú haldið í 18. sinn og eru yfir 550 keppendur skráðir til leiks frá tuttugu félögum, víðs vegar af að landinu. Spilaður verður 5 manna bolti og verða spilaðir samtals 339 leikir. Það verður því nóg um...

Bæjarhátíðin Hofsós heim hefst í dag

22.06.2023
Fréttir
Það verður mikið um að vera næstu daga á Hofsósi þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram. Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi um helgina. Dagskráin byrjar í dag, fimmtudag, þar sem íbúar sameinast og skreyta götur og hús, sýningar opna í frystihúsinu, það verður grillað í Höfðaborg og endað á...

Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugarður, kynningarmyndband

21.06.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir skipulagslýsingu fyrir fyrirhugað deiliskipulag fyrir Freyjugarð á Sauðárkróki. Skipulagslýsingin er kynnt með kynningarmyndbandi sem hægt er að horfa á hér að neðan. Í myndbandinu eru helstu viðfangsefni skipulagsins kynnt og sagt frá fyrirhuguðu skipulagsferli. Kynningarmyndbandið er ný nálgun sveitarfélagsins til að kynna...

Sundlaugin á Hofsósi lokuð fyrri part dags 21. júní

20.06.2023
Fréttir
Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð fyrri part dags á morgun, 21. júní, vegna námskeiðs starfsmanna. Stefnt er að opnun kl. 16. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu skapast.