Fara í efni

Fréttir

Nafnasamkeppni – nýjar götur í frístundabyggð við Varmahlíð

06.07.2023
Fréttir
Samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar við Varmahlíð óskar Skagafjörður eftir tillögum frá íbúum um heiti á nýjum götum A og B sem skilgreindar eru í skipulaginu, sjá skipulagsuppdrátt og mynd. Hægt er að skila inn tillögum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu ráðhússins eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is til...

Auglýsing um skipulagsmál - Frístundabyggð við Varmahlíð og Ljónsstaðir

05.07.2023
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Ljónsstaðir Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 15. fundi sínum þann 28. júní 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði úr landi Dúks í Skagafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 7. júní 2023 og er unnin af teiknistofunni Storð...

Útboð - Skólaakstur í Skagafirði

05.07.2023
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur í Skagafirði. Um er að ræða skólaakstur milli heimilis og grunnskóla samkvæmt akstursáætlun sem samanstendur af 17 akstursleiðum sem skipt er upp í 17 samningshluta og bjóðendur geta lagt fram tilboð í einn samningshluta eða fleiri. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum...

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu fund félagsmála- og tómstundanefndar

30.06.2023
Fréttir
Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu 14. fund félagsmála- og tómstundanefndar, 26. júní s.l. þar sem reglur ráðsins voru til umfjöllunar. Samkvæmt þeim skulu ráðið og nefndin hittast tvisvar á ári á formlegum fundi auk þess sem boða skal tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í...

Rotþróarlosun 2023

30.06.2023
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum. Svæðin sem losunin nær til eru Reykjaströnd, Skörð, Skagi, Akrahreppur og Fljót. Eigendur rotþróa eru vinsamlegast beðnir um að tryggja aðgengi losunarbíls að rotþróm og að þær séu auðfinnanlegar og opnanlegar. Ef eigendur hafa athugasemdir fram að færa vinsamlegast...

Bjórhátíð á Hólum laugardaginn 1. júlí

30.06.2023
Fréttir
Bjórhátíðin á Hólum verður haldin á morgun, laugardaginn 1. júlí frá kl. 15 - 19. Hátíðin hefur oft verið kölluð árshátíð handverksbruggara á Íslandi og munu gestir geta gætt sér á úrvals bjór frá flestum brugghúsum landsins. Hátíðin hefur líka þróast í að vera mikil matarveisla. Ekki þarf að kaupa miða á hátíðina ef einungis á að koma og gæða...

Sumarleyfi sveitarstjórnar 2023

28.06.2023
Fréttir
Sumarleyfi sveitarstjórnar Skagafjarðar

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu

28.06.2023
Fréttir
Um er að ræða eina fjögra herbergja íbúð, á efri hæð í fjórbýli, í Laugatúni á Sauðárkróki (þrjú svefnherbergi). Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi...

Lokað tímabundið fyrir heita vatnið frá Ármúla að Gili

27.06.2023
Fréttir
Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitu við Melsgil þarf að loka fyrir heita vatnið frá Ármúla að Gili meðan viðgerð stendur yfir. Lokunin mun standa fram eftir degi eða þar til tekist hefur að gera við. Beðist er velvirðingar á þessu.