Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

26. fundur 10. apríl 2024 kl. 16:15 - 17:48 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum þrjú mál, málsnúmer 2404074 endurtilnefning í atvinnu- menningar og kynningarnefnd, nr. 2404075 endurtilnefning i félagsmála og tómstundanefnd og 2312020 Úthlutun byggðakvóta 2023-2024
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 89

Málsnúmer 2403021FVakta málsnúmer

Fundargerð 89. fundar byggðarráðs frá 20. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 89 Lagt fram erindi, dags. 8. mars 2024, frá formanni afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins Íslands. Með bréfinu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskrána með miðlun og hvatningu um þátttöku eins og hentar best á hverjum stað.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að Skagafjörður muni eftir því sem hægt er miðla og hvetja til þátttöku í viðburðum afmælisársins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • 1.2 2402195 Umsókn um land
    Byggðarráð Skagafjarðar - 89 Vísað frá 16. fundi landbúnaðarnefndar þannig bókað:
    "Lagður fram tölvupóstur, dags. 20.2. 2024, þar sem Rúnar Númason óskar eftir 5 ha landi undir kornrækt innan þéttbýlismarka Hofsóss, á svæði sem skráð er athafnasvæði á þéttbýlisuppdrætti í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir landinu leigulaust en svæðinu yrði skilað sem túni að leigutíma loknum. Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs."
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu þar sem auglýsa ber land á vegum sveitarfélagsins sem ætlað er til útleigu og fyrir það er innheimt leigugjald. Byggðarráð samþykkir jafnframt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að taka saman gögn um land sveitarfélagsins sem hugsanlega mætti auglýsa til útleigu á Hofsósi og nágrenni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 89 Vísað til byggðarráðs frá 16. fundi landbúnaðarnefndar, þannig bókað:
    "Á 73. fundi byggðarráðs Skagafjarðar beindi ráðið því til landbúnaðarnefndar að vinna drög að reglum um refa- og minkaveiði í Skagafirði sem í kjölfarið verði teknar til afgreiðslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins. Í kjölfarið á því eru lögð fram drög að verktakasamningi um veiðar á ref og/eða mink. Landbúnaðarnefnd samþykkir drögin samhljóða og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan verktakasamning um veiðar á ref og/eða mink með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, kauptaxti veiðimanna, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 89 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2024, "Frumvarp til laga um námsgögn". Umsagnarfrestur er til og með 25.03.2024.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar frumvarpinu en bendir á að æskilegt væri að skilgreina betur hugtakið námsgögn og yfir hvers konar gögn og gæði það nær yfir. Nær það eingöngu yfir bækur eða gögn á stafrænu formi eða nær það einnig til t.d. spjaldtölva, íþróttafatnaðar eða hesta og efniskaupa vegna iðnnáms? Byggðarráð bendir einnig á að sárlega skortir mat á áhrifum frumvarpsins á kostnað sem hugsanlega gæti lent á sveitarfélögum landsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 89 Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 78/2024, "Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2024-2027". Umsagnarfrestur er til og með 22.03.2024.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu og fagnar sérstaklega aukinni áherslu á fræðslu- og kynningarefni og námskeið sem lagt er til að Jafnréttisstofa og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið beiti sér fyrir, svo og þróun mælaborðs fyrir tölfræði á sviði jafnréttismála. Einnig er afar jákvætt að setja eigi á fót rafræna og miðlæga upplýsinga- og umsóknagátt fyrir viðurkenningu á faglegri menntun og vinna að fjölgun karla í kennslu. Jafnframt er afar mikilvægt að vinna eigi að forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna ofbeldis gegn fötluðum konum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 89 Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 84/2024, "Kosningar - kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 27.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 89 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Úrvinnslusjóði, dags. 11. mars 2024, þar sem upplýst er um að stjórn Úrvinnslusjóðs hafi tekið ákvörðun um það á fundi stjórnar 24. febrúar 2024, að endurgjald vegna sérstakrar söfnunar hækki um 7,5% og gildi afturvirkt frá 1. janúar 2023. Jafnframt að endurgjald vegna sérstakrar söfnunar hækki um 15% frá 1. janúar 2024 frá upphaflegri gjaldskrá. Einnig að hætt verði að greiða fyrir samsöfnun pappa og plasts frá og með 1. maí 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 90

Málsnúmer 2403028FVakta málsnúmer

Fundargerð 90. fundar byggðarráðs frá 27. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 90 Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir:
    Glerskipti, lagfæring á lausum fögum og þéttilistar við vesturhlið Varmahlíðarskóla 3,2 m.kr.
    Endurnýjuð lýsing í íþróttahúsi í Varmahlíð 2,9 m.kr.
    Leiktæki við lóð Varmahlíðarskóla ásamt uppsetningu 2,5 m.kr.
    Stigi og öryggishandrið við fjölmiðlagám á íþróttavelli á Sauðárkróki 2,5 m.kr.
    35% stöðugildi við leikskólann Birkilund í Varmahlíð 2,85 m.kr.
    Rekstur aðgerðastjórnstöðvar almannavarna 1 m.kr.
    Jafnframt eru lagt til að hækkað verði framlag til framkvæmda og eignabreytinga vegna fullnaðarhönnunar hluta gatnakerfis við Sveinstún á Sauðárkróki um 4 m.kr.
    Lagt er til að viðaukanum verði mætt með annars vegar hækkun tekna vegna hækkunar endurgjalds frá Úrvinnslusjóði vegna sérstaktrar söfnunar upp á 1,3 m.kr. og hins vegar með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 17,65 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 90 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að byggðarráð fundi með fagnefndum sveitarfélagsins um stöðu á vinnslu tillagna úr skýrslu HLH ráðgjafar. Á fyrirhuguðum fundum með nefndum geri hver og ein þeirra grein fyrir framgangi sinna tillagna ásamt því að Byggðarráð yfirfari sameiginlega listann sem að því snýr. Yfirferðin hefst í aprílmánuði. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 90 Lagt fram bréf frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 21. mars 2024, sem sent var til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í bréfinu er vakin athygli á sjóðnum og aðildarsveitarfélögum boðið að senda inn umsóknir í hann um stuðning við verkefni sem falla undir reglur sjóðsins. Um er að ræða umsóknir vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til loka apríl 2024.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir tillögum frá sviðsstjórum að vænlegum verkefnum sem hægt er að sækja um í sjóðinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 90 Erindinu vísað frá 25. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
    "Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði eftir skoðun á Aðalgötu 7 þar sem kostir og gallar við kaup og leigu á húsnæðinu koma fram. Nefndin telur rétt að leita annarra kosta.
    Fræðslunefnd leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út við fyrsta tækifæri og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700.
    Jafnframt leggur nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út.
    Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og vísar þeim til Byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur fræðslunefndar um útboð hádegisverðar í Ársölum og Árskóla. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að samhliða vinni sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs að greiningu þeirra tveggja kosta sem fræðslunefnd leggur til, án þess að útiloka aðrar leiðir sem kunna að verða mögulegar. Mikilvægt er að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar hvað kostnað varðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hádegisverður í Ársölum og Árskóla, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 90 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 79/2024, "Áform um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun". Umsagnarfrestur er til og með 08.04. 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 90 Lagt fram til kynningar erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum. Bókun fundar Afgreiðsla 90. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 91

Málsnúmer 2404035FVakta málsnúmer

Fundargerð 91. fundar byggðarráðs frá 4. apríl 2024 lögð fram til afgreiðslu á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 3.1 2401083 Ársreikningur 2023
    Byggðarráð Skagafjarðar - 91 Undir þessum dagskrárlið kom Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG til fundarins. Öllum kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum sem ekki sitja í byggðarráði, var boðið að vera viðstödd kynningu hans. Sveinn Úlfarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið auk Hrefnu Jóhannesdóttur, Guðlaugs Skúlasonar, Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur, Hrundar Pétursdóttur, Margeirs Friðrikssonar og Ástu Ólafar Jónsdóttur sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
    Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 námu 8.950 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- og B-hluta, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 7.462 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 123 millj. kr. en neikvæð í A-hluta um 128 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 4.333 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A-hluta nam 2.262 millj. kr.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ársreikningur 2023, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 91 Lagt fram erindi, dags. 20. mars 2024, frá Íbúasamtökunum í Varmahlíð, þar sem óskað er samstarfs við sveitarfélagið um uppsetningu frisbígolfvallar á Reykjarhólssvæðinu í Varmahlíð í sumar. Hafa samtökin haft samband við grafískan hönnuð sem hefur séð um hönnun og uppsetningu á slíkum völlum víða um land og er hans mat að 12 körfu völlur með hönnun kosti um 1,2 m.kr.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið og í framhaldinu að fá fulltrúa frá íbúasamtökunum og ungmennafélaginu Smára á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 91 Lagður fram tölvupóstur, dags. 25. mars 2024, frá rekstraraðila tjaldstæðisins í Varmahlíð. Vatnstjón varð á svæðinu í vetur sem olli skemmdum á tveimur aðstöðuhúsum á svæðinu. Tryggingabætur duga ekki til að lagfæra bæði húsin og hefur salernishús forgang í endurbótum af þeim bótum. Hitt húsið hefur verið nýtt sem inniaðstaða/eldhús fyrir tjaldgesti undanfarin ár og hefur hún verið vel nýtt. Rekstraraðili leitar samstarfs um lagfæringu á inniaðstöðuhúsinu og er reiðubúinn að koma með mótframlag til þess.
    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja kr. 500 þúsund í framkvæmdina sem tekin er af viðhaldspotti ársins 2024, gegn því að ráðist verði í endurbætur á húsnæðinu á árinu og skal verkið tekið út af starfsmanni eignasjóðs að framkvæmdum loknum. Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær véku af fundi
    undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 91 Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 90/2024, "Kosningar- meðferð utankjörfundaratkvæða". Umsagnarfrestur er til og með 08.04.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 91 Lögð fram til kynningar niðurstöður útboða á annars vegar raflögnum og hins vegar pípulögnum vegna stækkunar Sundlaugar Sauðárkróks, sem byggðarráð samþykkti að ráðast í á 87. fundi ráðsins og staðfest var á 25. fundi sveitarstjórnar.
    Eitt tilboð barst í raflagnir frá Tengli ehf. og var það upp á 80,5% af kostnaðaráætlun. Þrjú tilboð bárust í pípulagnir og var lægstbjóðandi KÞ lagnir ehf. með tilboð upp á 90,2% af kostnaðaráætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 91. fundar byggðarráðs staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. april 2024 með níu atkvæðum.

4.Fræðslunefnd - 25

Málsnúmer 2403025FVakta málsnúmer

Fundargerð 25. fundar fræðslunefndar frá 22. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Hrund Pétursdóttir Álfhildur Leifsdóttir, kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 25 Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði eftir skoðun á Aðalgötu 7 þar sem kostir og gallar við kaup og leigu á húsnæðinu koma fram. Nefndin telur rétt að leita annarra kosta.

    Fræðslunefnd leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út við fyrsta tækifæri og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700.

    Jafnframt leggur nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út.

    Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og vísar þeim til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar fræðslunefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 25 VG og óháð gera það að tillögu sinni að fræðslunefnd Skagafjarðar og sveitarstjórn Skagafjarðar, ásamt nýstofnuðum spretthóp, starfshóp og viðeigandi starfsmönnum fái kynningu á því faglega starfi sem unnið er í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Leik- og grunnskólar sinna fjölþættum og yfirgripsmiklum verkefnum og þar er unnið mikið og gott faglegt starf. Til að vita hvaða faglega starf er þegar unnið og sjá hvort rými er til umbóta og þá hverjar þær umbætur ættu að vera, leggja VG og óháð til að fræðslunefnd, sveitarstjórn, nýstofnuðum spretthóp um nýja nálgun í leikskólamálum, starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt því starfsfólki sem tilheyra viðkomandi málefnum, fái greinagóða kynningu nú á vordögum á því faglega starfi sem þegar er unnið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar taka undir það að mikið og gott faglegt starf sé unnið í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Til að sinna verkefnum hópanna er mikilvægt að fara yfir og fá kynningu á núverandi starfi og líkt og staðið hefur til frá upphafi enda erfitt að meta kosti og galla breytinga ef núllpunkturinn er ekki skýr. Afurð hópanna verða skýrslur sem hóparnir eiga að skila Byggðaráði og þar skulu dregnir fram kostir og gallar við mismunandi aðgerðir ásamt kostnaðarmati. Spretthópur um leikskólamál var skipaður af Byggðaráði 28. febrúar sl. og hefur hafið vinnu sína en ekki er búið að skipa í starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Á dagskrá spretthóps er heimsókn í alla leikskóla í Skagafirði til að kynnast skipulagi og starfsumhverfi hverrar einingar. Við teljum ekki þörf á því að spretthópur sem skoðar eingöngu skipulag og starfsumhverfi í leikskólum fái sérstaka kynningu á faglegu starfi grunnskóla en sjálfsagt að kynning á hvoru skólastigi standi til boða fyrir þá aðila sem telja sig þurfa á henni að halda, hvort sem um er að ræða fólk í starfshópum, fræðslunefnd, sveitarstjórn eða starfsfólk sveitarfélagsins á málefnasviðinu. Með hliðsjón af tillögu VG og óháðra er rétt að hnykkja á því að hvorugum hópnum er ætlað að skoða umbætur á faglegu starfi í leik- og grunnskólum.

    Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leggur fram eftirfarandi breytingatillögu: Fræðslunefnd felur starfsmönnum að skipuleggja kynningu á starfi leikskóla í Skagafirði í samráði við stjórnendur leikskóla sem nefndinni, sveitarstjórn, spretthóp um nýja nálgun í leikskólamálum og viðeigandi starfsmönnum sveitarfélagsins muni standa til boða að mæta á. Jafnframt verði skipulögð kynning á starfi grunnskóla í Skagafirði í samráði við stjórnendur grunnskóla sem nefndinni, sveitarstjórn og viðeigandi starfsmönnum sveitarfélagsins muni standa til boða að mæta á. Verði starfshópur um stjórnun leik- og grunnskóla tekinn til starfa fyrir kynningarnar standi þær einnig til boða fyrir þann hóp.

    Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fulltrúi VG og óhaðra óskar bókað að hún sitji hjá.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarnandi bókun:
    Ef munurinn á tillögu VG og óháðra á fræðslunefndarfundi og breytingartillögu meirihluta er einungis sá að meirihluti vill ekki skylda sveitarstjórn og aðra viðeigandi hópa að sitja kynningar á faglegu starfi frá stærstu vinnustöðum Skagafjarðar, þá lyktar málið frekar af eignarhaldi á góðri tillögu frekar en vilja til að gera vel. Þó svo að sveitarstjórnarfólk komi sér vel inn í öll málefni Skagafjarðar sama í hvaða nefndum þeir sitja, þá er það mikilvægt fyrir öll að sitja kynningar fagfólksins okkar úr stærsta málaflokki Skagafjarðar, sérstaklega þegar meirihluti fræðslunefndar áætlar miklar breytingar. Breytingar verða nefnilega ekki farsælar ef þær byrja ekki á grunninum.
    Því þykir okkur miður að meirihluti finnist þeir ekki knúnir til að gefa fagfólki okkar orðið og skylda okkur hin til að hlusta áður en ákvarðanir eru teknar.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháð

    Afgreiðsla 25. fundar fræðslunefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.

5.Skipulagsnefnd - 46

Málsnúmer 2403023FVakta málsnúmer

Fundargerð 46. fundar skipulagsnefndar frá 21. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 46 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 449/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/449) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna að deiliskipulagi, Sólheimar 2 og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 46 Málið áður á dagskrá á 23. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 21.02.2024, þá bókað:
    "Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað: "Reimar Marteinsson, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafa Eyrarvegs 20, Sauðárkróki í Skagafirði (landnr. L143289), óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er F-100 og F-101 í verki nr. 30270302, dags. 31.01.2024. Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við sláturhús KS á núverandi steyptri stétt. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnframt að tillagan skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull."

    Grenndarkynning vegna málsins var send út 04.03.2024, nú hafa borist svör frá öllum aðilum þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.
    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Eyrarvegur 20 - Byggingarreitur - Grenndarkynning, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 46 Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi samkvæmt samgönguáætlun.
    Helstu verkþættir eru:
    Sjóvörn neðan við Suðurbraut, um 270 m ný sjóvörn. Áætlað grjótmagn um 3.000 m3.
    Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við
    sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95.
    Fram kemur í erindi Vegagerðarinnar að sjóvarnirnar voru ákvarðaðar og teknar inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 46 Upplýst að Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi hefur að beiðni skipulagsfulltrúa svarað lið 1) úr formlegu erindi dags. 28.02.2024 frá stjórn íbúasamtaka Varmahlíðar sem barst skipulagsnefnd Skagafjarðar.
    Varðandi lið 2) þá hyggst nefndin taka fyrir og meta þau atriði sem þar koma fram, eftir því sem tilefni er til að lokinni yfirstandandi grenndarkynningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 46 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 34 þann 14.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.

6.Skipulagsnefnd - 47

Málsnúmer 2404001FVakta málsnúmer

Fundargerð 47. fundar skipulagsnefndar frá 4. april 2024 lögð fram til afgreiðslu á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 47 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags- og matslýsing, þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum og áherslum komandi skipulagsvinnu, valkostum til skoðunar, nálgun umhverfismats og kynningarmálum.
    Endurskoðunin er m.a. tilkomin vegna sameiningar Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar 29. maí 2022 og fjölbreyttra áskorana sem felast í byggðaþróun ásamt nýjum áskorunum vegna loftslagsmála.
    Skipulagsvinnan mótar stefnu um hagkvæma nýtingu lands, samgöngur og gæði byggðar. Jafnframt felur skipulagið í sér mótun stefnu í umhverfismálum og hvernig skipulag getur stuðlað að kolefnishlutleysi í samræmi við markmið Íslands þar um og lög nr. 70/2012 um loftslagsmál.
    Nýtt endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var staðfest 4. apríl 2022. Nýtt aðalskipulag sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps mun byggja á þeirri vinnu sem unnin var í tengslum við þá endurskoðun.
    Á kynningartíma skipulagslýsingar er óskað eftir ábendingum, sjónarmiðum og athugasemdum frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, sem að gagni gætu komið í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt er leitað til lögboðinna umsagnaraðila á þessu stigi og haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur við mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins.

    Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 47 Hanna Dóra Björnsdóttir sendir inn erindi þar sem hún óskar eftir opnum íbúafundi eða kynningarfundi vegna breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 er varðar afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil (AF-402) á Sauðárkróki.
    Málið er númer 515/2023 í Skipulagsgáttinni, sjá nánar hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515.

    Skipulagsnefnd fellst á beiðni um opinn kynningarfund og mun dagsetning hans vera auglýst innan tíðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 47 Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Freyjugarðinn á Sauðárkróki sem unnin var hjá Landslagi ehf. af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur, teikning nr. 01, verknúmer 23111, dag. 23.03.2024. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem fram komu við auglýsingu vinnslutillögu og á íbúafundi sem haldinn var vegna málsins þann 28.02.2024 og að hluta til gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunni.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með átta atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Skipulagsnefnd - 47 Sigurjón R. Rafnsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, þinglýsts lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið er á norðvestur horni lóðarinnar og breytingin snýr að stækkun byggingareits á lóðinni fyrir viðbyggingu mjólkursamlags. Umrædd stækkun byggingarreits gerir lóðarhafa kleift að endurnýja framleiðslubúnað án þess að stöðva starfsemi mánuðum saman. Stærð skipulagssvæðis, afmarkanir lóða og lóðastærðir er óbreytt. Skipulagssvæðið er á miðsvæði nr. M402, í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

    Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56293201, dags. 27.03.2024, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að funda með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 47 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Staðarbjargarvík, Hofsósi, Skagafirði, mál nr. 210/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/210) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 47 Magnús Bogi Pétursson þinglýstur eigandi jarðarinnar Grafargerði, landnúmer 146527 óska eftir heimild til að stofna 625,25 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74700102, útg. 21. mars 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir einnar hæðar íbúðarhús. Hámarksbyggingarmagn verður 200 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 47 Ingólfur Fr. Guðmundsson á Kollgátu ehf. fyrir hönd landeigenda óskar eftir leyfi til óverulegrar breytingar á aðalskipulagi vegna landsspildu í landi Neðri Áss 2 í Hjaltadal þar sem unnið hefur verið að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð undanfarin ár. Stærð landnýtingarreitsins hækkar úr 25,2 ha í 31,7 ha sem er 20% stækkun á nýtingu undir frístundabyggð. Nýting svæðisins er þó óbreytt.
    Fyrir liggur deiliskipulagstillaga fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir 9 frístundalóðum sem standa nær tjörn, vestast á skipulagssvæðinu og eru þessar lóðir nú utan skilgreinds frístundasvæðis F8 skv. aðalskipulagi.
    Óskað er eftir því að mörk flákans verði stækkuð eins og sýnt er í meðfylgjandi gögnum.
    Svæðið var við upphaf deiliskipulagsvinnu þessarar merkt með fjólubláum punkti eins og tíðkast á dreifbýlissvæðum en við síðustu aðalskipulagsbreytingu Skagafjarðar hefur svæðið verið dregið í fláka á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins og áform deiliskipulagsins rúmast ekki innan núverandi forms á svæðinu sem merkt er sem F8 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar.

    Samþykkt var hjá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 22. júní 2015 að umrætt land væri tekið úr landbúnaðarnotkun og skilgreint sem frístundarsvæði.

    Skipulagsnefnd fellst á að um óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Neðri-Ás 2 land 3 (L223410) - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu vegna deiliskipulagsvinnu, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 47 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar á 402. fundi þeirra þann 23.09.2020, þá bókað:
    “Málinu vísað frá 386. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 21. september 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar. Lögð er fram tillaga frá Kollgátu arkitektum dags. 3.9.2019, að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Neðri-Áss 2, land 3 og land 4 í Hjaltadal. Um er að ræða 8,5 ha spildu sem staðsett er á ási, sem skilur að Hjaltadal í vestri og Kolbeinsdal í austri. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 9 lóðum undir frístundahús og 9 lóðum fyrir orlofshúsabyggð. Fyrir eru á svæðinu nokkur frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um Siglufjarðarveg og um aðkomuveg af Ásavegi. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli. Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tillöguna með níu atkvæðum og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

    Í dag liggur fyrir uppfærð umsókn frá Ingólfi Fr. Guðmundssyni hjá Teiknistofunni Kollgátu ehf. fyrir fyrir hönd landeigenda að Neðri Ás 2, og leggur fram deiliskipulagstillögu Neðri Ás 2, Hjaltadal, Skagafirði, uppdráttur nr. 001, uppfærður 08.03.2024 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu.
    Ekkert deiliskipulag er til af umræddu svæði.
    Deiliskipulagið fjallar um 9 sumarhúsalóðir í landi Neðri Áss og eru 5 af þeim nú þegar byggðar að hluta eða öllu leiti og einnig 10 nýjar lóðir fyrir frístundahús, baðhús og skemmu.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna tillögu og auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Neðri Ás 2, Hjaltadal, Skagafirði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Neðri-Ás 2, land 3 og 4 - Umsókn um deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 47 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 35 þann 26.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar skipulagnefndar staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024 með níu atkvæðum.

7.Kauptaxti veiðimanna

Málsnúmer 2308044Vakta málsnúmer

Frá 89. fundi byggðarráðs frá 20. mars 2024

Vísað til byggðarráðs frá 16. fundi landbúnaðarnefndar, þannig bókað:
"Á 73. fundi byggðarráðs Skagafjarðar beindi ráðið því til landbúnaðarnefndar að vinna drög að reglum um refa- og minkaveiði í Skagafirði sem í kjölfarið verði teknar til afgreiðslu hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins. Í kjölfarið á því eru lögð fram drög að verktakasamningi um veiðar á ref og/eða mink. Landbúnaðarnefnd samþykkir drögin samhljóða og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan verktakasamning um veiðar á ref og/eða mink með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið uppp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

8.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403179Vakta málsnúmer

Frá 90. fundi byggðarráðs frá 27. mars 2024

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Glerskipti, lagfæring á lausum fögum og þéttilistar við vesturhlið Varmahlíðarskóla 3,2 m.kr. Endurnýjuð lýsing í íþróttahúsi í Varmahlíð 2,9 m.kr. Leiktæki við lóð Varmahlíðarskóla ásamt uppsetningu 2,5 m.kr. Stigi og öryggishandrið við fjölmiðlagám á íþróttavelli á Sauðárkróki 2,5 m.kr. 35% stöðugildi við leikskólann Birkilund í Varmahlíð 2,85 m.kr. Rekstur aðgerðastjórnstöðvar almannavarna 1 m.kr. Jafnframt eru lagt til að hækkað verði framlag til framkvæmda og eignabreytinga vegna fullnaðarhönnunar hluta gatnakerfis við Sveinstún á Sauðárkróki um 4 m.kr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með annars vegar hækkun tekna vegna hækkunar endurgjalds frá Úrvinnslusjóði vegna sérstaktrar söfnunar upp á 1,3 m.kr. og hins vegar með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 17,65 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlagður viðauki nr 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

9.Hádegisverður í Ársölum og Árskóla

Málsnúmer 2402092Vakta málsnúmer

Frá 90. fundi byggðarráðs frá 27. mars 2024

Erindinu vísað frá 25. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði eftir skoðun á Aðalgötu 7 þar sem kostir og gallar við kaup og leigu á húsnæðinu koma fram. Nefndin telur rétt að leita annarra kosta. Fræðslunefnd leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út við fyrsta tækifæri og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á.
Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Jafnframt leggur nefndin til að horft verði til lengri tíma og hafist handa strax við að kostnaðarmeta fjárfestingar og rekstrarkostnað þess að elda skólamat fyrir grunnskóla og leikskóla á Sauðárkróki í Varmahlíðarskóla eða með viðbyggingu við eldra stig leikskólans Ársali, hvort sem rekstur slíkra eininga yrði á hendi starfsmanna sveitarfélagsins eða reksturinn boðinn út.
Nefndin samþykkir tillögurnar samhljóða og vísar þeim til Byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur fræðslunefndar um útboð hádegisverðar í Ársölum og Árskóla.
Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að samhliða vinni sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs að greiningu þeirra tveggja kosta sem fræðslunefnd leggur til, án þess að útiloka aðrar leiðir sem kunna að verða mögulegar. Mikilvægt er að niðurstöðurnar verði samanburðarhæfar hvað kostnað varðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E Einarsson, Hrund Pétursdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tóku til máls.

Framlagðar tillögur fræðslunefndar og byggðarráðs, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

10.Eyrarvegur 20 - Byggingarreitur - Grenndarkynning

Málsnúmer 2402011Vakta málsnúmer

Frá 46. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars 2024

Málið áður á dagskrá á 23. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 21.02.2024, þá bókað: "Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað: "Reimar Marteinsson, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafa Eyrarvegs 20, Sauðárkróki í Skagafirði (landnr. L143289), óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er F-100 og F-101 í verki nr. 30270302, dags. 31.01.2024. Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við sláturhús KS á núverandi steyptri stétt. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að fari fram grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnframt að tillagan skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyraveg 16 og 18, Eyrarveg 21 - Vörumiðlun/Verslunin Eyrin og Skarðseyri 5 - Steinull."

Grenndarkynning vegna málsins var send út 04.03.2024, nú hafa borist svör frá öllum aðilum þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.

Sveitarstjórn Skagafjaðar samþykkir, með níu atkvæðum, óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.

11.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer

Frá 46. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars 2024
Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi sjóvarnarverkefnis á Hofsósi samkvæmt samgönguáætlun. Helstu verkþættir eru: Sjóvörn neðan við Suðurbraut, um 270 m ný sjóvörn. Áætlað grjótmagn um 3.000 m3. Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarða í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95. Fram kemur í erindi Vegagerðarinnar að sjóvarnirnar voru ákvarðaðar og teknar inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Neðri-Ás 2 land 3 (L223410) - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu vegna deiliskipulagsvinnu.

Málsnúmer 2404005Vakta málsnúmer

Frá 47. fundi skipulagsnefndar frá 4. apríl 2024

Ingólfur Fr. Guðmundsson á Kollgátu ehf. fyrir hönd landeigenda óskar eftir leyfi til óverulegrar breytingar á aðalskipulagi vegna landsspildu í landi Neðri Áss 2 í Hjaltadal þar sem unnið hefur verið að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð undanfarin ár. Stærð landnýtingarreitsins hækkar úr 25,2 ha í 31,7 ha sem er 20% stækkun á nýtingu undir frístundabyggð. Nýting svæðisins er þó óbreytt.
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir 9 frístundalóðum sem standa nær tjörn, vestast á skipulagssvæðinu og eru þessar lóðir nú utan skilgreinds frístundasvæðis F8 skv. aðalskipulagi.
Óskað er eftir því að mörk flákans verði stækkuð eins og sýnt er í meðfylgjandi gögnum.
Svæðið var við upphaf deiliskipulagsvinnu þessarar merkt með fjólubláum punkti eins og tíðkast á dreifbýlissvæðum en við síðustu aðalskipulagsbreytingu Skagafjarðar hefur svæðið verið dregið í fláka á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins og áform deiliskipulagsins rúmast ekki innan núverandi forms á svæðinu sem merkt er sem F8 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Samþykkt var hjá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 22. júní 2015 að umrætt land væri tekið úr landbúnaðarnotkun og skilgreint sem frístundarsvæði.

Skipulagsnefnd fellst á að um óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir ofangreinda breytingu með níu atkvæðum og að senda Skipulagsstofnun, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Neðri-Ás 2, land 3 og 4 - Umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1505046Vakta málsnúmer

Frá 47. fundi skipulagsnefndar frá 4. apríl 2024

Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar á 402. fundi þeirra þann 23.09.2020, þá bókað:
"Málinu vísað frá 386. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 21. september 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar. Lögð er fram tillaga frá Kollgátu arkitektum dags. 3.9.2019, að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Neðri-Áss 2, land 3 og land 4 í Hjaltadal. Um er að ræða 8,5 ha spildu sem staðsett er á ási, sem skilur að Hjaltadal í vestri og Kolbeinsdal í austri. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 9 lóðum undir frístundahús og 9 lóðum fyrir orlofshúsabyggð. Fyrir eru á svæðinu nokkur frístundahús. Aðkoma að svæðinu er um Siglufjarðarveg og um aðkomuveg af Ásavegi. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli. Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tillöguna með níu atkvæðum og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Í dag liggur fyrir uppfærð umsókn frá Ingólfi Fr. Guðmundssyni hjá Teiknistofunni Kollgátu ehf. fyrir fyrir hönd landeigenda að Neðri Ás 2, og leggur fram deiliskipulagstillögu Neðri Ás 2, Hjaltadal, Skagafirði, uppdráttur nr. 001, uppfærður 08.03.2024 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu.
Ekkert deiliskipulag er til af umræddu svæði.
Deiliskipulagið fjallar um 9 sumarhúsalóðir í landi Neðri Áss og eru 5 af þeim nú þegar byggðar að hluta eða öllu leiti og einnig 10 nýjar lóðir fyrir frístundahús, baðhús og skemmu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkomna tillögu og auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Neðri Ás 2, Hjaltadal, Skagafirði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir framkomna tillögu, með níu atkvæðum, og samþykkir jafnframt að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Neðri Ás 2, Hjaltadal, Skagafirði skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Endurtilnefning í Atv. menningar og kynningarnefnd

Málsnúmer 2404074Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd frá og með 11. apríl 2024.
Ragnar Helgason lætur af störfum og Sigurður Hauksson kemur í hans stað.
Samþykkt samhljóða.

15.Endurtilnefning í Félagsmála- og tómstundanefnd

Málsnúmer 2404075Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Félagsmála og tómstundanefnd frá og með 11. apríl 2024.
Sigurður Hauksson lætur af störfum, Guðlaugur Skúlason kemur í hans stað.
Samþykkt samhljóða.

16.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024. "

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Ársreikningur 2023

Málsnúmer 2401083Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2023.
Ársreikningur sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar fyrir árið 2023 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 8.950 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 7.462 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.843 m.kr., þar af A-hluti 6.879 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1.107 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 582 m.kr. Afskriftir eru samtals 321 m.kr., þar af 176 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 670 m.kr., þ.a. eru 534 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 14.539 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 11.135 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2023 samtals 10.196 m.kr., þar af hjá A-hluta 8.872 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.439 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 630 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 4.343 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.937 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.226 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 752 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.163 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2023, 962 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.099 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 703 m.kr. Handbært fé nam 459 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 620 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2023, 113,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.

Einar E Einarsson, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tóku til máls.
Ársreikningur 2023 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu.

18.Fundagerðir Norðurár 2024

Málsnúmer 2401005Vakta málsnúmer

Fundargerðir 114. og 115. funda stjórnar Norðurár bs frá 7. og 15. mars 2024 lagðar fram til kynningar á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024.

19.Aðalfundur Norðurár bs 2024

Málsnúmer 2403103Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Norðurár bs. frá 19. mars 2024 lögð fram til kynningar á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024.

20.Fundagerðir SSNV 2024

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

Fundargerð 105. fundar stjórnar SSNV frá apríl 2024 lögð fram til kynningar á 26. fundi sveitarstjórnar 10. apríl 2024

21.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

945. og 946. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar og 15. mars 2024 lagðar fram til kynningar á 26. fundi sveitarstjónar 10. apríl 2024

Fundi slitið - kl. 17:48.