Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312020

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 19. fundur - 12.01.2024

Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 01. desember 2023, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024

Vísað frá 19. fundi atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 12. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 01. desember 2023, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024.
Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig:
Hofsós 15 tonn,
Sauðárkrókur 130 tonn.

Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2024.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar. Jafnframt leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd áherslu á að byggðakvóti nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar í sveitarfélaginu. Verði brögð að því að úthlutaður byggðakvóti nýtist ekki innan sveitarfélagsins með framsali hans, getur komið til álita að á næsta fiskveiðiári leggi nefndin til að engar sérreglur verði settar um úthlutun byggðakvóta.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 21. fundur - 11.03.2024

Lagður fyrir tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir frekari rökstuðningi vegna sérreglna um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. Frekari rökstuðnings er óskað fyrir sérreglur er varða 4. gr. reglugerðar nr. 852/2023 um úthlutun byggðakvóta á fiskiskip. Sveitarfélagið óskaði eftir eftirfarandi sérreglu: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 10 þorskígildistonn á skip." Framangreind tillaga ásamt áður innsendum rökstuðningi er í takt við sérreglur Skagafjarðar sem samþykktar hafa verið af ráðuneytinu fyrir undanfarin fiskveiðiár.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi rökstuðning:
"Með breytingu á ofangreindu ákvæði er leitast eftir að koma til móts við og létta undir með minni útgerðum í Skagafirði sem hafa átt undir högg að sækja. Með breytingunni nær veiði byggðakvóta til breiðari hóps og eykur fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði. Nefna má að byggðakvóti til Hofsóss hefur nær þurrkast út á liðnum árum og vægi hans þar því lítið. Þá styður byggðakvóti til minni báta á Sauðárkróki sem fyrr segir við fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði og þar með við minni fyrirtæki í greininni einnig."

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 26. fundur - 10.04.2024

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 849/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi sveitarfélags verður 10 þorskígildistonn á skip."
2. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "
3. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024. "

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.