Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

21. fundur 11. mars 2024 kl. 14:00 - 14:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ragnar Helgason formaður
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Tinna Kristín Stefánsdóttir aðalm.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Víkingurinn 2024

Málsnúmer 2402218Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi vegna Víkingsins 2024 sem fer fram 28.-30. júní 2024. Leitað er að fjórum sveitarfélögum þar sem keppt yrði í 2 keppnisgreinum á hverjum stað. Með Víkingnum 2024 er verið að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Víkingsins ásamt einni máltíð.

2.Kyrrðarstund með klassískum gítar - tónleikar í torfkirkjunni Gröf á Höfðaströnd

Málsnúmer 2403067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir styrktarbeiðni frá Þórólfi Stefánssyni vegna tónleikana "Kyrrðastund með klassískum gítar" sem til stendur að halda í gömlu torfkirkjunni á Gröf á Höfðaströnd þann 6. júlí nk. Aðgangur verður ókeypis og stendur öllum til boða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 50.000 kr. Tekið af lið 05890.

3.Ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2023

Málsnúmer 2403061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2023. Í skýrslunni kemur fram að heimsóknir til safnsins hafi verið um 7.000 talsins, útlán um 12 þúsund. Á starfsárinu voru margir áhugaverðir viðburðir haldnir á vegum safnsins.

4.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer

Lagður fyrir tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir frekari rökstuðningi vegna sérreglna um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. Frekari rökstuðnings er óskað fyrir sérreglur er varða 4. gr. reglugerðar nr. 852/2023 um úthlutun byggðakvóta á fiskiskip. Sveitarfélagið óskaði eftir eftirfarandi sérreglu: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 10 þorskígildistonn á skip." Framangreind tillaga ásamt áður innsendum rökstuðningi er í takt við sérreglur Skagafjarðar sem samþykktar hafa verið af ráðuneytinu fyrir undanfarin fiskveiðiár.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi rökstuðning:
"Með breytingu á ofangreindu ákvæði er leitast eftir að koma til móts við og létta undir með minni útgerðum í Skagafirði sem hafa átt undir högg að sækja. Með breytingunni nær veiði byggðakvóta til breiðari hóps og eykur fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði. Nefna má að byggðakvóti til Hofsóss hefur nær þurrkast út á liðnum árum og vægi hans þar því lítið. Þá styður byggðakvóti til minni báta á Sauðárkróki sem fyrr segir við fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði og þar með við minni fyrirtæki í greininni einnig."

Fundi slitið - kl. 14:50.