Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

11. fundur 08. mars 2023 kl. 16:15 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum eftirfarandi mál:
23 02 235 Umsagnarbeiðni vegna jarðarlag nr 81 2004 ? sala fasteigna til Fjótabakka sem verður nr 16 á dagskránni,
22 12 173 Nestun 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi sem verður nr 17,
23 03 002 Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga- fjárhagaáætlun 2023 sem verður nr 18,
23 01 049 Auglýsing sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem verður nr 19
22 10 104 Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun sem verður nr 20
22 08 089 Samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem verður nr 21.
23 02 041 Beiðni um umsögn um umsóknum leyfi til sölu á áfengi á framleiðslustað-Bjórsetur Íslands-brugghús slf.

Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 35

Málsnúmer 2302012FVakta málsnúmer

Fundargerð 35. fundar byggðarráðs frá 15. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri komu til fundar við byggðarráð til að kynna hugmyndir að endurbótum á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi, sem snúa m.a. að þakskiptum á eldri byggingu, klæðningu á norðurhlið hennar, klæðningu og gluggaskiptum á vesturhlið nýrri byggingar og endurgerð snyrtinga.
    Byggðarráð samþykkir að framkvæmdirnar verði boðnar út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri komu til fundar við byggðarráð til að kynna hugmyndir að endurbótum á A-álmu Árskóla, sem snúa m.a. að gluggaskiptum og klæðningu á vesturhlið.
    Byggðarráð samþykkir að framkvæmdin verði boðin út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Kjördeildir í Skagafirði hafa á liðnum árum verið 8 talsins. Með bættum samgöngum hefur þróunin á landsvísu verið sú að kjördeildum hefur fækkað í sveitarfélögum landsins.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna um stærðir kjördeilda í Skagafirði fyrir næsta fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Lögð fram drög að þríhliða samstarfssamningi á milli Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Skagafjarðar og sveitarfélagsins Skagafjarðar um 24. unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina, 3.-6. ágúst 2023 á Sauðárkróki.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um ýmis atriði samningsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Málið áður tekið fyrir á 29. fundi byggðarráðs 4. janúar 2023. Rætt um drög að samningi við siglingaklúbbinn Drangey og ábendingar sem forsvarsmenn klúbbsins hafa komið með um innihald hans.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða framkomnar ábendingar við forsvarsmenn siglingaklúbbsins Drangeyjar, ásamt því að kanna mögulega samnýtingu aðstöðu með Skagafjarðarhöfnum og eftir atvikum fleiri aðilum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Lagt fram til kynningar bréf dags. 10. febrúar 2023 frá Óttari Guðjónssyni framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, sem sent er fyrir hönd kjörnefndar sjoðsins. Í bréfinu er athygli vakin á því að unnt er að bjóða sig fram til setu í stjórn sjóðsins til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 8. mars nk. en framboðum þurfa að fylgja upplýsingar svo kjörnefnd geti tekið afstöðu til þekkingar, reynslu og almenns hæfis frambjóðenda. Kjörnefnd leggur í kjölfarið fram tillögu að skipan stjórnar og varastjórnar fyrir aðalfund Lánasjoðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 31. mars næstkomandi á Grand hótel í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
    "Samningar um skólaakstur í dreifbýli renna út 31. maí 2023 eftir 5 ára samningstíma. Taka þarf ákvörðun um útboð á akstrinum og samhliða yfirfara breytingar á akstursleiðum og hugsanlega fyrirkomulagi. Reglur um skólaakstur í dreifbýli voru uppfærðar í október 2022 en ekki gerðar efnislegar breytingar á þeim tíma. Nefndin samþykkir að bjóða skólaaksturinn út og gefur sér tíma til að skoða reglurnar og mun afgreiða þær síðar. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar."
    Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og vísar því til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreitt og samþykkt á 10. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2023
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Tekin fyrir bókun sem vísað var frá fræðslunefnd á 11. fundi hennar 9. febrúar sl. svohljóðandi:
    "Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar."
    Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháðum leggur fram eftirfarandi tillögu:
    "VG og óháð leggja áfram áherslu á að matur sé eldaður frá grunni fyrir alla skóla Skagafjarðar eftir gildum heilsueflandi grunnskóla. Við óskum eftir nýju kostnaðarmati við breytingar á eldhúsi Ársala til að hægt sé að elda mat þar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki, þar sem horft verði til hagkvæmustu leiða. Um leið hörmum við þá skammsýni í hönnun Ársala að ekki sé þar raunverulega fullbúið eldhús og leggjum áherslu á að svo verði í komandi leikskólabyggingu á Sauðárkróki. Lagt er til að málinu verði vísað aftur til fræðslunefndar."
    Tillagan felld með 2 atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
    Einar Einarsson, Framsóknarflokki og Sólborg S. Borgarsdóttir, Sjálfstæðisflokki leggja fram eftirfarandi bókun:
    "Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur áður fjallað um hugmyndir þess efnis að hádegisverður í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki verði eldaður frá grunni og á staðnum. Á þeim tíma var farið í sérstaka greiningu á kostnaði vegna framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla í eldhúsi eldra stigs Ársala. Sú greining leiddi í ljós að ráðast þyrfti í talsverðar breytingar á eldhúsi beggja skóla. Í þeirri greiningu lá strax fyrir að miðað við aðstæður í Árskóla væri illmögulegt að breyta eldhúsinu í framleiðslueldhús. Þá var skoðað sérstaklega hvort Ársalir gætu annað framleiðslu hádegisverðar fyrir báða skólana. Hvað þá hugmynd varðaði þá var það mat þeirra sérfræðinga, sem fengnir voru til aðstoðar við greininguna, að skipuleggja þyrfti eldhúsið upp á nýtt, fjárfesta í nýjum tækjum og jafnframt þyrfti að ráðast í viðbyggingu til að hýsa frystiklefa fyrir eldhúsið. Ljóst var að slíkar breytingar myndu hafa í för með sér talsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið, sbr. minnisblað sem lagt var til grundvallar kostnaðarmati."
    Byggðarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti með tveimur atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og vísar því til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreitt og samþykkt á 10. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2023
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 33/2023, "Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál". Upphaflegur umsagnarfrestur var til og með 19.02. 2023 en hann hefur nú verið framlengdur til og með 01.03. 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar gerð grænbókar stýrihóps innviðaráðherra um húnæðis- og mannvirkjamál. Um afar umfangsmikinn málaflokk er að ræða og nauðsynlegt að samhæfing hans við aðrar stefnur og áætlanir nái fram að ganga til að tryggja skilvirkara kerfi og enn frekari uppbyggingu vandaðs húsnæðis á hagkvæmum kjörum um land allt. Ljóst er að eins og staðan er í dag er afar erfitt fyrir fólk og fyrirtæki að fjármagna byggingu nýrra fasteigna og að húsnæðisstuðningskerfin eins og þau eru byggð í dag eru ekki nægilega samhæfð og taka ekki nægt tillit til verðlagshækkana á byggingamarkaði. Jákvætt er að fram kemur í grænbókinni að efla eigi tryggingavernd fasteignaeigenda og fræðslu og rannsóknir innan byggingariðnaðarins en nauðsynlegt er að herða enn frekar á byggingareftirliti og auka réttarvernd vegna byggingargalla. Jafnframt er jákvætt að horfa skuli til sérhæfðra lausna til að mæta áskorunum á húsæðismarkaði á landsbyggðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 31/2023, "Drög að þingsályktunartillögu um matvælastefnu". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að matvælastefnu fyrir Ísland og því meginmarkmiði stefnunnar að íslensk matvælaframleiðsla verði efld enn frekar í sátt við umhverfi og samfélag hér á landi. Það er mikilvægt að um leið og við aukum markmið og kröfur til innlendrar framleiðslu að sambærilegar kröfur séu og verði gerðar til innfluttra matvara, hvort sem um er að ræða unnar eða óunnar vörur. Eina trygging neytenda fyrir gæðum þeirra vara sem stendur þeim til boða í verslunum eru kröfur sem settar eru á framleiðslu varanna og þær verða að vera þær sömu til innlendra framleiðenda og innfluttra matvæla. Ef sambærilegar kröfur eru ekki gerðar til uppruna allra þeirra matvæla sem standa Íslendingum til boða mun metnaðarfull matvælastefna ekki ná markmiðum sínum um öfluga og hreina innlenda framleiðslu.
    Það á líka að vera hluti matvælastefnunnar að neytendur séu upplýstir með augljósum hætti á umbúðum matvara um hver uppruni þeirra sé og við hvaða skilyrði þau eru framleidd. Þessar merkingar þurfa að vera skýrar þeim sem verslar eða neytir matvælanna hér á landi.
    Í framkomnum drögum að matvælastefnu til ársins 2040 er lagt til að gerð verði áætlun til 5 ára í senn um framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að þetta verði að veruleika og að þeirri framkvæmdaráætlun fylgi það fjármagn sem þarf svo hún verði að veruleika og markmið stefnunnar nái fram að ganga. Stjórnvöld verða að bera ábyrgð á að svo verði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 30/2023, "Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040 og leggur áherslu á að staðinn sé vörður um innlenda búvöruframleiðslu, mikilvægi hennar er óumdeilt. Í tillögunni koma fram mörg mikilvæg og góð markmið sem öll lúta meira og minna í þá átt að efla enn frekar innlenda framleiðslu landbúnaðarvara en um leið að það verði gert á sem umhverfisvænastan hátt með bæði hagsmuni neytenda, dýra og framleiðenda að leiðarljósi. Byggðarráð vill minna á að í heiminum er hörð samkeppni um framleiðslu á matvælum. Jafnframt er hið alþjóðlega regluverk flókið samhliða þeirri staðreynd að framleiðsluskilyrði, umhverfi og regluverk í löndum eru mismunandi. Til að stefna sem þessi nái markmiðum sínum verður tvennt að gerast. Annars vegar er nauðsynlegt að fyrir liggi samþykkt og fjármögnuð aðgerðaáætlun um hvernig stjórnvöld ætli að ná settum markmiðum í landbúnaðaráætluninni. Hitt sem einnig er mikilvægt er að stjórnvöld hverju sinni að hafi kjark til að taka mið af íslenskum aðstæðum við setningu laga og reglugerða þannig að innlend framleiðsla líði ekki fyrir legu landsins, vegalengdir og þær litlu framleiðslueiningar sem hér eru í samanburði við öll okkar helstu nágrannalönd. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að stjórnvöld vandi sig betur en gert hefur verið þegar lög og reglugerðir erlendis frá eru innleidd fyrir íslenskar aðstæður en þá virðist oft skorta að horft sé til íslenskra staðhátta. Það að framleiða heilbrigðar og góðar landbúnaðarvörur með jafn heilbrigðum framleiðsluaðferðum og hér eru notaðar, og stefnt er að gera ennþá betri, kostar líka bæði rannsóknir og vinnu sem verður að fjármagna af hálfu hins opinbera. Byggðarráð styður einnig aukna aðkomu hins opinbera að aukinni framleiðslu korns, grænmetis og fleiri vöruflokka sem ekki hafa hlotið tilhlýðilegan stuðning til jafns við það sem gert er erlendis. Það er mikilvægt að efla þessa framleiðslu en það má ekki gerast á kostnað þeirra greina sem fyrir eru í framleiðslu búvara en standa þarf vörð um grundvöll þeirra. Gerum Ísland sjálfbært í sem allra flestum vöruflokkum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. febrúar 2023 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 29/2023, "Sameining héraðsdómstóla". Umsagnarfrestur er til og með 24.02. 2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um sameiningu héraðsdómstóla og er sammála þeirri tillögu sem er að finna í skýrslunni um að nauðsynlegt sé að efla starfsemi héraðsdómstóls/-stóla á núverandi starfsstöðvum, þ.á.m. Sauðárkróki, og að staðsetning þeirra verði lögfest. Jafnframt að lögfest verði að þrír starfsmenn verði að lágmarki starfandi á hverri starfsstöð, þar af að minnsta kosti tveir héraðsdómarar eða einn héraðsdómari og einn dómarafulltrúi, sem skapa ætti enn betra faglegt umhverfi hjá héraðsdómi. Hins vegar þarf að gæta að því að mögulegar breytingar leiði ekki til verri þjónustu við borgara landsins eða að of mikil sérhæfing myndi leiða til þess að áhuginn á því að starfa á einstökum starfsstöðvum á landsbyggðunum myndi dvína.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 35 Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís um niðurstöður vöktunarferða í október og nóvember 2022 - mælingar á TVOC og CO2, CH4 og SO2, í tengslum við vöktun á rokgjörnum lífrænum efnum úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 36

Málsnúmer 2302016FVakta málsnúmer

Fundargerð 36. fundar byggðarráðs frá 21. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 36 Málið áður á dagskrá 35. fundar byggðarráðs þann 15. febrúar 2023. Kjördeildir í Skagafirði hafa á liðnum árum verið átta talsins. Með bættum samgöngum hefur þróunin á landsvísu verið sú að kjördeildum hefur fækkað í sveitarfélögum landsins. Lagðar fram upplýsingar um fjölda kjósenda í hverri kjördeild fyrir sig.
    Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að kjördeildir í Skagafirði verði framvegis þrjár, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Kjördeildir í Skagafirði" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 36 Lögð fram afskriftarbeiðni nr. 202302141002452, dagsett 14.02. 2023, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 1.330.139 kr. og 751.703 kr. að auki vegna dráttarvaxta. Samtals 2.081.842 kr.
    Byggðarráð samþykkir framlagða afskriftarbeiðni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 36 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 36 Lögð fram umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts, dagsett 15. febrúar 2023, frá Sauðárkrókskirkju vegna Safnaðarheimilisins, Aðalgötu 1, F2131092. Sótt er um skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Byggðarráð samþykkir að veita styrk skv. 3. grein reglna sveitarfélagsins þar um.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 36 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 34/2023, "Breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (raforkuöryggi)". Umsagnarfrestur er til og með 27.02.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að við endurskoðun á raforkulögum og lögum um Orkustofnun verði tryggt að allir landsmenn og landshlutar hafi sambærilegt aðgengi að nauðsynlegri raforku til atvinnuuppbyggingar og/eða til eflingar á byggð. Framboð og eftirspurn á raforku getur ekki eingöngu ráðist af markaðslögmálum eins og gert hefur verið ráð fyrir. Meginástæða þess er mikill mismunur á getu flutningskerfa innan landshluta og á milli þeirra í og mismunandi vegalengdir frá uppruna orkunnar til hugsanlegra notanda. Núverandi ferlar sem snúa að endurnýjun á meginflutningskerfinu og endurbótum á því eru einnig allt of þungir og hægfara sem gerir það að verkum að fjárfestar eða hugsanlegir notendur raforkunnar staðsetja sig í dag þar sem inniviðirnir eru í lagi og nægt framboð er af raforku. Hin svæðin þar sem flutningsgeta er ekki til staðar verða því útundan. Stjórnvöld verða því að tryggja jafnt aðgengi landsmanna að raforku á sama flutningsverði innan svæða og milli svæða.
    Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og áháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 36 Erindið áður á dagskrá 16. fundar byggðarráðs þann 5. október 2022. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2023 frá lögmanni Fljótabakka ehf. Með vísan til 1. mgr. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004 tilkynnist hér með um aðilaskipti að fasteigninni Brautarholt Mýri (Víkurlundur), 65,4 fm. sumarhús með fasteignanúmerið F2143956. Kaupandi er Fljótabakki ehf., en seljandi var Elsa Baldursdóttir. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 36 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. febrúar 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, varðandi viðbúnað vegna vinnustöðvunar Eflingar stéttarfélags. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 37

Málsnúmer 2302023FVakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar byggðarráðs frá 1. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Halldórssyni hrl. að rita bréf til félaganna Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf. í samræmi við umræður á fundinum um framvindu mála á svokölluðum Freyjugötureit.
    Arnór tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
    Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Guðlaugur Skúlason sat fundinn í hennar stað.
    Bókun fundar Varaforseti, Einar E Einarsson tók við fundarstjórn undir afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með átta atkvæðum. Sólborg Borgarsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lögð fram drög að samstarfssamningi um Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki, milli UMFÍ, UMSS og Skagafjarðar.
    Byggðarráð gerir athugsemdir nokkur atriði í samningnum s.s. vegna rafmagnsmála og sorpmála, og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við samningsaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn Bjórseturs Íslands - brugghús slf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 37/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (gjaldtaka o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 06.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 38/2023, "Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála". Umsagnarfrestur er til og með 10.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2023 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 42/2023, "Breyting á kosningalögum". Umsagnarfrestur er til og með 12.03.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögu að breytingum á kosningalögum sem varða vanhæfisákvæði kjörstjórnarmanna en gildandi kosningalög ollu sem kunnugt er miklum vandræðum við mönnun kjörstjórna fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022. Byggðarráð lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með að leitast sé við að skýra betur ákvæði er varða kostnað við sveitarstjórnarkosningar og aðrar kosningar. Nauðsynlegt er að fyrirhuguð reglugerð sem kveður á um fjárframlög ríkisins til sveitarfélaga vegna hlutverks þeirra við framkvæmd annarra kosninga svo og um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga vegna þeirra verkefna sem Þjóðskrá Íslands fer með vegna framkvæmdar kosninga, verði unnin í nánu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. febrúar 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar 2023. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga eru aðgengilegar á heimasíðu samtakanna https://orkusveitarfelog.is/fundargerdir/ Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 10. febrúar 2023 frá Umhverfisstofnun til Hólaskóla - Háskólans á Hólum varðandi yfirfærslu starfsleyfis til framleiðslu á bleikju við Hof í Hjaltadal frá FISK Seafood yfir á Hólaskóla. Starfsleyfi FISK Seafood ehf. var gefið út 5. nóvember 2020 og gildir til 5. nóvember 2036. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.

4.Félagsmála- og tómstundanefnd - 10

Málsnúmer 2302021FVakta málsnúmer

Fundargerð 10. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 2. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 10 Tekin fyrir tvö mál, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.

5.Landbúnaðarnefnd - 7

Málsnúmer 2302020FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar landbúnaðarnefndar frá 27. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Lagður fram leigusamningur við Jóhannes Pálsson frá 1. júní 2016 um spildu nr. 16 á Hofsósi. Stærð hólfsins hefur breyst og þörf á að gera viðauka við fyrirliggjandi samning.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera viðauka við framangreindan samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023 varðandi ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Landbúnaðarnefnd samþykkir að umsjón refaveiða í Blöðnduhlíð í fyrrum Akrahreppi verði á höndum Kára Gunnarssonar, Herberts Hjálmarssonar og Friðriks Andra Atlasonar. Herbert og Friðrik Andri munu sjá um nyrsta hluta svæðisins milli Kyrfisár og Þverár þ.m.t. Tungufjall og Vindárdalur. Kári Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir ofangreinda tilhögun veiða í fyrrum Akrahreppi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Lögð fram fyrirspurn dagsett 13. febrúar 2023 frá Þorbirni R. Steingrímssyni varðandi verðlaun fyrir veidd vetrardýr (refir). Þorbjörn telur mikið vera af ref á svæðinu í kringum Sandfell en veiðimenn sýni þessu svæði lítinn áhuga. Þorbjörn hefur fengið veiðimann sem ekki er með samning við sveitarfélagið til að bera út hræ og reyna að vinna refina. Óskar hann eftir því að veiðimaðurinn fái greidd verðlaun frá sveitarfélaginu með sama hætti og ráðnir veiðimenn sveitarfélagsins.
    Landbúnaðarnefnd hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Á árinu 2022 hefur sveitarfélagið greitt fyrir eftirleitir á Staðarafrétt sbr. afgreiðslu máls 221280.
    Landbúnaðarnefnd vísar til 7. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021 þar sem segir "Fjallskilastjórn metur allan fjallskilakostnað upprekstrarfélagsins til peningsverðs og jafnar honum á alla sauðfjár- og stóðhrossaeigendur upprekstrarfélagsins.
    Landbúnaðarnefnd ítrekar að fjallskilastjórnir eigi að leggja á fyrir öllum fjallskilakostnaði og þar með til eftirleita. Aukafjárveitingar til fjallskilanefnda vegna eftirleita dragast frá framlagi næsta árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Hofsáin hefur gengið mjög á bakka í landi Hrauns í Unadal síðustu ár. Tæpt var að hún tæki þarna af slóð, sem farin er með fé og vagna niður til Árhólaréttar. Slóðinn er einnig notaður af veiðimönnum. Farið var í bakkavarnir og vegabætur á árinu 2022 og kostað þónokkru til.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að leitað verði til Veiðifélags Unadalsár um framlag vegna þessara framkvæmda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Landbúnaðarnefnd tekur undir eftirfarandi áskorun Fagráðs sauðfjárræktar:
    "Fagráð sauðfjárræktar skorar á matvælaráðherra að ljúka endurskoðun reglugerðar 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, sem fyrst. Til bráðabirgða er brýnt að setja í núgildandi reglugerð ákvæði sem forða gripum með verndandi arfgerðir frá riðuniðurskurði í takt við nýja þekkingu á mótstöðu einstakra arfgerða gegn riðu.
    Nú er staðan sú að inn á sk. "rauð" svæði hafa verið fluttir gripir með verndandi arfgerðir með ærnum tilkostnaði, ásamt því sem hrútar eru nú í notkun á sæðingarstöðvunum sem bera verndandi arfgerðir. Því má gera ráð fyrir að töluverður fjöldi lamba sem hafa umræddar arfgerðir munu fæðast í vor. Eins og gildandi reglugerð lítur út þá skal skera niður allt fé á bæjum þar sem upp kemur riða og gildir þá einu hvaða arfgerðum gripirnir búa yfir. Slíkt yrði tilfinnanlegt tjón fyrir ræktunarstarfið."
    Bókun fundar Forseti, Sólborg Borgarsdóttir gerir tillögu um að bókun landbúnaðarnefndar verði gerð að bókun sveitarstjórnar, sem er svohljóðandi:

    "Fagráð sauðfjárræktar skorar á matvælaráðherra að ljúka endurskoðun reglugerðar 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, sem fyrst. Til bráðabirgða er brýnt að setja í núgildandi reglugerð ákvæði sem forða gripum með verndandi arfgerðir frá riðuniðurskurði í takt við nýja þekkingu á mótstöðu einstakra arfgerða gegn riðu.
    Nú er staðan sú að inn á svokölluð. "rauð" svæði hafa verið fluttir gripir með verndandi arfgerðir með ærnum tilkostnaði, ásamt því sem hrútar eru nú í notkun á sæðingarstöðvunum sem bera verndandi arfgerðir. Því má gera ráð fyrir að töluverður fjöldi lamba sem hafa umræddar arfgerðir munu fæðast í vor. Eins og gildandi reglugerð lítur út þá skal skera niður allt fé á bæjum þar sem upp kemur riða og gildir þá einu hvaða arfgerðum gripirnir búa yfir. Slíkt yrði tilfinnanlegt tjón fyrir ræktunarstarfið

    Samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 7 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum þær 11 umsóknir sem senda á til Styrkvegasjóðs Vegagerðarinnar á árinu 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.

6.Skipulagsnefnd - 19

Málsnúmer 2302017FVakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar skipulagsnefndar frá 21. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 19 Hlynur Torfi Torfason og Íris Anna Karlsdóttir ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf kynntu vinnslutillögur ásamt breytingaruppdráttum þar sem við á fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 19 Farið yfir minnisblað dags. 13.02.2023 frá Teiknistofu Norðurlands sem unnið var út frá athugasemdum skipulagsnefndarinnar vegna uppfærðra skipulagsgagna sem bárust 2. febrúar síðastliðinn.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar skipulagnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. febrúar mars með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 19 Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2022 þar sem bókað var:
    “Þinglýstur lóðarhafi Hesteyrar 2 Sauðárkróki, L143445 óskar eftir heimild að vinna breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á eigin kostnað, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að stækka vélaverkstæði með viðbyggingu sem er að grunnfleti um 1070m².
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita lóðarhafa, Kaupfélagi Skagfirðinga, heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar."

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og óskar eftir frekari kynningu á framkominni tillögu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Hesteyri 2 - Beiðni um deiliskipulagsbreytingu" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 19 Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2022 þar sem bókað var:
    “Óskar Garðarsson f.h. Dögunar ehf, Hesteyri 1 óskar eftir heimild til að vinna á eigin kostnað, og í samráði við sveitarfélagið, breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. hafnarreglugerðar Skagafjarðarhafna nr. 1040, dags. 12. nóv. 2018.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita Dögun ehf. heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar."
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Hesteyri 1 og Vatneyri 1- Beiðni um deiliskipulagsbreytingu" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 19 Sveinn Jóhann Einarsson eigandi Brautarholts L146701 á Hofsósi óskar eftir 8. febrúar sl. að íbúðarhúsið Brautarholt verði skráð sumarhús.
    Skipulagsnefnd bendir á að umrætt hús stendur innan svæðis sem í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 er skilgreint ÍB-603, íbúðasvæði.
    Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar skipulagnefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. febrúar mars með níu atkvæðum.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 11

Málsnúmer 2302015FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 11 Eigendur og ábúendur á Frostastöðum senda inn erindi og gera athugasemdir við álagningu sorpeyðingargjalds fyrir gamla íbúðarhúsið á Frostastöðum.

    Umhverfis- og samgöngunefnd vísar til 3. gr, í gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði, nr. 1626/2022, en þar segir að kvörtunum vegna álagningar eða innheimtu skuli beina til veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins. Nefndin felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 11 Óskar Garðarsson f.h. Dögunar ehf, Hesteyri 1 óskar eftir heimild til að vinna á eigin kostnað, og í samráði við sveitarfélagið, breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. hafnarreglugerðar Skagafjarðarhafna nr. 1040, dags. 12. nóv. 2018.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita Dögun ehf. heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 11 Þinglýstur lóðarhafi Hesteyrar 2 Sauðárkróki, L143445 óskar eftir heimild að vinna breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á eigin kostnað, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að stækka vélaverkstæði með viðbyggingu sem er að grunnfleti um 1070m².

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita lóðarhafa, Kaupfélagi Skagfirðinga, heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 11 Gjaldskrá 2023 fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði, endurskoðun.

    Rædd fyrirhuguð hækkun á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun frá og með 1. apríl nk. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur ríka áherslu á að álagning gjalds sé sem næst raunkostnaði og að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun mála og endurskoða gjaldskrá eins og þörf krefur. Felur nefndin sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.



    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd - 12

Málsnúmer 2302024FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 6. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 12 Fyrir fundinum liggur ákvörðun um nýja gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu fyrir tímabilið 1. apríl 2023 til 31. desember 2023.

    Vert er að taka fram að gjaldskráin byggir á raunverulegum kostnaði vegna málaflokksins og ekki verður innheimt umfram hann. Það skiptir afar miklu máli að allir íbúar leggi sitt af mörkum við að draga úr urðunarkostnaði en allir njóta góðs af því sem vel er gert en líða fyrir hitt. Því meira sem fólk flokkar og því minna sem það hendir, því minna borgar það. Allir hafa því beinan fjárhagslegan hag af flokkun og endurnýtingu og að endurvinnsla úrgangs sé aukin, auk þess sem það skilar miklum umhverfislegum ávinningi.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 12 Fyrir fundinum liggur yfirferð samþykktar Nr. 1125 um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar breytingar og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.




    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 12 Helga Þórðardóttir frá Mælifellsá sendir inn fyrirspurn til nefndarinnar þar sem að hún spyr hvort hægt sé að afþakka sorphirðu fyrir einstaklinga eða tiltekin svæði.

    Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Helgu fyrir erindið. Ákvörðun um fyrirkomulag sorphirðu var tekin í kjölfar skoðanakönnunar meðal íbúa í dreifbýli síðasta sumar þar sem 64 % svarenda kusu með sorphirðu í dreifbýli Skagafjarðar. Þessar forsendur voru hafðar að leiðarljósi við gerð útboðsgagna vegna sorphirðu í Skagafirði 2023 - 2028. Sorphirðing hefur verið í boði í þéttbýli Skagafjarðar síðan 2010 og nú er það skref stigið til fulls að allir íbúar njóti sömu þjónustu. Nefndin óskar eftir góðu samstarfi við íbúana við innleiðingu nýs fyrirkomulags við sorphirðu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 12 Loftslagsdagurinn 2023 fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Umhverfisstofnun stendur fyrir Loftslagsdeginum ásamt samstarfsstofnunum. Þar koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli! Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum, áhugaverðum hugvekjum, sýningum og tækifærum til að blanda geði. Áhersla verður lögð á gagnvirka þátttöku áhorfenda. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 12 Dýraverndarsamband Íslands hvetur sveitarfélög til að koma villtum fuglum til aðstoðar. Þessi vetur hefur reynst villtum fuglum sérlega erfiður, en frosthörkur hafa verið óvenjulega miklar og langvarandi. Fjöldi fugla hefur drepist vegna þess að þeir hafa ekki komist í fæðu og margir þeirra glíma nú við máttleysi sökum hungurs og kulda.

    Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar ábendinguna og hvetur íbúa til að leggja sitt af mörkum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 12 Yfirfærsla starfsleyfis - FISK Seafood yfir á Hólaskóla. Vísað er til umsóknar rekstraraðilans FISK Seafood ehf, kt. 461289-1269 og Háskólans á Hólum í Hjaltadal, kt. 500169-4359 sem barst Umhverfisstofnun þann 3. febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að færa starfsleyfi FISK Seafood ehf. til framleiðslu á bleikju við Hof í Hjaltadal yfir á Háskólann á Hólum í Hjaltadal. Starfsleyfi FISK Seafood ehf. var gefið út 5. nóvember 2020 og gildir til 5. nóvember 2036.

    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.

9.Veitunefnd - 7

Málsnúmer 2301030FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar veitunefndar frá 24. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Guðlaugur Skúlason kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 7 Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 20.1.2022. Síðan þá er búið að auglýsa deiliskipulag og er í lokaferli. Tryggvi G Sveinsbjörnsson kom á fundinn og gerði grein fyrir áformum um uppbyggingu frístundarbyggðarinnar.

    Veitunefnd þakkar Tryggva fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið. Skagafjarðarveitur óska eftir frekari upplýsingum um orkuþörf og tímaramma fyrir svæðið. Skagafjarðarveitur hafa hafið undirbúningsvinnu við að koma tengingu við svæðið og minnir á að tekið verði mið af nauðsynlegum lagnaleiðum við gerð deiliskipulags á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 7 Ný dæla hefur verið sett niður í borholu VH-03 sem er staðsett við Norðurbrún í Varmahlíð. Prufudælingar úr holunni hafa staðið yfir frá áramótum og gengið vel. Með tengingu þessarar holu er útlit fyrir að ekki þurfi að koma til skömmtunar hjá Varmahlíðarveitu auk þess sem að rekstraröryggi veitunnar eykst verulega með tilkomu þessarar tengingar. Þörf verður á áframhaldandi rannsóknum á jarðhitasvæðinu í Varmahlíð og huga þarf að endurnýjun dæla í borholum.

    Nýlega fundnar upplýsingar um borholu VH-03 leiddu í ljós að holan var í mun betra ásigkomulagi en talið var. Nefndin bendir á mikilvægi þess að allar upplýsingar um mannvirki af þessu tagi séu aðgengilegar.
    Samþykkt er að hefja vinnu við endurnýjun á dælum í Varmahlíðarveitu. Til að tryggja rekstraröryggi veitunnar þarf því verki að vera hafið/lokið fyrir komandi vetur.
    Nefndin fagnar þessum nýju upplýsingum sem gjörbreyta rekstraröryggi Varmahlíðarveitu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 7 Álagsprófanir á nýrri dælu í borholu SK-28 hafa staðið yfir frá því að dælan var tekin í notkun í desember síðastliðnum. Dælan og holan hafa staðið sig vel og ekki hefur þurft að taka til skömmtunar í Hofsósveitu eins og þurft hefur undanfarin ár. Gæfni holu SK-28 er heldur meiri en reiknað var með en gera þarf frekari rannsóknir á öllu forðasvæðinu til að staðfesta það að hægt sé að ná meira uppúr svæðinu en spár hafa gert ráð fyrir hingað til. Með vorinu verður svæðið álagsprófað með dælingu úr báðum vinnsluholum veitunnar samtímis og þá kemur frekar í ljós hvað svæðið getur afkastað.

    Ef áframhaldandi rannsóknir staðfesta að gæfni svæðisins sé meiri en áður var talið og getur það þýtt að fresta megi framkvæmdum við samtengingu Fljóta og Hofsósveitu og flýtt fyrir tengingu annarra svæða við Hofsósveitu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 7 Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að leggja stofnlögn frá dælubrunni á Steinsstöðum að borholu A sem er á sameiginlegu nýtingarsvæði jarðhitaréttinda. Notendum er boðið upp á að tengjast þessari lögn gegn gjaldi samkvæmt nánara samkomulagi. Mælar verða settir upp hjá öllum notendum á Steinsstaða svæðinu og áforma veiturnar að verkið verði unnið á næstunni.

    Nefndin samþykkir áform Skagafjarðarveitna um að leggja lögn frá dælubrunni við Laugarhúsið á Steinsstöðum að tengipunkti við borholu A. Við þennan tengipunkt gefst notendum hitaveitu tækifæri á að tengjast Steinsstaðaveitu gegn nánara samkomulagi við Skagafjarðarveitur. Einnig samþykkir nefndin áform Skagafjarðarveitna að setja upp mæla við alla notendur Steinsstaðarveitu.


    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 níu atkvæðum.

10.Kjördeildir í Skagafirði

Málsnúmer 2302160Vakta málsnúmer

Vísað frá 36. fundi byggðarráðs frá 21. febrúar 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Málið áður á dagskrá 35. fundar byggðarráðs þann 15. febrúar 2023.
Kjördeildir í Skagafirði hafa á liðnum árum verið átta talsins. Með bættum samgöngum hefur þróunin á landsvísu verið sú að kjördeildum hefur fækkað í sveitarfélögum landsins. Lagðar fram upplýsingar um fjölda kjósenda í hverri kjördeild fyrir sig.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að kjördeildir í Skagafirði verði framvegis þrjár, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.

Sveinn Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fækkun kjördeilda í Skagafirði felur í sér óverulegan sparnað þegar litið er á krónutölur og er hagræðinginn helst í formi vinnu við framkvæmd kosninga. Við hjá ByggðaListanum teljum mikilvægt að stuðla að jöfnuði þegar kemur að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og efla byggð víðsvegar um Skagafjörð. Þó að mörgum finnist það vera léttvægt að leggja niður þessar 5 kjördeildir að þá er það gjörningurinn sjálfur sem vegur þungt, sérstaklega þegar íbúar upplifi að um enn eina þjónustuskerðinguna sé að ræða. Því munum við fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu undir liðnum kjördeilir í Skagafirði.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar að kjördeildir í Skagafirði verði framvegis þrjár, á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar Byggðalista, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Úlfarsson óska bókað að þau sitji hjá.

11.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2211029Vakta málsnúmer

Vísað frá 19. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Hlynur Torfi Torfason og Íris Anna Karlsdóttir ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf kynntu vinnslutillögur ásamt breytingaruppdráttum þar sem við á fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

12.Hesteyri 2 - Beiðni um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2301018Vakta málsnúmer

Vísað frá 19. fundi skipulgsnefndar frá 21. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannnig bókað

"Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2023 þar sem bókað var:
Þinglýstur lóðarhafi Hesteyrar 2 Sauðárkróki, L143445 óskar eftir heimild að vinna breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á eigin kostnað, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að stækka vélaverkstæði með viðbyggingu sem er að grunnfleti um 1070m².
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita lóðarhafa, Kaupfélagi Skagfirðinga, heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni.
Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og óskar eftir frekari kynningu á framkominni tillögu."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og óskar eftir frekari kynningu á framkominni tillögu.

13.Hesteyri 1 og Vatneyri 1- Beiðni um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302199Vakta málsnúmer

Visað frá 19. fundi skipulagsnefndar frá 21. febrúar sl til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Vísað frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20.02.2023 þar sem bókað var:
"Óskar Garðarsson f.h. Dögunar ehf, Hesteyri 1 óskar eftir heimild til að vinna á eigin kostnað, og í samráði við sveitarfélagið, breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. mgr. hafnarreglugerðar Skagafjarðarhafna nr. 1040, dags. 12. nóv. 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að veita Dögun ehf. heimild til að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulagi hafnarinnar á grundvelli meðfylgjandi gagna enda greiði lóðarhafi að fullu kostnað sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni. Að öðru leiti vísar umhverfis- og samgöngunefnd erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað."

Sveitarstjórn samþykki með níu atkvæðum, að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað.

14.Kjör fulltrúa í ungmennaráð 2022

Málsnúmer 2206093Vakta málsnúmer

Á fundi Félagsmála- og tómstundarnefndar þann 20 október sl var óskað eftir tilnefningum í ungmennaráð Skagafjarðar. Óskað var eftir tilnefningum fjögurra einstaklinga til tveggja ára og þremur til eins árs. Þann 15 desember 2022 var haldinn fyrsti fundur Ungmennaráðs Skagafjarðar og voru eftirtaldir aðilar tilnefndir:

Formaður: Mikael Jens Halldórsson skipaður til 2 ára, fulltrúi UMSS
Varaformaður: Katla Huld Halldórsdóttir skipuð til 2 ára, fulltrúi Gav
Ritari: Óskar Aron Stefánsson skipaður til 2 ára, fulltrúi FNV
Fulltrúi: Íris Helga Aradóttir skipuð til 1 árs, fulltrúi FNV
Fulltrúi: Hulda Þórey Halldórsdóttir skipuð til 1 árs, fulltrúi Árskóla
Fulltrúi: Trausti Helgi Atlason skipaður til 1 árs, fulltrúi Varmahlíðarskóla
Fulltrúi: Markús Máni Gröndal skipaður til 1 árs, fulltrúi Árskóla

Ekki bárust aðrar tilnefningar og skoðast þau rétt kjörin.

15.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 2211217Vakta málsnúmer

Samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, lagður fram öðru sinni til síðari umræðu.

Með samningnum fela framangreind sveitarfélög Skagafirði að annast fyrir sig verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru sérstaklega falin öðrum. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu í skilningi 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur yfir verkefni samkvæmt samningi þessum frá og með 1. janúar 2023.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning með níu atkvæðum.

16.Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - sala fasteigna til Fljótabakka ehf

Málsnúmer 2302235Vakta málsnúmer

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2023 frá matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa Fljótabakka ehf. á F2144120 Lambanes Reykir lóð B og F2144121 Lambanes Reykir lóð A. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a, jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.
Byggðarráð telur að fyrirhuguð nýting fasteignanna af hálfu Fljótabakka ehf. samrýmist skipulagsáætlun Skagafjarðar og landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á, auk þess sem ráðstöfunin styrkir búsetu á viðkomandi svæði. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt meeð níu atkvæðum.

17.Nestún 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2212173Vakta málsnúmer

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs sveitarstjóra frá 11.04. 2022 samþykkir byggðarráð að sveitarstjóri semji við lóðarhafa, Skúla Hermann Bragason, Sauðárkróki, um bætur vegna tjóns sem leiddi af því að innkalla þurfti Kleifatún 9-11 og úthluta viðkomandi annarri lóð. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2303002Vakta málsnúmer

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Rekstrarniðurstaða og framlegð A-hluta uppfylla ekki lágmarksviðmið nefndarinnar í áætluninni en þurfa að gera það eigi síðar en 2026.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að öllum lágmarksviðmiðum eftirlitsnefndar fyrir rekstur A-hluta verði náð sem fyrst og eigi síðar en árið 2026 þegar skilyrði um jafnvægisreglu og skuldareglu taka gildi á ný en skilyrðin voru tímabundið afnumin í heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Auglýsing sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Málsnúmer 2301049Vakta málsnúmer

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði og fór yfir gögn varðandi ráðningarferil sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Bryndís Lilja Hallsdóttir verði ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023

Málsnúmer 2210104Vakta málsnúmer

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu fyrir tímabilið 1. apríl til 31. desember 2023 lögð fram. Gjaldskráin var samþykkt og vísað til byggðarráðs frá 12. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, þann 6. mars 2023.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveinn Úlfarsson og Einar E. Einarrson kvöddu sér hljóðs.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2208289Vakta málsnúmer

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði lögð fram. Samþykktin var samþykkt og vísað til byggðarráðs frá 12. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, þann 6. mars 2023.
Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað - Bjórsetur Íslands-brugghús slf

Málsnúmer 2302041Vakta málsnúmer

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Málið áður á dagskrá 37. fundar þann 1. mars 2023. Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Starfsemi Bjórseturs Íslands - brugghúss slf er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og lokaúttekt hefur verið framkvæmd á húsnæðinu samkvæmt gögnum byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Staðsetning sölustaðar og afgreiðslutími er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins heimila. Starfsemin uppfyllir ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar. Kröfur um brunavarnir er fullnægt miðað við fyrirhugaða starfsemi samkvæmt umsögn Brunavarna Skagafjarðar.Byggðarráð samþykkir veita umsókn Bjórseturs Íslands - brugghúss slf jákvæða umsögn með tilvísun til ofangreinds og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

919. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2023 lögð fram til kynningar á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023.

Fundi slitið - kl. 17:15.